Sarkozy ákærður fyrir spillingu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2018 23:19 Nicolas Sarkozy, þáverandi forseti Frakklands, og Muammar Gaddafi, þáverandi einræðisherra í Líbíu, í París árið 2007. vísir/getty Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, var í dag ákærður fyrir spillingu og að hafa fjármagnað kosningabaráttu sína á ólöglegan hátt. Talið er að þáverandi einræðisherra Líbíu, Muammar Gaddafi, hafi látið fé af hendi rakna í kosningasjóði Sarkozy árið 2007. Greint er frá málinu á vef frönsku fréttastofunnar AFP. Eftir fimm ára rannsókn og tvo daga af yfirheyrslum yfir Sarkozy á meðan hann var í haldi lögreglu telja dómarar í málinu að þeir hafi nú næg sönnunargögn til þess að ákæra forsetann fyrrverandi. Sarkozy var handtekinn í gær en látinn laus í kvöld. Hann neitar sök.Sonur Gaddafi haldið því fram að Sarkozy hafi fengið fé frá föður hans Sarkozy var forseti Frakklands á árunum 2007 til 2012. Auk spillingar og ólöglegrar fjármögnunar í kosningabaráttunni er hann einnig ákærður fyrir að leyna opinberu fé Líbíu. Sarkozy hefur sex mánuði til að áfrýja ákærunni. Talið er líklegt að hann geri það og þá þurfa dómararnir í málinu að ákveða hvort sönnunargögnin gegn forsetanum fyrrverandi séu næg til þess að fram fari réttarhöld yfir honum. Rannsakendur hafa unnið að málinu frá árinu 2013 en ýmsir sem tengjast Gaddafi hafa sagt að Sarkozy hafi þegið peninga frá honum árið 2007. Fjórum árum síðar studdi Frakkland, undir forystu Sarkozy, uppreisnarmenn í Líbíu í arabíska vorinu sem steyptu Gaddafi af stóli. Á meðal þeirra sem hafa haldið því fram að Sarkozy hafi tekið við fé frá Gaddafi er sonur einræðisherrans , Seif al-Islam.Ekki fyrsta málið sem Sarkozy er ákærður fyrir Sarkozy hefur áður sætt ákæru í tveimur öðrum málum. Annað snýr að fölsuðum reikningum sem gefnir voru út til þess að hylma yfir að of miklu fé hafði verið eytt í kosningabaráttu hans árið 2013. Hitt málið tengist dómara og snýr að áhrifum sem Sarkozy á að hafa reynt að beita. Flokksfélagar Sarkozy virðast styðja hann og hefur einn þeirra látið hafa það eftir sér að hann telji að málið allt sé hefndaraðgerð fyrrum stjórnvalda í Líbíu og frönsku dómarastéttarinnar sem eldaði grátt silfur við Sarkozy þegar hann sat á forsetastól. Tengdar fréttir Sarkozy handtekinn fyrir að taka við peningum frá Gaddafi Rannsókn hefur staðið yfir frá 2013 og er þetta í fyrsta sinn sem forsetinn fyrrverandi er yfirheyrður. 20. mars 2018 09:36 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, var í dag ákærður fyrir spillingu og að hafa fjármagnað kosningabaráttu sína á ólöglegan hátt. Talið er að þáverandi einræðisherra Líbíu, Muammar Gaddafi, hafi látið fé af hendi rakna í kosningasjóði Sarkozy árið 2007. Greint er frá málinu á vef frönsku fréttastofunnar AFP. Eftir fimm ára rannsókn og tvo daga af yfirheyrslum yfir Sarkozy á meðan hann var í haldi lögreglu telja dómarar í málinu að þeir hafi nú næg sönnunargögn til þess að ákæra forsetann fyrrverandi. Sarkozy var handtekinn í gær en látinn laus í kvöld. Hann neitar sök.Sonur Gaddafi haldið því fram að Sarkozy hafi fengið fé frá föður hans Sarkozy var forseti Frakklands á árunum 2007 til 2012. Auk spillingar og ólöglegrar fjármögnunar í kosningabaráttunni er hann einnig ákærður fyrir að leyna opinberu fé Líbíu. Sarkozy hefur sex mánuði til að áfrýja ákærunni. Talið er líklegt að hann geri það og þá þurfa dómararnir í málinu að ákveða hvort sönnunargögnin gegn forsetanum fyrrverandi séu næg til þess að fram fari réttarhöld yfir honum. Rannsakendur hafa unnið að málinu frá árinu 2013 en ýmsir sem tengjast Gaddafi hafa sagt að Sarkozy hafi þegið peninga frá honum árið 2007. Fjórum árum síðar studdi Frakkland, undir forystu Sarkozy, uppreisnarmenn í Líbíu í arabíska vorinu sem steyptu Gaddafi af stóli. Á meðal þeirra sem hafa haldið því fram að Sarkozy hafi tekið við fé frá Gaddafi er sonur einræðisherrans , Seif al-Islam.Ekki fyrsta málið sem Sarkozy er ákærður fyrir Sarkozy hefur áður sætt ákæru í tveimur öðrum málum. Annað snýr að fölsuðum reikningum sem gefnir voru út til þess að hylma yfir að of miklu fé hafði verið eytt í kosningabaráttu hans árið 2013. Hitt málið tengist dómara og snýr að áhrifum sem Sarkozy á að hafa reynt að beita. Flokksfélagar Sarkozy virðast styðja hann og hefur einn þeirra látið hafa það eftir sér að hann telji að málið allt sé hefndaraðgerð fyrrum stjórnvalda í Líbíu og frönsku dómarastéttarinnar sem eldaði grátt silfur við Sarkozy þegar hann sat á forsetastól.
Tengdar fréttir Sarkozy handtekinn fyrir að taka við peningum frá Gaddafi Rannsókn hefur staðið yfir frá 2013 og er þetta í fyrsta sinn sem forsetinn fyrrverandi er yfirheyrður. 20. mars 2018 09:36 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Sarkozy handtekinn fyrir að taka við peningum frá Gaddafi Rannsókn hefur staðið yfir frá 2013 og er þetta í fyrsta sinn sem forsetinn fyrrverandi er yfirheyrður. 20. mars 2018 09:36