Meira en peningum að þakka að Liverpool er með 15 stigum meira en á sama tíma í fyrra Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. desember 2018 09:30 Jürgen Klopp stefnir hraðbyri að Englandsmeistaratitlinum. getty/Nick Taylor Liverpool valtaði yfir Newcastle, 4-0, í ensku úrvalsdeildinni í gær á sama tíma og Manchester City tapaði fyrir Leicester og eru lærisveinar Jürgens Klopps því með sex stiga forskot á toppnum þegar að deildin er hálfnuð. Liverpool hefur ekki unnið Englandsmeistaratitilinn síðan árið 1990 þegar að hún hét enn þá 1. deildin en liðið hefur aldrei í sögunni verið betra í ensku úrvalsdeildinni og er ansi líklegt til árangurs. Munurinn á milli ára er rosalegur þegar kemur að stigasöfnun eins og bent var á í Match of the Day á BBC í gærkvöldi en Liverpool-liðið er með fimmtán stigum meira en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir að skora næstum jafnmörg mörk.What a difference a year makes for Liverpool.#MOTD https://t.co/wU2mRvKA45 #LFC pic.twitter.com/LXoMSErkqo— Match of the Day (@BBCMOTD) December 26, 2018 Eftir 19 umferðir á síðustu leiktíð var Liverpool búið að vinna níu leiki, gera átta jafntefli og tapa tveimur leikjum. Það var með 35 stig, búið að skora 41 mark en fá á sig 23. Varnarleikurinn er töluvert betri á þessu tímabili. Núna er Liverpool búið að vinna 16 leiki af 19, gera þrjú jafntefli og ekki tapa einum einasta leik. Það er búið að skora 43 mörk en fá aðeins á sig sjö. Liverpool-liðið er með 36 mörk í plús og 51 stig. „Liðið bætti við sig frábærum leikmönnum eins og allir vita en stóri munurinn er gleðin sem ríkir í hópnum. Það er enginn að kvarta og líkamstjáning leikmanna sýnir að þeir vilja spila fyrir Klopp,“ sagði Danny Murphy, fyrrverandi leikmaður Liverpool, í MotD í gærkvöldi.Mo Salah hefur blómstrað undir stjórn Jürgens Klopps.getty/James BaylisLiverpool hefur eytt fúlgum fjár í leikmannahópinn undanfarin misseri en það gerði Virgil van Dijk að dýrasta varnarmanni sögunnar og Brassann Alisson að dýrasta markverði sögunnar. En, peningarnir eru ekki eina ástæðan fyrir velgengni liðsins að mati Jamie Redknapp, fyrrum leikmanni liðsins og sparkspekingi Sky Sports. „Manchester United er búið að eyða 200 milljónum meira en Klopp en ekki er það að fara að vinna titilinn. Í Liverpool-liðinu sem rústaði Newcastle voru strákar eins og Trent Alexander-Arnold, sem er uppalinn, átta milljóna punda vinstri bakvörður, Andrew Robertson, og Xherdan Shaqiri sem kostaði þrettán milljónir frá Stoke,“ segir Redknapp í pistli sínum á Daily Mail. „Klopp er ekki bara stjóri sem kemur auga á hæfileikaríka menn heldur bætir hann leikmennina sína. Mohamed Salah var ekki 40 marka framherji og líklegur til að vinna Gullboltann þegar að hann kom til Liverpool. Þá er Joe Gomez að verða byrjunarliðsmaður í enska landsliðinu,“ segir Jamie Redknapp.Klippa: FT Liverpool 4 - 0 Newcastle Enski boltinn Tengdar fréttir Merson segir að deildin sé búin ef Liverpool vinnur City Paul Merson, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Arsenal, segir að ef Liverpool hafi betur gegn Manchester City í leik liðanna í næstu viku sé deildin svo gott sem búin. 26. desember 2018 12:45 Liverpool með sex stiga forskot á toppnum Það var engin frægðarför fyrir Rafa Benitez á sinn gamla heimavöll í dag. 26. desember 2018 16:45 Annað tap City í röð │Tottenham rúllaði yfir Bournemouth og komið í annað sætið Manchester City tapaði öðrum leiknum í röð er liðið tapaði á útivelli fyrir Leicester, 2-1. City er að dragast úr toppbaráttunni og Tottenham er komið í annað sætið eftir stórsigur. 26. desember 2018 17:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira
