Erlent

Lögregla skaut árásarmanninn í Strassborg til bana

Atli Ísleifsson skrifar
Franskir fjölmiðlar segja að Chekatt hafi verið felldur af lögregla eftir að hafa skotið á þá. Enginn lögreglumaður særðist í aðgerðinni.
Franskir fjölmiðlar segja að Chekatt hafi verið felldur af lögregla eftir að hafa skotið á þá. Enginn lögreglumaður særðist í aðgerðinni. Mynd/franska lögreglan
Lögregla í Frakklandi hefur skotið manninn sem grunaður er um árásina á jólamarkaðinn í Strassborg á þriðjudagskvöld til bana. Þetta hafa franskir fjölmiðlar eftir heimildarmönnum sínum innan lögreglunnar.

Hinn grunaði, Cherif Chekatt, hafði verið á flótta allt frá því að árásin var gerð á jólamarkaðnum á Klebertorgi í gamla bænum í Strassborg. Þrír féllu á annan tug særðist í árásinni, margir alvarlega.

France Info greinir frá því að Chekatt hafi verið felldur af lögreglu eftir að hann fannst þar sem hann var í felum í vöruskemmu í hverfinu Meinau í Strassborg.

Hinn 29 ára Chekatt á að hafa hrópað „Allahu Akbar“, „Guð sé mikill“, þegar hann hóf skothríðina á þriðjudagskvöld. Hann hafði áður afplánað fangelsisdóm og vissi lögregla að hann hafði hneigst til róttækni í fangelsinu.

Fjölmenn aðgerð

Mörg hundruð lögreglumanna í Frakklandi tóku þátt í leitinni að Chekatt. Hverfið Meinau er ekki fjarri hverfinu Neudorf þar sem síðast sást til Chekatt og þar sem hann bjó.

Franskir fjölmiðlar segja að Chekatt hafi verið felldur af lögregla eftir að hafa skotið á þá. Enginn lögreglumaður særðist í aðgerðinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×