Enski boltinn

Merson segir að deildin sé búin ef Liverpool vinnur City

Anton Ingi Leifsson skrifar
Merson segir alltaf sína skoðun á hlutunum.
Merson segir alltaf sína skoðun á hlutunum. vísir/getty
Paul Merson, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Arsenal, segir að ef Liverpool hafi betur gegn Manchester City í leik liðanna í næstu viku sé deildin svo gott sem búin.

Liverpool er nú með fjögurra stiga forskot á City en næstu tveir leikir Liverpool eru gegn Newcastle og Arsenal yfir jólahátíðirnar.

Lærisveinar Pep Guardiola sem misstigu sig geng Crystal Palace um helgina þurfa á öllum sínum stigum að halda en þeir mæta á sama tíma Leicester og Southampton.

Það verður svo stórleikur strax á nýju ári en þriðja janúar mætast toppliðin tvö; Liverpool og Manchester City í afar þýðingamiklum leik, þá sér í lagi fyrir City.

„Leikur Leicester og Manchester er risa leikur og City verður að vinna því þeir eru nú þegar í vandræðum, fjórum stigum á eftir Liverpool,“ sagði Merson.

„Núna stendur þetta þannig að ef Liverpool vinnur City eftir viku - þá er þetta búið. Svo þetta er risa leikur fyrir City og erfiður því Leicester getur ollið þeim vandræðum.“

„Ég held að þeir vinni því þeir þurfa að gera það en þeir eru særðir eftir laugardaginn. Þeir hafa tapað tveimur af síðustu þremur leikjum en fyrir það leit þetta út að þeir myndu ekki tapa leik.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×