Liverpool valtaði yfir Newcastle, 4-0, í ensku úrvalsdeildinni í gær á sama tíma og Manchester City tapaði fyrir Leicester og eru lærisveinar Jürgens Klopps því með sex stiga forskot á toppnum þegar að deildin er hálfnuð. Liverpool hefur ekki unnið Englandsmeistaratitilinn síðan árið 1990 þegar að hún hét enn þá 1. deildin en liðið hefur aldrei í sögunni verið betra í ensku úrvalsdeildinni og er ansi líklegt til árangurs. Munurinn á milli ára er rosalegur þegar kemur að stigasöfnun eins og bent var á í Match of the Day á BBC í gærkvöldi en Liverpool-liðið er með fimmtán stigum meira en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir að skora næstum jafnmörg mörk.What a difference a year makes for Liverpool.#MOTD https://t.co/wU2mRvKA45 #LFC pic.twitter.com/LXoMSErkqo— Match of the Day (@BBCMOTD) December 26, 2018 Eftir 19 umferðir á síðustu leiktíð var Liverpool búið að vinna níu leiki, gera átta jafntefli og tapa tveimur leikjum. Það var með 35 stig, búið að skora 41 mark en fá á sig 23. Varnarleikurinn er töluvert betri á þessu tímabili. Núna er Liverpool búið að vinna 16 leiki af 19, gera þrjú jafntefli og ekki tapa einum einasta leik. Það er búið að skora 43 mörk en fá aðeins á sig sjö. Liverpool-liðið er með 36 mörk í plús og 51 stig. „Liðið bætti við sig frábærum leikmönnum eins og allir vita en stóri munurinn er gleðin sem ríkir í hópnum. Það er enginn að kvarta og líkamstjáning leikmanna sýnir að þeir vilja spila fyrir Klopp,“ sagði Danny Murphy, fyrrverandi leikmaður Liverpool, í MotD í gærkvöldi.Mo Salah hefur blómstrað undir stjórn Jürgens Klopps.getty/James BaylisLiverpool hefur eytt fúlgum fjár í leikmannahópinn undanfarin misseri en það gerði Virgil van Dijk að dýrasta varnarmanni sögunnar og Brassann Alisson að dýrasta markverði sögunnar. En, peningarnir eru ekki eina ástæðan fyrir velgengni liðsins að mati Jamie Redknapp, fyrrum leikmanni liðsins og sparkspekingi Sky Sports. „Manchester United er búið að eyða 200 milljónum meira en Klopp en ekki er það að fara að vinna titilinn. Í Liverpool-liðinu sem rústaði Newcastle voru strákar eins og Trent Alexander-Arnold, sem er uppalinn, átta milljóna punda vinstri bakvörður, Andrew Robertson, og Xherdan Shaqiri sem kostaði þrettán milljónir frá Stoke,“ segir Redknapp í pistli sínum á Daily Mail. „Klopp er ekki bara stjóri sem kemur auga á hæfileikaríka menn heldur bætir hann leikmennina sína. Mohamed Salah var ekki 40 marka framherji og líklegur til að vinna Gullboltann þegar að hann kom til Liverpool. Þá er Joe Gomez að verða byrjunarliðsmaður í enska landsliðinu,“ segir Jamie Redknapp.Klippa: FT Liverpool 4 - 0 Newcastle
Enski boltinn Tengdar fréttir Merson segir að deildin sé búin ef Liverpool vinnur City Paul Merson, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Arsenal, segir að ef Liverpool hafi betur gegn Manchester City í leik liðanna í næstu viku sé deildin svo gott sem búin. 26. desember 2018 12:45 Liverpool með sex stiga forskot á toppnum Það var engin frægðarför fyrir Rafa Benitez á sinn gamla heimavöll í dag. 26. desember 2018 16:45 Annað tap City í röð │Tottenham rúllaði yfir Bournemouth og komið í annað sætið Manchester City tapaði öðrum leiknum í röð er liðið tapaði á útivelli fyrir Leicester, 2-1. City er að dragast úr toppbaráttunni og Tottenham er komið í annað sætið eftir stórsigur. 26. desember 2018 17:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira
Merson segir að deildin sé búin ef Liverpool vinnur City Paul Merson, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Arsenal, segir að ef Liverpool hafi betur gegn Manchester City í leik liðanna í næstu viku sé deildin svo gott sem búin. 26. desember 2018 12:45
Liverpool með sex stiga forskot á toppnum Það var engin frægðarför fyrir Rafa Benitez á sinn gamla heimavöll í dag. 26. desember 2018 16:45
Annað tap City í röð │Tottenham rúllaði yfir Bournemouth og komið í annað sætið Manchester City tapaði öðrum leiknum í röð er liðið tapaði á útivelli fyrir Leicester, 2-1. City er að dragast úr toppbaráttunni og Tottenham er komið í annað sætið eftir stórsigur. 26. desember 2018 17:00