Chelsea tókst að temja City í höfuðborginni Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. desember 2018 09:30 Brasilíski miðvörðurinn David Luiz fagnar innilega marki sínu gegn Manchester City um helgina á Brúnni sem reyndist innsigla fyrsta tap Manchester City á tímabilinu fréttablaðið/getty Chelsea varð um helgina fyrsta liðið til að sigra Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið þegar Lundúnaliðið vann 2-0 sigur á Stamford Bridge í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City misstu því toppsætið yfir til Liverpool sem er jafnframt eina taplausa liðið í deildinni en aðeins eitt stig skilur liðin að þegar mótið er tæplega hálfnað. Bláklæddir Manchester-menn eru þó enn með gott forskot á nágrannaliðin frá Lundúnum, Chelsea, Arsenal og Tottenham sem unnu öll um helgina og stefnir í tveggja hesta kapphlaup um meistaratitilinn. Tveir mikilvægustu leikmenn Manchester City fram á við, Kevin De Bruyne og Sergio Agüero, náðu sér ekki í tæka tíð og voru fjarverandi um helgina og ákvað Pep Guardiola, líkt og Maurizio Sarri, að tefla fram sóknarsinnuðum miðjumanni í fremstu röð. Brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Jesus virðist rúinn öllu sjálfstrausti fyrir framan markið og tók Raheem Sterling sér stöðu í fremstu víglínu gestanna. Gestirnir frá Manchester-borg byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu fjölmörg færi til að skora í fyrri hálfleik en þeim brást bogalistin. Eftir öfluga skyndisókn á lokasekúndum fyrri hálfleiks var það franski landsliðsmaðurinn N’Golo Kante sem kom Chelsea yfir eftir góðan undirbúning Edens Hazard. Leikurinn var mun jafnari í síðari hálfleik áður en Chelsea gerði út um leikinn með öðru marki. David Luiz var þar að verki en Manchester City-menn geta verið ósáttir við aðdraganda þess enda kom markið úr hornspyrnu sem átti aldrei að standa. Michael Oliver, dómari leiksins, dæmdi ranglega hornspyrnu sem annað mark Chelsea kom upp úr. Var það eina hornspyrna Chelsea í leiknum gegn þrettán hornspyrnum Manchester City sem voru meira með boltann og sköpuðu sér fleiri færi en fóru stigalausir aftur til Manchester. Pep Guardiola ætti þó ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur þótt lærisveinar hans séu stigi frá toppsætinu á þessum tímapunkti. Alla leiktíðina hafa þeir verið án Belgans De Bruyne sem var einn besti leikmaður deildarinnar í fyrra og ætti hann að styrkja hópinn fyrir komandi átök. Þá er City búið að mæta fimm sterkustu liðum deildarinnar í fyrri umferðinni, nágrönnum sínum í Manchester United, Arsenal, Chelsea, Liverpool og Tottenham og aðeins einn þeirra fór fram á Etihad-vellinum, heimavelli City. City-menn eru þegar búnir að fara á Wembley, Stamford Bridge, Anfield og Emirates-völlinn en eiga aðeins eftir að fara á Old Trafford. Heimavöllur Manchester City hefur verið sterkt vígi undir stjórn Peps Guardiola þar sem lærisveinar hans hafa aðeins tapað tveimur leikjum af 46 í ensku úrvalsdeildinni og unnið 35 þeirra. Sá spænski virtist gera sér grein fyrir því og vonaðist til þess að tapleikurinn um helgina yrði góður lærdómur fyrir sína menn. „Við spiluðum eins og við viljum gera og spilamennskan var frábær þó að við höfum tapað. Að mínu mati spiluðum við betur hér en í fyrra þegar við unnum en Chelsea er með sterkt lið og okkur skorti herslumuninn. Fyrir utan stuttan tíma í upphafi seinni hálfleiks fannst mér við stjórna leiknum og fengum nóg af færum til að skora mörk á meðan Chelsea nýtti strax fyrsta færi sitt.“ Guardiola var spurður út í hvort hann hefði gert sér vonir um að lið hans færi í gegnum tímabilið án þess að tapa leik líkt og Arsenal gerði á sínum tíma en hann var fljótur að neita því. „Við vorum aldrei að horfa á það að fara í gegnum tímabilið án þess að tapa, það mun ekki gerast aftur þótt fjölmargir hafi spurt mig að því. Við setjum okkur bara það markmið að verða meistarar og núna er Liverpool fyrir ofan okkur sem þýðir að við þurfum að bæta okkur,“ sagði Guardiola og hélt áfram: „Það er blekking að halda að lið geti farið í gegnum heilt tímabil án þess að tapa leik, það er eitthvað sem þekkist ekki í neinni íþrótt. Það er of snemmt að tala um hvort eitthvert lið sé sigurstranglegra en önnur lið deildarinnar, Liverpool kemur til greina og getur unnið deildina rétt eins og Arsenal, Tottenham og Chelsea.“ Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Sjá meira
