Eysteinn Húni: Megum ekki fara í neina sjálfsvorkunn Smári Jökull Jónsson skrifar 23. júlí 2018 21:45 Keflavík hefur ekki enn unnið leik í Pepsi-deildinni. vísir/bára „Þetta er mjög súrt og óþolandi en ég verð að taka ábyrgðina á þessu. Ég ákvað að keyra inn í leikinn, fara ofar með liðið og í byrjun leiks fáum við tækifæri. Ef við hefðum skorað þá hefði þetta verið breyttur leikur,“ sagði Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur eftir 3-0 tap liðsins gegn nágrönnunum í Grindavík í Pepsi-deildinni í kvöld. Keflavík byrjaði ágætlega en eftir að Grindvíkingar komust yfir virtust Keflvíkingar svolítið missa trúna á að þeir gætu unnið sig til baka inn í leikinn. „Mörkin draga dálítið úr okkur og markið í byrjun seinni hálfleiks nánast drepur okkur. Við megum ekki láta það gerast, sama hvernig staðan er þá verðum við að halda áfram að þjappa okkur saman og hafa góð áhrif á hvorn annan,“ bætti Eysteinn við en Keflavík hefur ekki unnið leik í sumar og ekki skorað mark síðan 4.júní. „Það þarf hrikalega sterk bein til að standa í þessu og er ekkert fyrir hvern sem er. Það er allavega engin uppgjöf í mér og við förum yfir þetta á morgun og stefnum á að gera betur í þessum leik.“ Þetta var annar leikurinn sem Eysteinn stjórnar eftir að hann tók við sem þjálfari af Guðlaugi Baldurssyni. Hverju hefur hann helst verið að vinna í hjá liðinu eftir að hann tók við? „Það er hugarfarið hjá mönnum fyrst og fremst. Koma því í gang að menn missi ekki trúna og að þeir sjái að það séu leiðir til að vinna leikina. Þær eru til staðar þó við höfum steinlegið í dag, þetta er ekki vonlaust.“ Það var fínasta mæting á leikinn í dag og ekki síst hjá stuðningsmönnum Keflavíkur sem virðast síður en svo vera búnir að gefa upp vonina þrátt fyrir dapurt gengi liðsins. „Ég á varla orð yfir okkar stuðningsmenn að þeir skuli ennþá standa með okkur, mæta svona margir og vera að hvetja hér í lokin. Það sýnir gríðarlegan karakter. Við megum náttúrulega ekki fara í neina sjálfsvorkunn því við þurfum að þjappa okkur saman og vinna þetta saman.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Keflavík 3-0 | Hrakfarir Keflavíkur halda áfram Grindavík er komið aftur á sigurbraut eftir 3-0 sigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deildinni í kvöld. Sigurinn var kærkominn eftir þrjá tapleiki í röð en Keflvíkingar eiga enn eftir að vinna sigur á tímabilinu. 23. júlí 2018 22:30 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Sjá meira
„Þetta er mjög súrt og óþolandi en ég verð að taka ábyrgðina á þessu. Ég ákvað að keyra inn í leikinn, fara ofar með liðið og í byrjun leiks fáum við tækifæri. Ef við hefðum skorað þá hefði þetta verið breyttur leikur,“ sagði Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur eftir 3-0 tap liðsins gegn nágrönnunum í Grindavík í Pepsi-deildinni í kvöld. Keflavík byrjaði ágætlega en eftir að Grindvíkingar komust yfir virtust Keflvíkingar svolítið missa trúna á að þeir gætu unnið sig til baka inn í leikinn. „Mörkin draga dálítið úr okkur og markið í byrjun seinni hálfleiks nánast drepur okkur. Við megum ekki láta það gerast, sama hvernig staðan er þá verðum við að halda áfram að þjappa okkur saman og hafa góð áhrif á hvorn annan,“ bætti Eysteinn við en Keflavík hefur ekki unnið leik í sumar og ekki skorað mark síðan 4.júní. „Það þarf hrikalega sterk bein til að standa í þessu og er ekkert fyrir hvern sem er. Það er allavega engin uppgjöf í mér og við förum yfir þetta á morgun og stefnum á að gera betur í þessum leik.“ Þetta var annar leikurinn sem Eysteinn stjórnar eftir að hann tók við sem þjálfari af Guðlaugi Baldurssyni. Hverju hefur hann helst verið að vinna í hjá liðinu eftir að hann tók við? „Það er hugarfarið hjá mönnum fyrst og fremst. Koma því í gang að menn missi ekki trúna og að þeir sjái að það séu leiðir til að vinna leikina. Þær eru til staðar þó við höfum steinlegið í dag, þetta er ekki vonlaust.“ Það var fínasta mæting á leikinn í dag og ekki síst hjá stuðningsmönnum Keflavíkur sem virðast síður en svo vera búnir að gefa upp vonina þrátt fyrir dapurt gengi liðsins. „Ég á varla orð yfir okkar stuðningsmenn að þeir skuli ennþá standa með okkur, mæta svona margir og vera að hvetja hér í lokin. Það sýnir gríðarlegan karakter. Við megum náttúrulega ekki fara í neina sjálfsvorkunn því við þurfum að þjappa okkur saman og vinna þetta saman.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Keflavík 3-0 | Hrakfarir Keflavíkur halda áfram Grindavík er komið aftur á sigurbraut eftir 3-0 sigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deildinni í kvöld. Sigurinn var kærkominn eftir þrjá tapleiki í röð en Keflvíkingar eiga enn eftir að vinna sigur á tímabilinu. 23. júlí 2018 22:30 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Keflavík 3-0 | Hrakfarir Keflavíkur halda áfram Grindavík er komið aftur á sigurbraut eftir 3-0 sigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deildinni í kvöld. Sigurinn var kærkominn eftir þrjá tapleiki í röð en Keflvíkingar eiga enn eftir að vinna sigur á tímabilinu. 23. júlí 2018 22:30