Trump lýgur um áhorf Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2018 14:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump fór með rangt mál á Twitter í dag þar sem hann sagði aldrei fleiri hafa horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. Trump sagði 45,6 milljónir manna hafa horft á ræðu hans á þriðjudaginn og að Fox hefði verið með fleiri áhorfendur en aðrar sjónvarpsstöðvar. Allt þetta er rétt, fyrir utan það að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta. Það er fjarri lagi en þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Trump heldur því fram að eitthvað sem tengist honum sé stærst, fjölmennast, umfangsmest eða slíkt. „Takk fyrir allar indælu athugasemdirnar og dómana um stefnuræðuna. 45,6 milljónir manna horfðu, mesta áhorf frá upphafi. Fox vann allar aðrar sjónvarpsstöðvar, í fyrsta sinn frá upphafi, þar sem 11,7 milljónir horfðu. Ræðan var flutt frá hjartanu!“Thank you for all of the nice compliments and reviews on the State of the Union speech. 45.6 million people watched, the highest number in history. @FoxNews beat every other Network, for the first time ever, with 11.7 million people tuning in. Delivered from the heart! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 1, 2018 Fyrirtækið Nielsen, sem sér um að mæla áhorf, áætlar að 45,6 milljónir hafi horft á stefnuræðu Trump, eins og hann sjálfur hélt fram.Hins vegar kemur fram á sömu síðu að rúmlega 52 milljónir horfðu á fyrstu stefnuræðu Barack Obama og 48 milljónir á aðra ræðu hans. Þá horfðu tæplega 52 milljónir á aðra stefnuræðu George W. Bush og 62 milljónir á þriðju ræðuna hans. Tæplega 67 milljónir horfðu á fyrstu stefnuræðu Bill Clinton. 45,8 milljónir horfðu á aðra ræðu hans og 53 milljónir á þá þriðju. Mögulegt er að Trump hafi verið að horfa á Fox and Friends, eins og hann gerir oft, þegar hann tísti í dag. Þó um einn og hálfur tími hafi verið frá því þar mátti sjá hve margir hefðu horft endurspeglar tíst hans það sem fram kom þar.Wait. Left, Fox & Friends First, 5:36 am "Donald Trump reaching 45.6 M Americans in his first state of the union speech ... Fox News taking top spot for viewers during the address, beating every other network for the first time ever, w a total of 11.7 M." Right, Trump, 7:02 am pic.twitter.com/9rT1wKNF5E — Matthew Gertz (@MattGertz) February 1, 2018Samkvæmt frétt Vox sló ræða Trump þó í gegn á Twitter. Starfsmenn samfélagsmiðilsins segja að alls hafi notendur tíst um 4,5 milljón sinnum um ræðuna og tíst um stefnuræðu aldrei verið fleiri.These were the top Tweeted moments during @POTUS' #SOTU address. pic.twitter.com/jNgfGReTO7 — Twitter Government (@TwitterGov) January 31, 2018 Í ljósi þessa er vert að rifja upp það þegar Trump sendi þáverandi upplýsingafulltrúa sinn, Sean Spicer, á blaðamannafund og lét hann staðhæfa að „aldrei hefði fleiri mætt á innsetningarathöfn, PUNKTUR," en þegar Trump tók við embætti. Það var svo sannarlega ekki rétt og var þetta í fyrsta sinn sem Spicer ræddi við blaðamenn eftir embættistöku Trump. Politifact gaf þessari staðhæfingu Spicer lægstu mögulegu einkunn, sem nefnist „Pants on fire“.