Segir Demókrata vera landráðamenn fyrir að klappa ekki Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2018 20:30 Donald Trump á umræddum fundi í Ohio. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði þingmenn Demókrataflokksins vera landráðamenn. Vegna þess að þeir stóðu ekki upp og klöppuðu fyrir honum á stefnuræðu Trump í síðustu viku. Þetta sagði forsetinn á fundi í Ohio nú í kvöld þar sem hann reyndi að sannfæra kjósendum um kosti skattabreytinga Repúblikanaflokksins. Trump var að tala um að þingmönnum Demókrataflokksins hefði verið skipað að sýna engin viðbrögð á meðan að á stefnuræðu hans stóð. Hann talaði sérstaklega um þann hluta ræðu sinnar þar sem hann sagði atvinnuleysi meðal þeldökkra og fólks af rómönskum uppruna aldrei hafa verið minna. Hann sagði einn þingmann hafa klappað rólega og sagðist ætla að komast að því hver það hefði verið svo hann gæti sent honum þakkarbréf. Þá sagðist Trump gera ráð fyrir því að þingmanninum hefði verið refsað harkalega fyrir lófatakið. „Þetta þýðir að þeir vilja frekar sjá Trump ganga illa en að sjá landinu okkar ganga vel. Þetta er það sem þetta þýðir,“ sagði forsetinn. Trump sagði þetta vera eigingjarnt meðal Demókrata og hann hefði hætt að horfa til þeirra í salnum. Því svo mikla neikvæða orku sem hefði borið frá þeim á meðal þingmenn Repúblikanaflokksins hefðu „elskað“ allt sem hann sagði. „Þau voru eins og dauðinn. Óbandarísk. Óbandarísk,“ sagði Trump og bætti við: „Einhver sagði landráðamenn? Já, af hverju ekki.“ Pres. Trump says Democrats not applauding at the State of the Union were "un-American...can we call that treason? Why not." https://t.co/NkJuIoh4fPpic.twitter.com/Pav4yoUwGB— ABC News (@ABC) February 5, 2018 Hann bætti svo við að umræddir þingmenn, sem allir eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir, virtust ekki elska Bandaríkin. Ekki er liðin vika frá stefnuræðu forsetans þar sem hann varði tíma í að kalla eftir samstarfi Repúblikana og Demókrata á báðum deildum Bandaríkjaþings. Nú sagði hann að skortur á fagnaðarlátum meðal Demókrata á meðan að á ræðu hans stóð myndi gera honum mun erfiðara að starfa með þeim. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20 „Eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda“ Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. 31. janúar 2018 06:29 Trump fór frjálslega með staðreyndir í stefnuræðu sinni Ræða Trump innihélt fjölmargar staðhæfingar sem eru beinlínis rangar og hann hefur ítrekað haldið mörgum af umræddum staðhæfingum fram áður. 31. janúar 2018 12:00 Trump lýgur um áhorf Segir ranglega að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. 1. febrúar 2018 14:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði þingmenn Demókrataflokksins vera landráðamenn. Vegna þess að þeir stóðu ekki upp og klöppuðu fyrir honum á stefnuræðu Trump í síðustu viku. Þetta sagði forsetinn á fundi í Ohio nú í kvöld þar sem hann reyndi að sannfæra kjósendum um kosti skattabreytinga Repúblikanaflokksins. Trump var að tala um að þingmönnum Demókrataflokksins hefði verið skipað að sýna engin viðbrögð á meðan að á stefnuræðu hans stóð. Hann talaði sérstaklega um þann hluta ræðu sinnar þar sem hann sagði atvinnuleysi meðal þeldökkra og fólks af rómönskum uppruna aldrei hafa verið minna. Hann sagði einn þingmann hafa klappað rólega og sagðist ætla að komast að því hver það hefði verið svo hann gæti sent honum þakkarbréf. Þá sagðist Trump gera ráð fyrir því að þingmanninum hefði verið refsað harkalega fyrir lófatakið. „Þetta þýðir að þeir vilja frekar sjá Trump ganga illa en að sjá landinu okkar ganga vel. Þetta er það sem þetta þýðir,“ sagði forsetinn. Trump sagði þetta vera eigingjarnt meðal Demókrata og hann hefði hætt að horfa til þeirra í salnum. Því svo mikla neikvæða orku sem hefði borið frá þeim á meðal þingmenn Repúblikanaflokksins hefðu „elskað“ allt sem hann sagði. „Þau voru eins og dauðinn. Óbandarísk. Óbandarísk,“ sagði Trump og bætti við: „Einhver sagði landráðamenn? Já, af hverju ekki.“ Pres. Trump says Democrats not applauding at the State of the Union were "un-American...can we call that treason? Why not." https://t.co/NkJuIoh4fPpic.twitter.com/Pav4yoUwGB— ABC News (@ABC) February 5, 2018 Hann bætti svo við að umræddir þingmenn, sem allir eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir, virtust ekki elska Bandaríkin. Ekki er liðin vika frá stefnuræðu forsetans þar sem hann varði tíma í að kalla eftir samstarfi Repúblikana og Demókrata á báðum deildum Bandaríkjaþings. Nú sagði hann að skortur á fagnaðarlátum meðal Demókrata á meðan að á ræðu hans stóð myndi gera honum mun erfiðara að starfa með þeim.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20 „Eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda“ Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. 31. janúar 2018 06:29 Trump fór frjálslega með staðreyndir í stefnuræðu sinni Ræða Trump innihélt fjölmargar staðhæfingar sem eru beinlínis rangar og hann hefur ítrekað haldið mörgum af umræddum staðhæfingum fram áður. 31. janúar 2018 12:00 Trump lýgur um áhorf Segir ranglega að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. 1. febrúar 2018 14:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20
„Eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda“ Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. 31. janúar 2018 06:29
Trump fór frjálslega með staðreyndir í stefnuræðu sinni Ræða Trump innihélt fjölmargar staðhæfingar sem eru beinlínis rangar og hann hefur ítrekað haldið mörgum af umræddum staðhæfingum fram áður. 31. janúar 2018 12:00
Trump lýgur um áhorf Segir ranglega að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. 1. febrúar 2018 14:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent