Trump reynir að ná til kjósenda Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2018 12:20 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í kvöld fjalla um bættan efnahag Bandaríkjanna og kalla eftir samvinnu á milli stjórnmálaflokka til að taka á málefnum innflytjenda. Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. Þar mun hann reyna að ná til kjósenda í Bandaríkjunum og segja jákvæðar efnahagshorfur vera sitt verk. AP fréttaveitan segir stöðu Trump vera merkilega veika miðað við styrk efnahags ríkisins. Meirihluta síðasta árs hefur um þriðjungur þjóðarinnar sagst vera ánægður með störf forsetans. Undir lok ársins sögðust einungis þrír af tíu, í könnun AP, að Bandaríkin væru á réttri leið. Sömuleiðis sögðu 67 prósent svarenda að undir forystu Trump hefði þjóðin klofnað meira en áður.Starfsmenn Hvíta hússins vonast til þess að Trump geti notað stefnuræðuna til að sannfæra kjósendur um skattabreytingar Repúblikanaflokksins hafi reynst jákvæðar og muni leiða til fjölgunar starfa og betri efnahags. Þannig geti hann snúið þeirri slæmu stöðu sem Repúblikanaflokkurinn virðist í fyrir þingkosningar í nóvember. Þá vekur forvitni hvort Trump muni skilgreina stöðu sína varðandi málefni innflytjenda. Hún hefur verið á flakki undanfarnar vikur og mánuði og hefur gert viðræður Repúblikana og Demókrata flóknari en ella. Þingmaðurinn Joe Kennedy, barnabarn Robert F. Kennedy, mun fylgja ræðu Trump eftir. Búist er við því að hann muni gagnrýna Trump harðlega og sömuleiðis skattabreytingar Repúblikanaflokksins sem veittu ríkum Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum verulega afslætti. Kennedy mun að öllum líkindum segja Demókrataflokkinn berjast fyrir miðstétt Bandaríkjanna og að Repúblikanar þjóni hinum ríku. Politcio benti nýverið á að þó Repúblikanar séu verulega ánægðir með skattabreytingar sínar, hafi þær ekki fallið í kramið hjá kjósendum. Kannanir hafi sýnt að margir kjósendur telji skatta sína hafa hækkað og sömuleiðis að einungis þriðjungur kjósenda telji að breytingarnar muni bæta hag þeirra og ríkisins.Stuðningsmenn Repúblikanaflokksins, sem margir tengjast bræðrunum Charles og David Koch, hafa heitið því að verja tugum milljóna dala í auglýsingar á netinu og í sjónvarpi til að ýta undir vinsældir breytinganna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í kvöld fjalla um bættan efnahag Bandaríkjanna og kalla eftir samvinnu á milli stjórnmálaflokka til að taka á málefnum innflytjenda. Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. Þar mun hann reyna að ná til kjósenda í Bandaríkjunum og segja jákvæðar efnahagshorfur vera sitt verk. AP fréttaveitan segir stöðu Trump vera merkilega veika miðað við styrk efnahags ríkisins. Meirihluta síðasta árs hefur um þriðjungur þjóðarinnar sagst vera ánægður með störf forsetans. Undir lok ársins sögðust einungis þrír af tíu, í könnun AP, að Bandaríkin væru á réttri leið. Sömuleiðis sögðu 67 prósent svarenda að undir forystu Trump hefði þjóðin klofnað meira en áður.Starfsmenn Hvíta hússins vonast til þess að Trump geti notað stefnuræðuna til að sannfæra kjósendur um skattabreytingar Repúblikanaflokksins hafi reynst jákvæðar og muni leiða til fjölgunar starfa og betri efnahags. Þannig geti hann snúið þeirri slæmu stöðu sem Repúblikanaflokkurinn virðist í fyrir þingkosningar í nóvember. Þá vekur forvitni hvort Trump muni skilgreina stöðu sína varðandi málefni innflytjenda. Hún hefur verið á flakki undanfarnar vikur og mánuði og hefur gert viðræður Repúblikana og Demókrata flóknari en ella. Þingmaðurinn Joe Kennedy, barnabarn Robert F. Kennedy, mun fylgja ræðu Trump eftir. Búist er við því að hann muni gagnrýna Trump harðlega og sömuleiðis skattabreytingar Repúblikanaflokksins sem veittu ríkum Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum verulega afslætti. Kennedy mun að öllum líkindum segja Demókrataflokkinn berjast fyrir miðstétt Bandaríkjanna og að Repúblikanar þjóni hinum ríku. Politcio benti nýverið á að þó Repúblikanar séu verulega ánægðir með skattabreytingar sínar, hafi þær ekki fallið í kramið hjá kjósendum. Kannanir hafi sýnt að margir kjósendur telji skatta sína hafa hækkað og sömuleiðis að einungis þriðjungur kjósenda telji að breytingarnar muni bæta hag þeirra og ríkisins.Stuðningsmenn Repúblikanaflokksins, sem margir tengjast bræðrunum Charles og David Koch, hafa heitið því að verja tugum milljóna dala í auglýsingar á netinu og í sjónvarpi til að ýta undir vinsældir breytinganna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira