Enski boltinn

Hughes rekinn eftir tapið gegn Coventry

Hughes horfir með uppgjafartón á leik Stoke í dag.
Hughes horfir með uppgjafartón á leik Stoke í dag. Vísir/getty
Stoke sendi frá sér tilkynningu í kvöld þar sem fram kemur að Mark Hughes hafi verið sagt upp störfum sem knattspynrstjóri félagsins.

Hughes var búinn að stýra félaginu allt frá 2013 en hann var á hálum ís áður en félagið féll úr leik í enska bikarnum gegn 2. deildarliði Coventry fyrr í dag.

Undir stjórn Hughes lenti Stoke í 9. sæti deildarinnar þrjú ár í röð en á síðasta tímabili var niðurstaðan aðeins 13. sæti.

Eftir sigur gegn Arsenal í fyrstu umferð hafa aðeins þrír leikir unnist í deildinni og situr Stoke í fallsæti með 20 stig eftir 22 leiki.

Vakti það mikla reiði stuðningsmanna þegar hann tefldi fram veikara liði gegn Chelsea til að hvíla leikmenn fyrir leik gegn Newcastle sem tapaðist síðan.

Er honum þakkað fyrir störf sín fyrir félagið í tilkynningunni og að félagið leitist eftir að ráða eftirmann hans sem fyrst.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×