Tillerson segir Trump reynt að gera ólöglega hluti Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2018 16:14 Tillerson og Trump þegar allt lék í lyndi. Getty/Bloomberg Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Donald Trump, forseta, vera agalausan. Hann segir að Trump vilji ekki lesa og hafa reynt að framkvæma ólöglega hluti. Trump rak Tillerson fyrir nærri því níu mánuðum síðan. Þá var Tillerson sagður hafa kallað Trump fávita og hann hefur aldrei neitað því. Þetta sagði Tillerson í viðtali við CBS sem birt var í gærkvöldi. Hann sagði hafa reynst sér erfitt að koma frá fyrirtæki eins og Exxon Mobil, þar sem ríkti mikill agi og fara að vinna fyrir óagaðan mann eins og Trump, sem vildi ekki lesa, læsi ekki undirbúningsgögn sem væru skrifuð fyrir hann og vildi ekki kynna sér málefni ítarlega. Í stað þess að fara eftir staðreyndum sagði Tillerson að Trump færi eftir eigin tilfinningum. Tillerson sagði einnig frá því að hann hefði aldrei hitt Trump áður en forsetinn bauð honum ráðherrastólinn.WATCH: Former Secretary of State Rex Tillerson is speaking publicly about what led to his firing in March by President Trump. CBS News political contributor @bobschieffer interviewed Tillerson in Houston last night, at a dinner to benefit MD Anderson Cancer Center. pic.twitter.com/47qDqcsrMs — CBS This Morning (@CBSThisMorning) December 7, 2018 Ráðherrann fyrrverandi sagði einnig að Trump hefði ítrekað reynt að gera ólöglega hluti og hann hefði orðið pirraður þegar honum var sagt að hann gæti það ekki. „Forsetinn sagði oft: Hér er það sem ég vil gera og ég vil gera það svona. Ég sagði þá við hann: Herra forseti, ég skil hvað þú vilt gera en þú getur ekki gert það svona. Það er ólöglegt,“ sagði Tillerson á fjáröflun í gær. Við það yrði Trump pirraður út í Tillerson. Hann sagðist þá hafa sagt Trump að þeir gætu tekið slaginn á þingi og fengið lögunum breytt. Það væri ekkert að því og ef forsetinn vildi það myndi hann reyna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Ágreiningurinn varðaði meðal annars alþjóðlegt samkomulag um kjarnorkuáætlun Íran. 13. mars 2018 16:00 Utanríkisráðherrann sendi Rússum tóninn Rex Tillerson hvorki þakkaði né hrósaði Bandaríkjaforseta í kveðjuræðu sinni. 14. mars 2018 07:26 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Bræði og óreiða í Hvíta húsinu Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans. 14. nóvember 2018 12:00 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Donald Trump, forseta, vera agalausan. Hann segir að Trump vilji ekki lesa og hafa reynt að framkvæma ólöglega hluti. Trump rak Tillerson fyrir nærri því níu mánuðum síðan. Þá var Tillerson sagður hafa kallað Trump fávita og hann hefur aldrei neitað því. Þetta sagði Tillerson í viðtali við CBS sem birt var í gærkvöldi. Hann sagði hafa reynst sér erfitt að koma frá fyrirtæki eins og Exxon Mobil, þar sem ríkti mikill agi og fara að vinna fyrir óagaðan mann eins og Trump, sem vildi ekki lesa, læsi ekki undirbúningsgögn sem væru skrifuð fyrir hann og vildi ekki kynna sér málefni ítarlega. Í stað þess að fara eftir staðreyndum sagði Tillerson að Trump færi eftir eigin tilfinningum. Tillerson sagði einnig frá því að hann hefði aldrei hitt Trump áður en forsetinn bauð honum ráðherrastólinn.WATCH: Former Secretary of State Rex Tillerson is speaking publicly about what led to his firing in March by President Trump. CBS News political contributor @bobschieffer interviewed Tillerson in Houston last night, at a dinner to benefit MD Anderson Cancer Center. pic.twitter.com/47qDqcsrMs — CBS This Morning (@CBSThisMorning) December 7, 2018 Ráðherrann fyrrverandi sagði einnig að Trump hefði ítrekað reynt að gera ólöglega hluti og hann hefði orðið pirraður þegar honum var sagt að hann gæti það ekki. „Forsetinn sagði oft: Hér er það sem ég vil gera og ég vil gera það svona. Ég sagði þá við hann: Herra forseti, ég skil hvað þú vilt gera en þú getur ekki gert það svona. Það er ólöglegt,“ sagði Tillerson á fjáröflun í gær. Við það yrði Trump pirraður út í Tillerson. Hann sagðist þá hafa sagt Trump að þeir gætu tekið slaginn á þingi og fengið lögunum breytt. Það væri ekkert að því og ef forsetinn vildi það myndi hann reyna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Ágreiningurinn varðaði meðal annars alþjóðlegt samkomulag um kjarnorkuáætlun Íran. 13. mars 2018 16:00 Utanríkisráðherrann sendi Rússum tóninn Rex Tillerson hvorki þakkaði né hrósaði Bandaríkjaforseta í kveðjuræðu sinni. 14. mars 2018 07:26 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Bræði og óreiða í Hvíta húsinu Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans. 14. nóvember 2018 12:00 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Ágreiningurinn varðaði meðal annars alþjóðlegt samkomulag um kjarnorkuáætlun Íran. 13. mars 2018 16:00
Utanríkisráðherrann sendi Rússum tóninn Rex Tillerson hvorki þakkaði né hrósaði Bandaríkjaforseta í kveðjuræðu sinni. 14. mars 2018 07:26
Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50
Bræði og óreiða í Hvíta húsinu Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans. 14. nóvember 2018 12:00
Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50