Íhugar framboð gegn Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júlí 2018 07:59 Michael Avenatti ásamt umbjóðanda sínum, Stormy Daniels. Vísir/getty Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem varið hefur hagsmuni klámstjörnunnar Stormy Daniels í málarekstri hennar gegn Bandaríkjaforseta, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram gegn Donald Trump, sækist hann eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2020. Frá þessu greindi Avenatti í tísti í gærkvöld. Þar sagðist hann ætla að bjóða sig fram ef enginn frambjóðandi kæmi fram „sem hefði raunverulegan möguleika“ á að sigra forsetakosningarnar. „Ég elska landið okkar, gildi þess og þjóð of mikið til að sitja hjá meðan verið er að eyðileggja þetta allt,“ skrifaði Avenatti á Twitter. Í samtali við CNN staðfesti Avenatti að hann meinti hvert orð í tístinu og bætti við að það væru þrír hlutir sem Trump skortir að hans mati: „Heila, hjarta og hugrekki.“ Hann segist hins vegar vera rétti maðurinn fyrir starfið, enda „baráttuhundur.“IF (big) he seeks re-election, I will run, but only if I think that there is no other candidate in the race that has a REAL chance at beating him. We can't relive 2016. I love this country, our values and our people too much to sit by while they are destroyed. #FightClub #Basta— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) July 4, 2018 Lögmaðurinn hefur verið einn háværasti gagnrýnandi Trumps á síðustu mánuðum, eða allt frá því að mál klámmyndaleikkonunnar komst í hámæli. Stormy Daniels segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við núverandi forseta árið 2006, skömmu eftir að eiginkona hans, Melania Trump, eignaðist son þeirra Barron. Síðan þá hefur komið í ljós, og verið staðfest af forsetanum sjálfum og lögmönnum hans, að Daniels fékk greidda 130 þúsund dali frá Trump. Hún heldur því fram að markmið greiðslunnar hafi verið að kaupa þögn hennar. Allar götur síðan hefur Avenatti farið mikinn í gagnrýni sinni á forsetann. Sagði hann til að mynda fyrr á þessu ári að engar líkur væru á því að Trump myndi sitja út allt kjörtímabilið sitt. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47 Stefnir Trump fyrir meiðyrði Klámleikkonan Stormy Daniels, hefur stefnt Donald Trump fyrir tíst um skissu. 30. apríl 2018 19:28 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem varið hefur hagsmuni klámstjörnunnar Stormy Daniels í málarekstri hennar gegn Bandaríkjaforseta, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram gegn Donald Trump, sækist hann eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2020. Frá þessu greindi Avenatti í tísti í gærkvöld. Þar sagðist hann ætla að bjóða sig fram ef enginn frambjóðandi kæmi fram „sem hefði raunverulegan möguleika“ á að sigra forsetakosningarnar. „Ég elska landið okkar, gildi þess og þjóð of mikið til að sitja hjá meðan verið er að eyðileggja þetta allt,“ skrifaði Avenatti á Twitter. Í samtali við CNN staðfesti Avenatti að hann meinti hvert orð í tístinu og bætti við að það væru þrír hlutir sem Trump skortir að hans mati: „Heila, hjarta og hugrekki.“ Hann segist hins vegar vera rétti maðurinn fyrir starfið, enda „baráttuhundur.“IF (big) he seeks re-election, I will run, but only if I think that there is no other candidate in the race that has a REAL chance at beating him. We can't relive 2016. I love this country, our values and our people too much to sit by while they are destroyed. #FightClub #Basta— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) July 4, 2018 Lögmaðurinn hefur verið einn háværasti gagnrýnandi Trumps á síðustu mánuðum, eða allt frá því að mál klámmyndaleikkonunnar komst í hámæli. Stormy Daniels segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við núverandi forseta árið 2006, skömmu eftir að eiginkona hans, Melania Trump, eignaðist son þeirra Barron. Síðan þá hefur komið í ljós, og verið staðfest af forsetanum sjálfum og lögmönnum hans, að Daniels fékk greidda 130 þúsund dali frá Trump. Hún heldur því fram að markmið greiðslunnar hafi verið að kaupa þögn hennar. Allar götur síðan hefur Avenatti farið mikinn í gagnrýni sinni á forsetann. Sagði hann til að mynda fyrr á þessu ári að engar líkur væru á því að Trump myndi sitja út allt kjörtímabilið sitt.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47 Stefnir Trump fyrir meiðyrði Klámleikkonan Stormy Daniels, hefur stefnt Donald Trump fyrir tíst um skissu. 30. apríl 2018 19:28 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47
Stefnir Trump fyrir meiðyrði Klámleikkonan Stormy Daniels, hefur stefnt Donald Trump fyrir tíst um skissu. 30. apríl 2018 19:28