Tölvuleikjasamfélagið minnist fórnarlamba skotárásarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 12:00 Taylor Robertson og Eli Clayton létust í árásinni í Jacksonville í gær. Skjáskot/EA Sports Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. Þeir voru andstæðingar árásarmannsins í tölvuleiknum Madden og voru báðir á þrítugsaldri. Dagblaðið The Miami Herald nafngreindi fórnarlömbin í kjölfár árásarinnar sem gerð var á tölvuleikjamóti í afþreyingarmiðstöðinni Jackson Landing. Hinir látnu hétu Eli Clayton, 22 ára, og Taylor Robertson, 27 ára. Eins og áður segir voru þeir báðir tölvuleikjaspilarar að atvinnu og jafnframt keppendur á mótinu í gær.Sjá einnig: 337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Samkvæmt frétt Miami Herald var Robertson afar sigursæll spilari frá Vestur-Virginíu. Hann spilaði undir nafninu SpotMePlzzz og vann til að mynda sambærilegt Madden-mót í fyrra. Árásarmaðurinn, hinn 24 ára David Katz, vann mótið árið 2016, að því er kemur fram í frétt Reuters. Þá skilur Robertson eftir sig eiginkonu og börn. Clayton var frá Kaliforníu og spilaði undir nafninu Trueboy. Hans er minnst með mikilli hlýju. Lögregla í Jacksonville hefur enn ekki viljað tjá sig um ástæðu að baki árásinni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó haldið því fram að Katz hafi reiðst eftir að hann tapaði í leik á mótinu og hafið skothríð. Hann framdi sjálfsvíg eftir árásina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fannst lík hans á sama stað og lík Clayton og Robertson. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er af Katz á Madden-móti. Í myndbandinu má heyra Katz lýst sem einrænum spilara sem ekki sé mættur á mótið til að eignast vini.Samfélag tölvuleikjaspilara er harmi slegið í kjölfar árásarinnar og hafa fjölmargir spilarar vottað fjölskyldum Clayton og Robertson samúð sína.To the families and friends of Taylor and Eli, the Madden and Gaming communities are with you guys forever for anything you need. Our hearts go out to you. Rest in peace SpotMeplzzz and TrueBoy pic.twitter.com/sQLbZCPIPU— cookieboy17 (@cookieboy1794) August 27, 2018 I'm only making one tweet and i just wanna say RIP to trueboy and spotme and my prayers go out to their families. I lost one of my best friends in madden in spotme, him and trueboy were two of the nicest people ever. Please pray for everyone effected by this shooting.— Gos (@gos_madden) August 26, 2018 Trueboy was so young...SpotMe had a wife and kids.. We spent years as a community building relationships on kindness and competitiveness. I'm sick right now...— Josh (@JoshTolliver) August 26, 2018 Mikil ringulreið skapaðist þegar Katz hóf skothríð á tölvuleikjamótinu í gær en því var streymt beint á netinu. Upphaf árásarinnar náðist á myndbandi sem var dreift víða á samfélagsmiðlum í gær. Þá hefur Bandaríkjaforseta Donald Trump verið gert viðvart um árásina og er hann meðvitaður um stöðu mála, að því er fram hefur komið í svari Hvíta hússins við fyrirspurnum fjölmiðla. Mannskæðar skotárásir hafa verið tíðar í Flórída síðustu ár. 49 létust í skotárás á skemmtistaðinn Pulse í Orlando árið 2016 og 17 létust í árásinni á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Parkland í febrúar síðastliðnum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45 Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Sjá meira
Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. Þeir voru andstæðingar árásarmannsins í tölvuleiknum Madden og voru báðir á þrítugsaldri. Dagblaðið The Miami Herald nafngreindi fórnarlömbin í kjölfár árásarinnar sem gerð var á tölvuleikjamóti í afþreyingarmiðstöðinni Jackson Landing. Hinir látnu hétu Eli Clayton, 22 ára, og Taylor Robertson, 27 ára. Eins og áður segir voru þeir báðir tölvuleikjaspilarar að atvinnu og jafnframt keppendur á mótinu í gær.Sjá einnig: 337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Samkvæmt frétt Miami Herald var Robertson afar sigursæll spilari frá Vestur-Virginíu. Hann spilaði undir nafninu SpotMePlzzz og vann til að mynda sambærilegt Madden-mót í fyrra. Árásarmaðurinn, hinn 24 ára David Katz, vann mótið árið 2016, að því er kemur fram í frétt Reuters. Þá skilur Robertson eftir sig eiginkonu og börn. Clayton var frá Kaliforníu og spilaði undir nafninu Trueboy. Hans er minnst með mikilli hlýju. Lögregla í Jacksonville hefur enn ekki viljað tjá sig um ástæðu að baki árásinni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó haldið því fram að Katz hafi reiðst eftir að hann tapaði í leik á mótinu og hafið skothríð. Hann framdi sjálfsvíg eftir árásina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fannst lík hans á sama stað og lík Clayton og Robertson. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er af Katz á Madden-móti. Í myndbandinu má heyra Katz lýst sem einrænum spilara sem ekki sé mættur á mótið til að eignast vini.Samfélag tölvuleikjaspilara er harmi slegið í kjölfar árásarinnar og hafa fjölmargir spilarar vottað fjölskyldum Clayton og Robertson samúð sína.To the families and friends of Taylor and Eli, the Madden and Gaming communities are with you guys forever for anything you need. Our hearts go out to you. Rest in peace SpotMeplzzz and TrueBoy pic.twitter.com/sQLbZCPIPU— cookieboy17 (@cookieboy1794) August 27, 2018 I'm only making one tweet and i just wanna say RIP to trueboy and spotme and my prayers go out to their families. I lost one of my best friends in madden in spotme, him and trueboy were two of the nicest people ever. Please pray for everyone effected by this shooting.— Gos (@gos_madden) August 26, 2018 Trueboy was so young...SpotMe had a wife and kids.. We spent years as a community building relationships on kindness and competitiveness. I'm sick right now...— Josh (@JoshTolliver) August 26, 2018 Mikil ringulreið skapaðist þegar Katz hóf skothríð á tölvuleikjamótinu í gær en því var streymt beint á netinu. Upphaf árásarinnar náðist á myndbandi sem var dreift víða á samfélagsmiðlum í gær. Þá hefur Bandaríkjaforseta Donald Trump verið gert viðvart um árásina og er hann meðvitaður um stöðu mála, að því er fram hefur komið í svari Hvíta hússins við fyrirspurnum fjölmiðla. Mannskæðar skotárásir hafa verið tíðar í Flórída síðustu ár. 49 létust í skotárás á skemmtistaðinn Pulse í Orlando árið 2016 og 17 létust í árásinni á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Parkland í febrúar síðastliðnum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45 Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Sjá meira
Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45
Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56