Dómsskjöl varpa ljósi á veikindi árásarmannsins Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2018 21:38 Lögreglan segir hann hafa borið tvö skotvopn, sem hann keypti löglega, en hann beitti bara öðru þeirra. Vísir/AP David Katz, sem myrti þá Elijah Clayton og Taylor Robertsson og særði tíu til viðbótar í skotárás í Flórída í gær, hafði verið lagður inn á sjúkrahús vegna geðrænna vandamála á sínum yngri árum. Hann hafði verið á geðlyfjum og lyfjum við þunglyndi. Það kom í ljós í dómsskjölum vegna skilnaðar foreldra hans fyrir ellefu árum, sem AP fréttaveitan gróf upp. Þau voru verulega ósammála um hvernig bregðast ætti við veikindum hans og faðir hans sagði móður hans ýkja veikindin. Hann keypti þó tvö skotvopn með löglegum hætti. Móðir Katz, Elizabeth Katz, sagði í dómssal árið 2007 að sonur sinn, sem var 24 ára gamall þegar hann dó í gær, hefði oft á tíðum neitað að fara í skóla og að baða sig og hefði varið nánast öllum sínum tíma í að spila tölvuleiki. Hún sagði sömuleiðis frá því að þegar hún tók leikjatölvu hans af honum svo hann gæti ekki spilað langt fram á nótt kom hún að honum um miðja nótt gangandi í hringi í húsi þeirra. Eitt sinn, þegar hún hafði tekið tölvu hans og læst hana inn í svefnherbergi þeirra hjóna, braut David sér leið í gegnum hurðina. Hún sagði hann eiga það til að hringa sig upp og gráta.Sagði móðir David vera með „þráhyggju“ Faðir David sagði hins vegar að fyrrverandi eiginkona sín hefði „þráhyggju“ gagnvart því að leita til sálfræðinga. Hann sakaði hana um að ljúga að heilbrigðisstarfsmönnum og vísaði til atviks þar sem sonur þeirra var handjárnaður eftir að hafa læst sig inn í bíl þegar hann vildi ekki vera lagður inn. Hún fékk forræði yfir David en árið 2010 skrifaði hann bréf til dómara þar sem hann bað um að fá að búa með föður sínum. Hann sagði móður sína vera „klikkaða“, hún væri sífellt að hringja á lögregluna og drykki mikið. Blaðamenn AP segja dómsskjölin sína fram á að móðir David hringdi eitt sinn í Neyðarlínuna og sakaði David um „misþyrmingu“ með því að hafa komið seint heim eftir heimsókn til föður síns. Starfsmaður Neyðarlínunnar hló svo þegar hún sagði hann hafa ráðist á sig og reynt að ná stjórn á sjónvarpinu. Degi seinna var hann sendur í til Arizona í afskekktar búðir í hundrað daga. Lögreglan í Flórída hefur nafngreint þá sem myrtir voru af David Katz á Madden 19 móti í gær. Þeir hétu Elijah Clayton, 22 ára, og Taylor Robertsson, 28, ára. Katz beindi svo byssunni að sjálfum sér eftir að hafa sært tíu til viðbótar.Skaut sérstaklega á keppendur Katz mun hafa skotið sérstaklega keppendur á mótinu en hann hafði einnig keppt sjálfur í Madden á undanförnum árum. Upptökur úr öryggismyndavélum sýna Katz ganga beina leið í gegnum veitingastað og inn í salinn þar sem mótið fór fram. Þá hóf hann skothríð úr skammbyssu. Lögreglan segir hann hafa borið tvö skotvopn en hann beitti bara öðru þeirra. Lögregla í Jacksonville hefur enn ekki viljað tjá sig um ástæðu að baki árásinni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó haldið því fram að Katz hafi reiðst eftir að hann tapaði í leik á mótinu og hafið skothríð. Hann framdi sjálfsvíg eftir árásina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fannst lík hans á sama stað og lík Clayton og Robertson. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45 Tölvuleikjasamfélagið minnist fórnarlamba skotárásarinnar Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. 27. ágúst 2018 12:00 Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56 337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Árásarmaðurinn sem framdi skotárás í Jacksonville í Flórída fyrr í kvöld framdi sjálfsmorð eftir að hann lét skotunum rigna yfir þáttakendur á tölvuleikjamóti. 337 einstaklingar hafa týnt lífi í skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári. 26. ágúst 2018 23:15 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
