Enski boltinn

Hughes strunsaði út af blaðamannafundi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það er heitt undir sæti Mark Hughes þessa dagana
Það er heitt undir sæti Mark Hughes þessa dagana vísir/getty
Mark Hughes strunsaði út af blaðamannafundi eftir tap Stoke gegn Newcastle á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Leikurinn fór 1-0 fyrir Newcastle, en Ayoze Perez skoraði sigurmarkið þegar 17 mínútur lifðu af leiknum. Hughes hefur nú tapað sjö af síðustu tíu leikjum sínum og Stoke er í 16. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti.

Á blaðamannafundi eftir leikinn varði Hughes breytingarnar á liðinu sem hann gerði fyrir leikinn gegn Chelsea á laugardaginn. Hann hafði þó áður viðurkennt að hafa hvílt leikmenn svo þeir yrðu tilbúnir í leikinn í dag. Þrátt fyrir það byrjaði hinn 18 ára Tom Edwards í varnarlínu Stoke í dag.

„Ég gerði breytingar afþví ég var með fjóra varnarmenn heila. Þetta hefði verið varnarlínan sama hvaða menn væru fyrir framan þá. Ég var með átta erlenda leikmenn þennan dag,“ sagði Hughes.

„Ef við hefðum verið nær Chelsea í seinni hálfleik þá hefðu þeir sem sátu á bekknum fengið tækifæri. Eins og þetta var var leikurinn nú þegar tapaður.“

Stoke tapaði leiknum á Stamford Bridge 5-0.

Hughes gekk til búningsherbergja í dag undir áköllum frá stuðningsmönnum liðsins að hann yrði rekinn. Hann gat þó ekki séð að það væri neinn betri en hann í stöðuna.

„Hver annar ætti að gera það? Ég þekki leikmannahópinn og hef náð árangri hérna. Leikmennirnir eru pirraðir og vonsviknir, en það er vegna þeirra háu staðla sem ég hef sett,“ sagði Mark Hughes. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×