Annað tap City í röð │Tottenham rúllaði yfir Bournemouth og komið í annað sætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Chelsea vonsviknir í leikslok.
Leikmenn Chelsea vonsviknir í leikslok. vísir/getty
Manchester City tapaði öðrum leiknum í röð er liðið tapaði á útivelli fyrir Leicester, 2-1. City er að dragast úr toppbaráttunni.

City komst yfir með marki Bernardo Silva á fjórtándu mínútu en Marc Albrighton jafnaði metin fyrir heimamenn fimm mínútum síðar.

Ricardo Pereira skoraði sigurmarkið níu mínútum fyrir leikslok en áður en leiknum lauk nældi Fabian Delph sér í beint rautt spjald.

City er nú komið niður í þriðja sæti deildarinnar. Þeir eru með 44 stig, sjö stigum á eftir toppliði Liverpool.

Góður sigur Leicester sem er komið upp í sjöunda sætið. Þeir eru með 28 stig og hafa unnið Chelsea og Manchester City í síðustu tveimur leikjum.

Það var boðið upp á veislu á Wembley er Tottenham vann 5-0 sigur á Bournemouth. Staðan var 3-0 eftir 35 mínútur en þá höfðu Christian Eriksen, Son Heung-min og Lucas Moura komið sér á blað.

Í síðari hálfleik skoraði Harry Kane fjórða markið og Son Heung-min skoraði fimmta markið. Hans annað mark. Öruggur sigur Tottenham sem er í öðru sætinu. Bournemouth er í ellefta sætinu.

Aron Einar Gunnarsson kom inn á sem varamaður í uppbótartíma er Cardiff gerði markalaust jafntefli við Crystal Palace á heimavelli. Cardiff er í sautjánda sætinu en Palace er í fjórtánda sætinu.

Öll úrslit dagsins:

Burnley - Everton 1-5

Crystal Palace - Cardiff 0-0

Leicester - Man. City 1-2

Liverpoool - Newcastle 4-0

Man. Utd - Huddersfield 3-1

Tottenham - Bournemouth 5-0

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira