Hughes ósáttur við Stoke: „Ég var þeirra sigursælasti stjóri“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. maí 2018 10:00 Mark Hughes upplifði ekki sjö dagana sæla síðustu vikur sínar hjá Stoke vísir/getty Mark Hughes er ósáttur við fyrrum vinnuveitendur sína hjá Stoke City eftir að eigendur félagsins sögðu að þeir hefðu átt að reka hann fyrr. Feðgarnir Peter og John Coates sögðu eftir að ljóst var að Stoke hefði fallið úr úrvalsdeildinni eftir 10 ára samfellda veru að „stuðningsmennirnir munu gera athugasemdir við það hvort við hefðum átt að skipta um stjóra fyrr. Sem fjölskylda erum við mjög trygg og tryggðin hefur komið sér vel fyrir okkur í viðskiptalífinu. Hins vegar þegar við horfum til baka þá hefðum við kannski átt að gera breytingar fyrr.“ Hughes var rekinn í janúar eftir að D-deildar lið Coventry sló Stoke út úr ensku bikarkeppninni og liðið var komið í fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. Walesverjinn tók þá við Southampton og er svo gott sem búinn að tryggja sæti Dýrlinganna í úrvalsdeildinni, mjög fjarlægur tölfræðimöguleiki gæti enn séð Swansea stela 17. sætinu á lokadegi deildarinnar á morgun. Stoke endaði þrisvar í níunda sæti í úrvalsdeildinni undir stjórn Hughes, sem er þeirra besti árangur frá upphafi. Liðið var í 16. sæti með aðeins einn sigur úr síðustu átta leikjum þegar hann var rekinn frá félaginu. „Þetta var erfitt tímabil. Ég er svolítið vonsvikinn að allur góði árangurinn sem við náðum á þeim fjórum og hálfu ári sem ég var hér hefur verið þurrkaður út úr sögu félagsins í huga sumra,“ sagði Hughes. „Allir geta séð að ég var sigursælasti stjóri félagsins í úrvalsdeildinni. Minn tími endaði ekki eins og ég hefði á kosið, en ég og allt mitt starfsfólk gáfum allt sem við gátum í okkar starf.“ Leikur Southampton og Manchester City verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 6 á morgun frá klukkan 13:50. Enski boltinn Tengdar fréttir Southampton þurfti að skipta um hótel fyrir fallslaginn en var ástæðan lygi? Það er rosalegur leikur í botnbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er Swansea og Southampton mætast í Wales. Sigurvegarinn fer langleiðina með að halda sér uppi í deildinni. 8. maí 2018 08:30 Hughes strunsaði út af blaðamannafundi Mark Hughes var ósáttur við blaðamenn þegar þeir gagnrýndu liðsval hans í leik Stoke gegn Chelsea á laugardaginn 1. janúar 2018 21:15 Messan um fall Stoke: „Trúi því ekki að hann sé rétti maðurinn“ Stoke er fallið niður í B-deildina eftir tap gegn Crystal Palace á laugardaginn. Gestir Messunnar á sunnudag höfðu báðir tengingu við Stoke. 8. maí 2018 23:30 Hughes rekinn eftir tapið gegn Coventry Stoke sendi frá sér tilkynningu í kvöld þar sem fram kemur að Mark Hughes hafi verið sagt upp störfum sem knattspynrstjóri félagsins. 6. janúar 2018 20:25 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Mark Hughes er ósáttur við fyrrum vinnuveitendur sína hjá Stoke City eftir að eigendur félagsins sögðu að þeir hefðu átt að reka hann fyrr. Feðgarnir Peter og John Coates sögðu eftir að ljóst var að Stoke hefði fallið úr úrvalsdeildinni eftir 10 ára samfellda veru að „stuðningsmennirnir munu gera athugasemdir við það hvort við hefðum átt að skipta um stjóra fyrr. Sem fjölskylda erum við mjög trygg og tryggðin hefur komið sér vel fyrir okkur í viðskiptalífinu. Hins vegar þegar við horfum til baka þá hefðum við kannski átt að gera breytingar fyrr.“ Hughes var rekinn í janúar eftir að D-deildar lið Coventry sló Stoke út úr ensku bikarkeppninni og liðið var komið í fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. Walesverjinn tók þá við Southampton og er svo gott sem búinn að tryggja sæti Dýrlinganna í úrvalsdeildinni, mjög fjarlægur tölfræðimöguleiki gæti enn séð Swansea stela 17. sætinu á lokadegi deildarinnar á morgun. Stoke endaði þrisvar í níunda sæti í úrvalsdeildinni undir stjórn Hughes, sem er þeirra besti árangur frá upphafi. Liðið var í 16. sæti með aðeins einn sigur úr síðustu átta leikjum þegar hann var rekinn frá félaginu. „Þetta var erfitt tímabil. Ég er svolítið vonsvikinn að allur góði árangurinn sem við náðum á þeim fjórum og hálfu ári sem ég var hér hefur verið þurrkaður út úr sögu félagsins í huga sumra,“ sagði Hughes. „Allir geta séð að ég var sigursælasti stjóri félagsins í úrvalsdeildinni. Minn tími endaði ekki eins og ég hefði á kosið, en ég og allt mitt starfsfólk gáfum allt sem við gátum í okkar starf.“ Leikur Southampton og Manchester City verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 6 á morgun frá klukkan 13:50.
Enski boltinn Tengdar fréttir Southampton þurfti að skipta um hótel fyrir fallslaginn en var ástæðan lygi? Það er rosalegur leikur í botnbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er Swansea og Southampton mætast í Wales. Sigurvegarinn fer langleiðina með að halda sér uppi í deildinni. 8. maí 2018 08:30 Hughes strunsaði út af blaðamannafundi Mark Hughes var ósáttur við blaðamenn þegar þeir gagnrýndu liðsval hans í leik Stoke gegn Chelsea á laugardaginn 1. janúar 2018 21:15 Messan um fall Stoke: „Trúi því ekki að hann sé rétti maðurinn“ Stoke er fallið niður í B-deildina eftir tap gegn Crystal Palace á laugardaginn. Gestir Messunnar á sunnudag höfðu báðir tengingu við Stoke. 8. maí 2018 23:30 Hughes rekinn eftir tapið gegn Coventry Stoke sendi frá sér tilkynningu í kvöld þar sem fram kemur að Mark Hughes hafi verið sagt upp störfum sem knattspynrstjóri félagsins. 6. janúar 2018 20:25 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Southampton þurfti að skipta um hótel fyrir fallslaginn en var ástæðan lygi? Það er rosalegur leikur í botnbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er Swansea og Southampton mætast í Wales. Sigurvegarinn fer langleiðina með að halda sér uppi í deildinni. 8. maí 2018 08:30
Hughes strunsaði út af blaðamannafundi Mark Hughes var ósáttur við blaðamenn þegar þeir gagnrýndu liðsval hans í leik Stoke gegn Chelsea á laugardaginn 1. janúar 2018 21:15
Messan um fall Stoke: „Trúi því ekki að hann sé rétti maðurinn“ Stoke er fallið niður í B-deildina eftir tap gegn Crystal Palace á laugardaginn. Gestir Messunnar á sunnudag höfðu báðir tengingu við Stoke. 8. maí 2018 23:30
Hughes rekinn eftir tapið gegn Coventry Stoke sendi frá sér tilkynningu í kvöld þar sem fram kemur að Mark Hughes hafi verið sagt upp störfum sem knattspynrstjóri félagsins. 6. janúar 2018 20:25