Nágrannar höfðu ekki hugmynd um að börn væru í húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2018 11:04 Louise Anna Turpin er 49 ára og David Allen Turpin er 57 ára. Vísir/AFP Nágrannar þeirra David Allen og Louise Anna Turpin höfðu ekki hugmynd um að börn hefðu verið á heimili þeirra í Kaliforníu. Sumir höfðu séð þau en engin samskipti haft við börnin. Þau hjón voru handtekin í gær eftir að 17 ára dóttir þeirra flúði af heimilinu og sagði lögregluþjónum að tólf systkini hennar væri haldið föngum. Í ljós kom að einhver þeirra voru hlekkjuð við rúm og læst inni. Sjö af börnum hjónanna eru í raun fullorðin og á aldrinum 18 til 29 ára gömul. Yngsta barnið er tveggja ára. Öll börn þeirra hjóna þjást af næringarskorti. Til dæmis töldu lögregluþjónarnir stúlkan sem flúði hefði verið um tíu ára gömul. David Allen er 57 ára gamall og Louise Anna er 49 ára gömul. „Ég hafði ekki hugmynd um hvað væri í gangi. Ég vissi ekki að það væru börn á heimilinu,“ sagði einn nágranni þeirra hjóna við AP fréttaveituna. Aðrir nágrannar sögðu hjónin hafa verið mikla einfara og þau hafi ekki tala við aðra.Aðrir segja að hjónin hafi sjaldan yfirgefið heimilið. Einn nágranni þeirra sagði Reuters að hún hefði einungis einu sinni átt í samskiptum við fjölskylduna. Hún hafi gengið fram hjá húsi þeirra í október og þá hafi fjögur börn verið við garðvinnu og Louise Anna hafi fylgst með þeim úr dyragættinni. Enginn svaraði þegar nágranninn heilsaði þeim.„Þau voru mjög hrædd,“ sagði hún um börnin. „Eins og þau hefðu aldrei séð fólk áður.“ BBC segir nágrannana spyrja sig hvort þau hefðu ekki átt að sjá að eitthvað væri að á heimilinu. Þá virðist sem að enginn viti hve lengi börnunum hafi verið haldið föngum.Fjölskyldan sótti um gjaldþrot árið 2011, um einu ári eftir að þau fluttu frá Texas til Kaliforníu. Þá vann David Allen Turpin sem verkfræðingur fyrir fyrirtækið Northrop Grumman. Foreldrar David Allen segjast ekki hafa séð fjölskylduna í fjögur eða fimm ár. Þá segja þau að hjónin hafi verið talin góð kristin fjölskylda í samfélagi þeirra og að guð hafi sagt þeim að eignast svo mörg börn. Bandaríkin Tengdar fréttir Foreldrar í haldi grunaðir um að hafa haldið 13 börnum föngnum á heimili sínu 17 ára stúlku tókst að flýja heimilið í gær og hafa samband við lögregluna. 15. janúar 2018 23:27 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Nágrannar þeirra David Allen og Louise Anna Turpin höfðu ekki hugmynd um að börn hefðu verið á heimili þeirra í Kaliforníu. Sumir höfðu séð þau en engin samskipti haft við börnin. Þau hjón voru handtekin í gær eftir að 17 ára dóttir þeirra flúði af heimilinu og sagði lögregluþjónum að tólf systkini hennar væri haldið föngum. Í ljós kom að einhver þeirra voru hlekkjuð við rúm og læst inni. Sjö af börnum hjónanna eru í raun fullorðin og á aldrinum 18 til 29 ára gömul. Yngsta barnið er tveggja ára. Öll börn þeirra hjóna þjást af næringarskorti. Til dæmis töldu lögregluþjónarnir stúlkan sem flúði hefði verið um tíu ára gömul. David Allen er 57 ára gamall og Louise Anna er 49 ára gömul. „Ég hafði ekki hugmynd um hvað væri í gangi. Ég vissi ekki að það væru börn á heimilinu,“ sagði einn nágranni þeirra hjóna við AP fréttaveituna. Aðrir nágrannar sögðu hjónin hafa verið mikla einfara og þau hafi ekki tala við aðra.Aðrir segja að hjónin hafi sjaldan yfirgefið heimilið. Einn nágranni þeirra sagði Reuters að hún hefði einungis einu sinni átt í samskiptum við fjölskylduna. Hún hafi gengið fram hjá húsi þeirra í október og þá hafi fjögur börn verið við garðvinnu og Louise Anna hafi fylgst með þeim úr dyragættinni. Enginn svaraði þegar nágranninn heilsaði þeim.„Þau voru mjög hrædd,“ sagði hún um börnin. „Eins og þau hefðu aldrei séð fólk áður.“ BBC segir nágrannana spyrja sig hvort þau hefðu ekki átt að sjá að eitthvað væri að á heimilinu. Þá virðist sem að enginn viti hve lengi börnunum hafi verið haldið föngum.Fjölskyldan sótti um gjaldþrot árið 2011, um einu ári eftir að þau fluttu frá Texas til Kaliforníu. Þá vann David Allen Turpin sem verkfræðingur fyrir fyrirtækið Northrop Grumman. Foreldrar David Allen segjast ekki hafa séð fjölskylduna í fjögur eða fimm ár. Þá segja þau að hjónin hafi verið talin góð kristin fjölskylda í samfélagi þeirra og að guð hafi sagt þeim að eignast svo mörg börn.
Bandaríkin Tengdar fréttir Foreldrar í haldi grunaðir um að hafa haldið 13 börnum föngnum á heimili sínu 17 ára stúlku tókst að flýja heimilið í gær og hafa samband við lögregluna. 15. janúar 2018 23:27 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Foreldrar í haldi grunaðir um að hafa haldið 13 börnum föngnum á heimili sínu 17 ára stúlku tókst að flýja heimilið í gær og hafa samband við lögregluna. 15. janúar 2018 23:27