David Katz, sem myrti þá Elijah Clayton og Taylor Robertsson og særði tíu til viðbótar í skotárás í Flórída í gær, hafði verið lagður inn á sjúkrahús vegna geðrænna vandamála á sínum yngri árum. Hann hafði verið á geðlyfjum og lyfjum við þunglyndi. Það kom í ljós í dómsskjölum vegna skilnaðar foreldra hans fyrir ellefu árum, sem AP fréttaveitan gróf upp. Þau voru verulega ósammála um hvernig bregðast ætti við veikindum hans og faðir hans sagði móður hans ýkja veikindin. Hann keypti þó tvö skotvopn með löglegum hætti. Móðir Katz, Elizabeth Katz, sagði í dómssal árið 2007 að sonur sinn, sem var 24 ára gamall þegar hann dó í gær, hefði oft á tíðum neitað að fara í skóla og að baða sig og hefði varið nánast öllum sínum tíma í að spila tölvuleiki. Hún sagði sömuleiðis frá því að þegar hún tók leikjatölvu hans af honum svo hann gæti ekki spilað langt fram á nótt kom hún að honum um miðja nótt gangandi í hringi í húsi þeirra. Eitt sinn, þegar hún hafði tekið tölvu hans og læst hana inn í svefnherbergi þeirra hjóna, braut David sér leið í gegnum hurðina. Hún sagði hann eiga það til að hringa sig upp og gráta.Sagði móðir David vera með „þráhyggju“ Faðir David sagði hins vegar að fyrrverandi eiginkona sín hefði „þráhyggju“ gagnvart því að leita til sálfræðinga. Hann sakaði hana um að ljúga að heilbrigðisstarfsmönnum og vísaði til atviks þar sem sonur þeirra var handjárnaður eftir að hafa læst sig inn í bíl þegar hann vildi ekki vera lagður inn. Hún fékk forræði yfir David en árið 2010 skrifaði hann bréf til dómara þar sem hann bað um að fá að búa með föður sínum. Hann sagði móður sína vera „klikkaða“, hún væri sífellt að hringja á lögregluna og drykki mikið. Blaðamenn AP segja dómsskjölin sína fram á að móðir David hringdi eitt sinn í Neyðarlínuna og sakaði David um „misþyrmingu“ með því að hafa komið seint heim eftir heimsókn til föður síns. Starfsmaður Neyðarlínunnar hló svo þegar hún sagði hann hafa ráðist á sig og reynt að ná stjórn á sjónvarpinu. Degi seinna var hann sendur í til Arizona í afskekktar búðir í hundrað daga. Lögreglan í Flórída hefur nafngreint þá sem myrtir voru af David Katz á Madden 19 móti í gær. Þeir hétu Elijah Clayton, 22 ára, og Taylor Robertsson, 28, ára. Katz beindi svo byssunni að sjálfum sér eftir að hafa sært tíu til viðbótar.Skaut sérstaklega á keppendur Katz mun hafa skotið sérstaklega keppendur á mótinu en hann hafði einnig keppt sjálfur í Madden á undanförnum árum. Upptökur úr öryggismyndavélum sýna Katz ganga beina leið í gegnum veitingastað og inn í salinn þar sem mótið fór fram. Þá hóf hann skothríð úr skammbyssu. Lögreglan segir hann hafa borið tvö skotvopn en hann beitti bara öðru þeirra. Lögregla í Jacksonville hefur enn ekki viljað tjá sig um ástæðu að baki árásinni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó haldið því fram að Katz hafi reiðst eftir að hann tapaði í leik á mótinu og hafið skothríð. Hann framdi sjálfsvíg eftir árásina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fannst lík hans á sama stað og lík Clayton og Robertson.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45 Tölvuleikjasamfélagið minnist fórnarlamba skotárásarinnar Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. 27. ágúst 2018 12:00 Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56 337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Árásarmaðurinn sem framdi skotárás í Jacksonville í Flórída fyrr í kvöld framdi sjálfsmorð eftir að hann lét skotunum rigna yfir þáttakendur á tölvuleikjamóti. 337 einstaklingar hafa týnt lífi í skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári. 26. ágúst 2018 23:15 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45
Tölvuleikjasamfélagið minnist fórnarlamba skotárásarinnar Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. 27. ágúst 2018 12:00
Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56
337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Árásarmaðurinn sem framdi skotárás í Jacksonville í Flórída fyrr í kvöld framdi sjálfsmorð eftir að hann lét skotunum rigna yfir þáttakendur á tölvuleikjamóti. 337 einstaklingar hafa týnt lífi í skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári. 26. ágúst 2018 23:15