Biðja Trump og ESB að koma sér til bjargar Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2018 15:29 Nasr Hariri, æðsti samningamaður uppreisnarmanna. Vísir/AFP Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að ef vesturveldin komi þeim ekki til bjargar og beiti Bashar al Assad, forseta Sýrlands, og bandamenn hans í Rússlandi og Íran þrýstingi muni blóði óbreyttra borgara verða úthellt áfram. Nasr Hariri, æðsti samningamaður uppreisnarmanna, kallar eftir aðstoð Donald Trump og leiðtoga Evrópusambandsins eins og Angelu Merkel og Emmanuel Macron. „Ég vil spyrja öll þau ríki sem lofuðu stuðningi við sýrlensku þjóðina og viðleitni þeirra til að koma á lýðræði og friði: Af hverju stóðuð þið ekki við loforð ykkar?“ sagði Hariri við blaðamann Reuters.Átökin í Sýrlandi hafa gengið á í rúm sjö ár og allar pólitískar friðarviðræður hafa ekki borið árangur. Undanfarin tvö ár hefur Assad-liðum vaxið ásmegin með stuðningi Rússlands og Íran. Sýrlenskir Kúrdar hafa með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja sömuleiðis náð stórum hluta landsins á sitt vald. Íslamska ríkið hefur tapað nánu öllu sínu yfirráðasvæði til Kúrda og til stjórnarhersins. Þá hafa uppreisnarmenn einnig látið verulega eftir og eru margar fylkingar þeirra jafnvel orðnar samofnar vígahópum sem tengjast al-Qaeda. Með það í huga hafa vesturveldin gefið eftir að undanförnu varðandi þá kröfu að Assad verði að fara frá völdum til að tryggja frið í Sýrlandi. Í nýjum viðræðum hafa uppreisnarmenn þó ítrekað það skilyrði. Enginn friður verði á meðan Assad sé við völd og því hefur ríkisstjórnin lýst því yfir að viðræður þessar muni engum árangri skila. Samkvæmt frétt Reuters telur Hariri þó að vesturveldin geti beitt Assad nægum þrýstingi til að fá hann að samningaborðinu. Að áðurnefndir leiðtogar geti sameinað alþjóðasamfélagið og tryggt frið og stöðugleika í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að ef vesturveldin komi þeim ekki til bjargar og beiti Bashar al Assad, forseta Sýrlands, og bandamenn hans í Rússlandi og Íran þrýstingi muni blóði óbreyttra borgara verða úthellt áfram. Nasr Hariri, æðsti samningamaður uppreisnarmanna, kallar eftir aðstoð Donald Trump og leiðtoga Evrópusambandsins eins og Angelu Merkel og Emmanuel Macron. „Ég vil spyrja öll þau ríki sem lofuðu stuðningi við sýrlensku þjóðina og viðleitni þeirra til að koma á lýðræði og friði: Af hverju stóðuð þið ekki við loforð ykkar?“ sagði Hariri við blaðamann Reuters.Átökin í Sýrlandi hafa gengið á í rúm sjö ár og allar pólitískar friðarviðræður hafa ekki borið árangur. Undanfarin tvö ár hefur Assad-liðum vaxið ásmegin með stuðningi Rússlands og Íran. Sýrlenskir Kúrdar hafa með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja sömuleiðis náð stórum hluta landsins á sitt vald. Íslamska ríkið hefur tapað nánu öllu sínu yfirráðasvæði til Kúrda og til stjórnarhersins. Þá hafa uppreisnarmenn einnig látið verulega eftir og eru margar fylkingar þeirra jafnvel orðnar samofnar vígahópum sem tengjast al-Qaeda. Með það í huga hafa vesturveldin gefið eftir að undanförnu varðandi þá kröfu að Assad verði að fara frá völdum til að tryggja frið í Sýrlandi. Í nýjum viðræðum hafa uppreisnarmenn þó ítrekað það skilyrði. Enginn friður verði á meðan Assad sé við völd og því hefur ríkisstjórnin lýst því yfir að viðræður þessar muni engum árangri skila. Samkvæmt frétt Reuters telur Hariri þó að vesturveldin geti beitt Assad nægum þrýstingi til að fá hann að samningaborðinu. Að áðurnefndir leiðtogar geti sameinað alþjóðasamfélagið og tryggt frið og stöðugleika í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira