„Eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. janúar 2018 06:29 Donald Trump var hinn sælasti í ræðustól þingsins í gærkvöldi. Vísir/Getty Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps Bandaríkjaforseta einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. Gott efnahagsástand vestanhafs var jafnframt fyrirferðamikið í ræðunni, eins og við var búist, en lítið drepið á þeirri gagnrýni sem forsetinn hefur mátt sæta á hinni árslöngu embættistíð sinni. Þrátt fyrir að njóta aðeins stuðnings um þriðjungs Bandaríkjamanna talaði Trump um hina „nýju bandarísku hreyfingu“ sem hann færi fyrir, sem ætla má að innihaldi stuðningsmenn hans. Hann ítrekaði þó að hann væri forseti allra Bandaríkjamanna og kallaði eftir því að þeir yrðu sem „eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda.“ Mörgum þótti þetta stef minna óþægilega á hið nasíska „ein Volk, ein Reich, ein Führer,“ en ólíklegt verður þó að teljast að um slíka vísun sé að ræða. Ræðu forsetans var beðið með mikilli eftirvæntingu enda fyrsta stefnuræða hins litríka Trumps. Talið er að um 40 milljónir sjónvarpsáhorfenda hafi hlýtt á ræðuna - sem var í umtalsvert öðrum stíl en innsetningarræða forsetans í janúar í fyrra. Þótti mörgum hún einkennast af mikilli bölsýni enda varði forsetinn drjúgum hluta hennar í upptalningu á því hversu illa væri komið fram við bandarískt viðskiptalíf.Melania Trump mætti ekki með eiginmanni sínum til þinghússins.Vísir/EPAÞað væri hins vegar í miklum blóma núna, ári eftir að hann tók við embætti, og það er að sjálfsögðu styrkri stjórn hans að þakka - að eigin sögn. 2,4 milljón ný störf hafi orðið til í Bandaríkjunum í fyrra, atvinnuleysi sjaldan verið jafn lágt og verðbréfamiðlarar sjaldan verið kátari. Uppgangurinn hvíldi þó ekki síður á styrk bandarísku þjóðarinnar. „Staða landsins er sterk því íbúar þess eru sterkir,“ sagði Trump og uppskar mikið lófatak fyrir vikið. Forsetinn sagðist í ræðu sinni vera boðinn og búinn við að vinna þvert á flokka til að tryggja skilvirkari stjórnmál vestanhafs. Óhætt er að segja að fyrsta ár hans í embætti hafi einkennst af hatrömmum deilum á hinu pólitíska sviði - og þá ekki síst innan eigin flokks. „Í kvöld rétti ég fram sáttahönd til beggja flokka, demókrata og repúblikana, svo að standa megi vörð um þegna okkar, sama hver bakgrunnur þeirra, litarhaft eða trúarsannfæring er,“ sagði Trump. Ræðu hans má sjá hér að neðan en hún hefst eftir um 14 mínútur af myndbandinu. Donald Trump Tengdar fréttir Barnabarn Bobby Kennedy svarar stefnuræðu Trump Fulltrúardeildarþingmaðurinn Joseph Kennedy III, barnabarn Robert Kennedy, og ein helsta vonarstjarna demókrata í Bandaríkjunum mun flytja svar flokksins við fyrstu stefnuræðu Donald Trump 30. janúar 2018 23:30 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps Bandaríkjaforseta einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. Gott efnahagsástand vestanhafs var jafnframt fyrirferðamikið í ræðunni, eins og við var búist, en lítið drepið á þeirri gagnrýni sem forsetinn hefur mátt sæta á hinni árslöngu embættistíð sinni. Þrátt fyrir að njóta aðeins stuðnings um þriðjungs Bandaríkjamanna talaði Trump um hina „nýju bandarísku hreyfingu“ sem hann færi fyrir, sem ætla má að innihaldi stuðningsmenn hans. Hann ítrekaði þó að hann væri forseti allra Bandaríkjamanna og kallaði eftir því að þeir yrðu sem „eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda.“ Mörgum þótti þetta stef minna óþægilega á hið nasíska „ein Volk, ein Reich, ein Führer,“ en ólíklegt verður þó að teljast að um slíka vísun sé að ræða. Ræðu forsetans var beðið með mikilli eftirvæntingu enda fyrsta stefnuræða hins litríka Trumps. Talið er að um 40 milljónir sjónvarpsáhorfenda hafi hlýtt á ræðuna - sem var í umtalsvert öðrum stíl en innsetningarræða forsetans í janúar í fyrra. Þótti mörgum hún einkennast af mikilli bölsýni enda varði forsetinn drjúgum hluta hennar í upptalningu á því hversu illa væri komið fram við bandarískt viðskiptalíf.Melania Trump mætti ekki með eiginmanni sínum til þinghússins.Vísir/EPAÞað væri hins vegar í miklum blóma núna, ári eftir að hann tók við embætti, og það er að sjálfsögðu styrkri stjórn hans að þakka - að eigin sögn. 2,4 milljón ný störf hafi orðið til í Bandaríkjunum í fyrra, atvinnuleysi sjaldan verið jafn lágt og verðbréfamiðlarar sjaldan verið kátari. Uppgangurinn hvíldi þó ekki síður á styrk bandarísku þjóðarinnar. „Staða landsins er sterk því íbúar þess eru sterkir,“ sagði Trump og uppskar mikið lófatak fyrir vikið. Forsetinn sagðist í ræðu sinni vera boðinn og búinn við að vinna þvert á flokka til að tryggja skilvirkari stjórnmál vestanhafs. Óhætt er að segja að fyrsta ár hans í embætti hafi einkennst af hatrömmum deilum á hinu pólitíska sviði - og þá ekki síst innan eigin flokks. „Í kvöld rétti ég fram sáttahönd til beggja flokka, demókrata og repúblikana, svo að standa megi vörð um þegna okkar, sama hver bakgrunnur þeirra, litarhaft eða trúarsannfæring er,“ sagði Trump. Ræðu hans má sjá hér að neðan en hún hefst eftir um 14 mínútur af myndbandinu.
Donald Trump Tengdar fréttir Barnabarn Bobby Kennedy svarar stefnuræðu Trump Fulltrúardeildarþingmaðurinn Joseph Kennedy III, barnabarn Robert Kennedy, og ein helsta vonarstjarna demókrata í Bandaríkjunum mun flytja svar flokksins við fyrstu stefnuræðu Donald Trump 30. janúar 2018 23:30 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Barnabarn Bobby Kennedy svarar stefnuræðu Trump Fulltrúardeildarþingmaðurinn Joseph Kennedy III, barnabarn Robert Kennedy, og ein helsta vonarstjarna demókrata í Bandaríkjunum mun flytja svar flokksins við fyrstu stefnuræðu Donald Trump 30. janúar 2018 23:30