Liverpool með sex stiga forskot á toppnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liverpool fagnar fyrsta markinu í dag.
Liverpool fagnar fyrsta markinu í dag. vísir/getty
Liverpool er komið með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir þægilegan 4-0 sigur á Newcastle á Anfield.

Fyrsta markið kom strax á elleftu mínútu er Dejan Lovren kom þeim yfir með þrumuskoti eftir að boltinn féll til hans eftir hornspyrnu.

Þannig stóðu leikar allt þangað til í upphafi síðari hálfleiks er Mohamed Salah skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Ódýr vítaspyrna en Graham Scott, dómari leiksins, var í engum vafa.

Xherdan Shaqiri skoraði þriðja markið ellefu mínútum fyrir leikslok og varamaðurinn Fabinho skoraði fjórða og síðasta markið fimm mínútum fyrir leikslok.

Man. City tapaði fyrir Leicester á sama tíma svo Liverpool er komið með sex stiga forskot á toppi deildarinnar. Newcastle er í fimmtánda sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira