Erlent

Fyrr­verandi leið­togi Frjáls­lynda flokksins í Bret­landi látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Lord Ashdown gegndi formennsku í flokknum á árunum 1988 til 1999.
Lord Ashdown gegndi formennsku í flokknum á árunum 1988 til 1999. Getty/Dan Kitwood
Paddy Ashdown, fyrrverandi leiðtogi Frjálslynda flokksins (Lib Dem) í Bretlandi, er látinn, 77 ára að aldri. Lord Ashdown gegndi formennsku í flokknum á árunum 1988 til 1999.

BBC  greinir frá. Hann sagði frá því opinberlega í síðasta mánuði að hann hafi greinst með krabbamein.

Ashdown starfaði innan breska hersins, leyniþjónustunni og utanríkisþjónustunni áður en hann sneri sér að stjórnmálum. Hann var þingmaður Yeovil á árunum 1983 til 2001 og þá átti hann sæti í efri deild breska þingsins frá 2001 til dauðadags.

Hann varð fyrsti leiðtogi Frjálslynda flokksins (Lib Dem) í kjölfar samruna forveranna, gamla Frjálslynda flokksins (Liberal Party) og Jafnaðarmannaflokksins (Social Democratic Party).

Á árunum 2002 til 2006 gegndi Ashdown stöðu erindreka alþjóðasamfélagsins í Bosníu þar sem hann vann að því að tryggja að ákvæðum Daytonsáttmálans yrði fylgt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×