Tveimur hótelstarfsmönnum sagt upp fyrir að henda svörtum gesti út Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. desember 2018 21:49 DoubleTree hótelið í Oregon. Google Maps DoubleTree hótelið í Portland, sem rekið er af risahótelkeðjunni Hilton, hefur sagt upp tveimur starfsmönnum sínum sem sakaðir höfðu verið um kynþáttafordóma eftir að myndband náðist af þeim þar sem þeir gerðu þeldökkum hótelgesti að yfirgefa hótelið. BBC greinir frá þessu. Starfsmennirnir sögðu manninn, Jermaine Massey, vera ógn við öryggi annarra gesta þar sem hann „slóraði“ í anddyri hótelsins. Massey sagðist aðeins hafa verið að svara mikilvægu símtali í annars tómu anddyrinu. Hann birti á Þorláksmessu myndband sem hann tók af atvikinu á Twitter. Í færslunni sagðist hann hafa verið „tekinn fyrir á grundvelli kynþáttar og mismunað fyrir að taka símtal í anddyrinu.“Tonight I was racially profiled and discriminated against for taking a phone call in the lobby of my hotel room at @doubletreepdx@doubletree.The security guard “Earl” decided that he would call the police on me,the exact reason is still unclear to me.pls watch and retweet! pic.twitter.com/sZ5ABNsiEO — Jermaine (@Mymainereason1) December 23, 2018 Í myndbandinu af atvikinu, sem átti sér stað 22. desember, sést annar starfsmaðurinn, öryggisvörður sem fjölmiðlar vestanhafs greina frá að heiti Earl Meyers, þar sem hann stendur yfir Massey og skipar honum að yfirgefa hótelið. Engu máli virðist þá skipta að Massey segist vera gestur á hótelinu. „Ekki lengur,“ svaraði Meyers þá og tilkynnti að búið væri að hafa samband við lögregluna vegna Massey. Lögmaður Massey segir hann hafa sýnt fram á hóteldvöl sína með því að framvísa lykilkorti sem gekk að herbergi hans en allt hafi komið fyrir ekki. Hann sagði eina glæpinn sem Massey hefði gerst sekur um vera „að hringja í móður sína og vera svartur á sama tíma.“ DoubleTree hótelið birti í gær Twitter-færslu þar sem greint var frá því að tveimur starfsmönnum hótelsins hefði verið sagt upp vegna málsins og að hótelið liti hvers konar kynþáttamismunun alvarlegum augum. Þá var Massey beðinn innilegrar afsökunar. Margir netverjar hafa svarað færslu hótelsins fullum hálsi og gagnrýna seinagang þess við að gefa út afsökunarbeiðni. Telja margir að afsökunarbeiðnin hafi aðeins verið gefin út til þess að bjarga ímynd hótelsins eftir að málið vakti athygli fjölmiðla.DoubleTree by Hilton has zero tolerance for racism. The DoubleTree by Hilton Portland, independently owned and operated, terminated 2 employees involved in the mistreatment of Mr. Massey and is working with Diversity & Inclusion experts. Hilton deeply apologizes to Mr. Massey. — DoubleTree by Hilton (@doubletree) December 29, 2018 Bandaríkin Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
DoubleTree hótelið í Portland, sem rekið er af risahótelkeðjunni Hilton, hefur sagt upp tveimur starfsmönnum sínum sem sakaðir höfðu verið um kynþáttafordóma eftir að myndband náðist af þeim þar sem þeir gerðu þeldökkum hótelgesti að yfirgefa hótelið. BBC greinir frá þessu. Starfsmennirnir sögðu manninn, Jermaine Massey, vera ógn við öryggi annarra gesta þar sem hann „slóraði“ í anddyri hótelsins. Massey sagðist aðeins hafa verið að svara mikilvægu símtali í annars tómu anddyrinu. Hann birti á Þorláksmessu myndband sem hann tók af atvikinu á Twitter. Í færslunni sagðist hann hafa verið „tekinn fyrir á grundvelli kynþáttar og mismunað fyrir að taka símtal í anddyrinu.“Tonight I was racially profiled and discriminated against for taking a phone call in the lobby of my hotel room at @doubletreepdx@doubletree.The security guard “Earl” decided that he would call the police on me,the exact reason is still unclear to me.pls watch and retweet! pic.twitter.com/sZ5ABNsiEO — Jermaine (@Mymainereason1) December 23, 2018 Í myndbandinu af atvikinu, sem átti sér stað 22. desember, sést annar starfsmaðurinn, öryggisvörður sem fjölmiðlar vestanhafs greina frá að heiti Earl Meyers, þar sem hann stendur yfir Massey og skipar honum að yfirgefa hótelið. Engu máli virðist þá skipta að Massey segist vera gestur á hótelinu. „Ekki lengur,“ svaraði Meyers þá og tilkynnti að búið væri að hafa samband við lögregluna vegna Massey. Lögmaður Massey segir hann hafa sýnt fram á hóteldvöl sína með því að framvísa lykilkorti sem gekk að herbergi hans en allt hafi komið fyrir ekki. Hann sagði eina glæpinn sem Massey hefði gerst sekur um vera „að hringja í móður sína og vera svartur á sama tíma.“ DoubleTree hótelið birti í gær Twitter-færslu þar sem greint var frá því að tveimur starfsmönnum hótelsins hefði verið sagt upp vegna málsins og að hótelið liti hvers konar kynþáttamismunun alvarlegum augum. Þá var Massey beðinn innilegrar afsökunar. Margir netverjar hafa svarað færslu hótelsins fullum hálsi og gagnrýna seinagang þess við að gefa út afsökunarbeiðni. Telja margir að afsökunarbeiðnin hafi aðeins verið gefin út til þess að bjarga ímynd hótelsins eftir að málið vakti athygli fjölmiðla.DoubleTree by Hilton has zero tolerance for racism. The DoubleTree by Hilton Portland, independently owned and operated, terminated 2 employees involved in the mistreatment of Mr. Massey and is working with Diversity & Inclusion experts. Hilton deeply apologizes to Mr. Massey. — DoubleTree by Hilton (@doubletree) December 29, 2018
Bandaríkin Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent