Erlent

Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
UC3 Nautilus.
UC3 Nautilus. Mikko Suominen/Getty

Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag.

„Það er satt, hann er farinn. Hann var tekinn í sundur og honum fargað á staðnum þar sem hann hafði verið geymdur,“ sagði Peter Belling, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn.

Madsen hlaut fyrr á árinu fangelsisdóm til lífstíðar fyrir morðið á sænsku fréttakonunni Kim Wall, sem vann á síðasta ári að umfjöllun um hann þegar hún fór með honum í kafbátinn þar sem hann misnotaði hana kynferðislega, myrti og bútaði lík hennar niður og henti í sjóinn.


Tengdar fréttir

Madsen unir lífstíðardómi

Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári.

„Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“

Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×