Chelsea varð um helgina fyrsta liðið til að sigra Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið þegar Lundúnaliðið vann 2-0 sigur á Stamford Bridge í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City misstu því toppsætið yfir til Liverpool sem er jafnframt eina taplausa liðið í deildinni en aðeins eitt stig skilur liðin að þegar mótið er tæplega hálfnað. Bláklæddir Manchester-menn eru þó enn með gott forskot á nágrannaliðin frá Lundúnum, Chelsea, Arsenal og Tottenham sem unnu öll um helgina og stefnir í tveggja hesta kapphlaup um meistaratitilinn. Tveir mikilvægustu leikmenn Manchester City fram á við, Kevin De Bruyne og Sergio Agüero, náðu sér ekki í tæka tíð og voru fjarverandi um helgina og ákvað Pep Guardiola, líkt og Maurizio Sarri, að tefla fram sóknarsinnuðum miðjumanni í fremstu röð. Brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Jesus virðist rúinn öllu sjálfstrausti fyrir framan markið og tók Raheem Sterling sér stöðu í fremstu víglínu gestanna. Gestirnir frá Manchester-borg byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu fjölmörg færi til að skora í fyrri hálfleik en þeim brást bogalistin. Eftir öfluga skyndisókn á lokasekúndum fyrri hálfleiks var það franski landsliðsmaðurinn N’Golo Kante sem kom Chelsea yfir eftir góðan undirbúning Edens Hazard. Leikurinn var mun jafnari í síðari hálfleik áður en Chelsea gerði út um leikinn með öðru marki. David Luiz var þar að verki en Manchester City-menn geta verið ósáttir við aðdraganda þess enda kom markið úr hornspyrnu sem átti aldrei að standa. Michael Oliver, dómari leiksins, dæmdi ranglega hornspyrnu sem annað mark Chelsea kom upp úr. Var það eina hornspyrna Chelsea í leiknum gegn þrettán hornspyrnum Manchester City sem voru meira með boltann og sköpuðu sér fleiri færi en fóru stigalausir aftur til Manchester. Pep Guardiola ætti þó ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur þótt lærisveinar hans séu stigi frá toppsætinu á þessum tímapunkti. Alla leiktíðina hafa þeir verið án Belgans De Bruyne sem var einn besti leikmaður deildarinnar í fyrra og ætti hann að styrkja hópinn fyrir komandi átök. Þá er City búið að mæta fimm sterkustu liðum deildarinnar í fyrri umferðinni, nágrönnum sínum í Manchester United, Arsenal, Chelsea, Liverpool og Tottenham og aðeins einn þeirra fór fram á Etihad-vellinum, heimavelli City. City-menn eru þegar búnir að fara á Wembley, Stamford Bridge, Anfield og Emirates-völlinn en eiga aðeins eftir að fara á Old Trafford. Heimavöllur Manchester City hefur verið sterkt vígi undir stjórn Peps Guardiola þar sem lærisveinar hans hafa aðeins tapað tveimur leikjum af 46 í ensku úrvalsdeildinni og unnið 35 þeirra. Sá spænski virtist gera sér grein fyrir því og vonaðist til þess að tapleikurinn um helgina yrði góður lærdómur fyrir sína menn. „Við spiluðum eins og við viljum gera og spilamennskan var frábær þó að við höfum tapað. Að mínu mati spiluðum við betur hér en í fyrra þegar við unnum en Chelsea er með sterkt lið og okkur skorti herslumuninn. Fyrir utan stuttan tíma í upphafi seinni hálfleiks fannst mér við stjórna leiknum og fengum nóg af færum til að skora mörk á meðan Chelsea nýtti strax fyrsta færi sitt.“ Guardiola var spurður út í hvort hann hefði gert sér vonir um að lið hans færi í gegnum tímabilið án þess að tapa leik líkt og Arsenal gerði á sínum tíma en hann var fljótur að neita því. „Við vorum aldrei að horfa á það að fara í gegnum tímabilið án þess að tapa, það mun ekki gerast aftur þótt fjölmargir hafi spurt mig að því. Við setjum okkur bara það markmið að verða meistarar og núna er Liverpool fyrir ofan okkur sem þýðir að við þurfum að bæta okkur,“ sagði Guardiola og hélt áfram: „Það er blekking að halda að lið geti farið í gegnum heilt tímabil án þess að tapa leik, það er eitthvað sem þekkist ekki í neinni íþrótt. Það er of snemmt að tala um hvort eitthvert lið sé sigurstranglegra en önnur lið deildarinnar, Liverpool kemur til greina og getur unnið deildina rétt eins og Arsenal, Tottenham og Chelsea.“
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn