Segir nefndinni bara ætlað að styðja tilhæfulausar fullyrðingar forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2018 12:06 Kris Kobach, Donald Trump og Mike Pence. Vísir/EPA Matthew Dunlap, innanríkisráðherra Maine í Bandaríkjunum, sem var einn af ellefu meðlimum kosningasvindlnefndar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir umrædda nefnd hafa verið eitthvað það undarlegasta sem hann hafi tekið þátt í. Dunlap gagnrýnir nefndina harðlega í nýrri yfirlýsingu og segir eina tilgang hennar hafa verið að styðja við tilhæfulausar fullyrðingar Trump og umfangsmikið kosningasvindl. Trump, sem fékk færri atkvæði en mótframbjóðandi sinn, Hillary Clinton, hefur ítrekað haldið því fram að milljónir hafi kosið hana ólöglega og því hefði hann í raun fengið fleiri atkvæði en hún. Embættismenn um öll Bandaríkin sem og sérfræðingar segja þetta vera kolrangt og rannsóknir hafa ekki bent til þess að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum. Dunlap segir nefndina, sem var á endanum felld niður, ekki hafa fundið neinar vísbendingar um umfangsmikið svindl.Erfitt að fá gögn Mike Pence, varaforseti, og Kris Kobach, innanríkisráðherra Kansas, stýrðu nefndinni. Þegar nefndin var lögð niður í janúar sagði Kobach að það hefði verið gert vegna þess að „sumu fólki á vinstri kantinum þætti óþægilegt“ hve mikið nefndin hefði uppgötvað. Hvíta húsið sagði nefndina hafa verið lagða niður vegna lögsókna ríkja sem vildu ekki afhenda gögn. það hefði verið gert þrátt fyrir að „umfangsmiklar vísbendingar um kosningasvik“ hefðu litið dagsins ljós. Þrátt fyrir að Dunlap hafi verið meðlimur nefndarinnar þurfti hann að höfða mál til þess að fá gögn hennar, eftir að nefndin var lögð niður í janúar. Nú hefur hann farið yfir öll gögnin og sendi hann skýrslu á Pence og Kobach. Hann segir gögnin sýna að ekkert hafi verið til í yfirlýsingum Kobach og Hvíta hússins. Þar að auki sagði hann að útlit væri fyrir að nefndin hefði búist við því að finna sannanir fyrir fullyrðingum Trump.Fyrirfram ákveðin niðurstaða Dunlap sagði forsvarsmenn nefndarinnar þegar hafa nefnt nokkra kafla í skýrslu, sem var svo ekki gefin út. Þar hafi verið titlar eins og „Rangar aðferðir við kosningaskráningu“ og „Dæmi um kosningasvik“. Kaflarnir sjálfir voru þó tómir. Það segir Dunlap til marks um að eina markmið nefndarinnar hefði verið að komast að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu. Dunlap fékk einnig tölvupósta meðlima nefndarinnar og þar má finna einn meðlim hennar ræða við aðstoðarmann sinn um að ráða tölfræðing. Í póstinum þóttist hann vera viss um að tölfræðingurinn sem þeir voru að tala um væri „íhaldssöm“ og „kristin“. Þrátt fyrir að hafa starfað sem embættismaður í rúm tuttugu ár segir Dunlap aldrei hafa tekið þátt í öðru eins og þessari nefnd. Það hafi verið eitt það undarlegasta sem hann hafi upplifað og mikil leynd hafi hvílt yfir nefndinni sjálfri. Dunlap segir meðal annars frá því að hann reyndi einu sinni að fá að vita hvenær nefndin myndi koma saman en án árangurs. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Matthew Dunlap, innanríkisráðherra Maine í Bandaríkjunum, sem var einn af ellefu meðlimum kosningasvindlnefndar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir umrædda nefnd hafa verið eitthvað það undarlegasta sem hann hafi tekið þátt í. Dunlap gagnrýnir nefndina harðlega í nýrri yfirlýsingu og segir eina tilgang hennar hafa verið að styðja við tilhæfulausar fullyrðingar Trump og umfangsmikið kosningasvindl. Trump, sem fékk færri atkvæði en mótframbjóðandi sinn, Hillary Clinton, hefur ítrekað haldið því fram að milljónir hafi kosið hana ólöglega og því hefði hann í raun fengið fleiri atkvæði en hún. Embættismenn um öll Bandaríkin sem og sérfræðingar segja þetta vera kolrangt og rannsóknir hafa ekki bent til þess að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum. Dunlap segir nefndina, sem var á endanum felld niður, ekki hafa fundið neinar vísbendingar um umfangsmikið svindl.Erfitt að fá gögn Mike Pence, varaforseti, og Kris Kobach, innanríkisráðherra Kansas, stýrðu nefndinni. Þegar nefndin var lögð niður í janúar sagði Kobach að það hefði verið gert vegna þess að „sumu fólki á vinstri kantinum þætti óþægilegt“ hve mikið nefndin hefði uppgötvað. Hvíta húsið sagði nefndina hafa verið lagða niður vegna lögsókna ríkja sem vildu ekki afhenda gögn. það hefði verið gert þrátt fyrir að „umfangsmiklar vísbendingar um kosningasvik“ hefðu litið dagsins ljós. Þrátt fyrir að Dunlap hafi verið meðlimur nefndarinnar þurfti hann að höfða mál til þess að fá gögn hennar, eftir að nefndin var lögð niður í janúar. Nú hefur hann farið yfir öll gögnin og sendi hann skýrslu á Pence og Kobach. Hann segir gögnin sýna að ekkert hafi verið til í yfirlýsingum Kobach og Hvíta hússins. Þar að auki sagði hann að útlit væri fyrir að nefndin hefði búist við því að finna sannanir fyrir fullyrðingum Trump.Fyrirfram ákveðin niðurstaða Dunlap sagði forsvarsmenn nefndarinnar þegar hafa nefnt nokkra kafla í skýrslu, sem var svo ekki gefin út. Þar hafi verið titlar eins og „Rangar aðferðir við kosningaskráningu“ og „Dæmi um kosningasvik“. Kaflarnir sjálfir voru þó tómir. Það segir Dunlap til marks um að eina markmið nefndarinnar hefði verið að komast að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu. Dunlap fékk einnig tölvupósta meðlima nefndarinnar og þar má finna einn meðlim hennar ræða við aðstoðarmann sinn um að ráða tölfræðing. Í póstinum þóttist hann vera viss um að tölfræðingurinn sem þeir voru að tala um væri „íhaldssöm“ og „kristin“. Þrátt fyrir að hafa starfað sem embættismaður í rúm tuttugu ár segir Dunlap aldrei hafa tekið þátt í öðru eins og þessari nefnd. Það hafi verið eitt það undarlegasta sem hann hafi upplifað og mikil leynd hafi hvílt yfir nefndinni sjálfri. Dunlap segir meðal annars frá því að hann reyndi einu sinni að fá að vita hvenær nefndin myndi koma saman en án árangurs.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira