Fótbolti

Lætur twerk-spurninguna ekki skemma minninguna: „Besta kvöld lífs míns“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Luka Modric fékk verðlauninn í karlaflokki og Kylian Mbappe var valinn besti ungi leikmaður heims
Luka Modric fékk verðlauninn í karlaflokki og Kylian Mbappe var valinn besti ungi leikmaður heims vísir/getty
Ada Hegerberg varð á dögunum fyrst kvenna til þess að hljóta Ballon d'or verðlaunin sem besti leikmaður heims, ein virtustu einstaklingsverðlaun fótboltaheimsins.

Það kvöld og daginn eftir voru fyrirsagnirnar þó um plötusnúðinn sem bað hana um að „twerka.“

Fótboltasamfélagið varð manninum mjög reitt fyrir þessa spurningu, besta fótboltakona heims var að taka við verðlaununum í fyrsta skipti sem þau eru veitt og hann sýnir henni slíka óvirðingu.

Hegerberg segir þessa einu litlu spurningu þó ekki hafa eyðilagt minninguna af kvöldinu fyrir sér.

Sjá einnig: Bað bestu knattspyrnukonu heims um að „twerka“

Norska fótboltakonan skrifaði pistil á miðilinn Players Tribune þar sem hún fer yfir kvöldið, aðdraganda þess og hvað það þýddi fyrir hana.

„Ég var umkringd ást og virðingu. Ég var umkringd fótboltamönnum. Goðsögnum. Fólki sem skildi fórnirnar. Ég gat ekki hætt að brosa,“ skrifar Hegerberg og minnist þess þegar hún sat í salnum.

„Þegar ég fór upp og tók á móti verðlaununum var allt rólegt. Allt var hlýtt. Fullomið. Ég leit út í salinn og sá svo marga frábæra fótboltamenn. Kvennaboltinn og karlaboltinn voru hlið við hlið.“

„Frábært, fallegt augnablik. Ég ætla ekki að láta heimskulegan brandara frá kynninum eyðileggja það.“

„Hann eyðlagði ekki augnablikið og skemmir ekki minninguna mína.“

„Ég stóð hlið við hlið með Mbappe og Modric, myndavélarnar blossuðu og við hlógum. Þetta var besta kvöld lífs míns.“

„Ekki út af verðlaununum heldur vegna virðingarinnar í herberginu þetta kvöld. Það er allt sem ég hef nokkur tíman viljað,“ skrifar Ada Hegerberg.

Allan pistil Hegerberg má lesa hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×