Framherjinn Viktor Jónsson, sem í gær var á leið til Akureyrar, skrifaði nú í dag undir samning við ÍA.
Viktor skrifaði undir samning við ÍA til tveggja ára. Hann kemur til félagsins frá Þrótti þar sem hann skoraði 35 mörk í 39 leikjum.
Í gær var greint frá því að hann væri væntanlega á leið til KA en Skagamenn virðast hafa náð að stöðva hann í göngunum.
Skagamenn misstu Garðar Gunnlaugsson frá sér á dögunum og því enn mikilvægara að fá Viktor í framlínuna.
Viktor endaði á Akranesi
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




Úlfarnir steinlágu gegn City
Enski boltinn

Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun
Enski boltinn

Markalaust á Villa Park
Enski boltinn


„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“
Enski boltinn