Áhorfsmestu þættir Bandaríkjanna, eða ekki Einnig er vert að rifja upp frétt Hollywood Reporter frá árinu 2015. Þá sagði Trump í sal fullum af sjónvarpsgagnrýnendum að raunveruleikaþættir hans Celebrity Apprentice væru með mesta áhorfið í Bandaríkjunum. Eftir að honum var bent á að það væri nú ekki rétt, áréttaði hann að þátturinn væri með mest áhorf á mánudagskvöldum. Það reyndist hins vegar ekki heldur rétt og var Trump bent á að þættirnir Mike and Molly fengju meira áhorf. „Þetta er eitthvað sem ég hafði heyrt,“ sagði Trump og ypti öxlum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Donald Trump fór með rangt mál á Twitter í dag þar sem hann sagði aldrei fleiri hafa horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. Trump sagði 45,6 milljónir manna hafa horft á ræðu hans á þriðjudaginn og að Fox hefði verið með fleiri áhorfendur en aðrar sjónvarpsstöðvar. Allt þetta er rétt, fyrir utan það að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta. Það er fjarri lagi en þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Trump heldur því fram að eitthvað sem tengist honum sé stærst, fjölmennast, umfangsmest eða slíkt. „Takk fyrir allar indælu athugasemdirnar og dómana um stefnuræðuna. 45,6 milljónir manna horfðu, mesta áhorf frá upphafi. Fox vann allar aðrar sjónvarpsstöðvar, í fyrsta sinn frá upphafi, þar sem 11,7 milljónir horfðu. Ræðan var flutt frá hjartanu!“Thank you for all of the nice compliments and reviews on the State of the Union speech. 45.6 million people watched, the highest number in history. @FoxNews beat every other Network, for the first time ever, with 11.7 million people tuning in. Delivered from the heart! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 1, 2018 Fyrirtækið Nielsen, sem sér um að mæla áhorf, áætlar að 45,6 milljónir hafi horft á stefnuræðu Trump, eins og hann sjálfur hélt fram.Hins vegar kemur fram á sömu síðu að rúmlega 52 milljónir horfðu á fyrstu stefnuræðu Barack Obama og 48 milljónir á aðra ræðu hans. Þá horfðu tæplega 52 milljónir á aðra stefnuræðu George W. Bush og 62 milljónir á þriðju ræðuna hans. Tæplega 67 milljónir horfðu á fyrstu stefnuræðu Bill Clinton. 45,8 milljónir horfðu á aðra ræðu hans og 53 milljónir á þá þriðju. Mögulegt er að Trump hafi verið að horfa á Fox and Friends, eins og hann gerir oft, þegar hann tísti í dag. Þó um einn og hálfur tími hafi verið frá því þar mátti sjá hve margir hefðu horft endurspeglar tíst hans það sem fram kom þar.Wait. Left, Fox & Friends First, 5:36 am "Donald Trump reaching 45.6 M Americans in his first state of the union speech ... Fox News taking top spot for viewers during the address, beating every other network for the first time ever, w a total of 11.7 M." Right, Trump, 7:02 am pic.twitter.com/9rT1wKNF5E — Matthew Gertz (@MattGertz) February 1, 2018Samkvæmt frétt Vox sló ræða Trump þó í gegn á Twitter. Starfsmenn samfélagsmiðilsins segja að alls hafi notendur tíst um 4,5 milljón sinnum um ræðuna og tíst um stefnuræðu aldrei verið fleiri.These were the top Tweeted moments during @POTUS' #SOTU address. pic.twitter.com/jNgfGReTO7 — Twitter Government (@TwitterGov) January 31, 2018 Í ljósi þessa er vert að rifja upp það þegar Trump sendi þáverandi upplýsingafulltrúa sinn, Sean Spicer, á blaðamannafund og lét hann staðhæfa að „aldrei hefði fleiri mætt á innsetningarathöfn, PUNKTUR," en þegar Trump tók við embætti. Það var svo sannarlega ekki rétt og var þetta í fyrsta sinn sem Spicer ræddi við blaðamenn eftir embættistöku Trump. Politifact gaf þessari staðhæfingu Spicer lægstu mögulegu einkunn, sem nefnist „Pants on fire“.Áhorfsmestu þættir Bandaríkjanna, eða ekki Einnig er vert að rifja upp frétt Hollywood Reporter frá árinu 2015. Þá sagði Trump í sal fullum af sjónvarpsgagnrýnendum að raunveruleikaþættir hans Celebrity Apprentice væru með mesta áhorfið í Bandaríkjunum. Eftir að honum var bent á að það væri nú ekki rétt, áréttaði hann að þátturinn væri með mest áhorf á mánudagskvöldum. Það reyndist hins vegar ekki heldur rétt og var Trump bent á að þættirnir Mike and Molly fengju meira áhorf. „Þetta er eitthvað sem ég hafði heyrt,“ sagði Trump og ypti öxlum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira