Fótbolti

23 ára gömul og fyrst til að vinna Ballon d'Or

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hegerberg fagnar í kvöld.
Hegerberg fagnar í kvöld. vísir/getty
Í kvennaflokki var það Norðmaðurinn Ada Hegerberg sem vann Ballon d'Or en hún er framherji Lyon og norska landsliðsins.

Hún er einungis 23 ára gömul en hún hjálpaði Lyon að vinna Meistaradeildina. Fimmtán leikmenn komu til greina í kvennaflokki.

Það er tímaritið France Football sem velur Ballon d'Or en þetta er fyrsta árið sem að það er einnig valið í kvennaflokki.

Á eftir Hegerberg voru það Pernilla Harder, Sam Kerr, Marta og Dzsenifer Morozsán en Pernilla er samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Wolfsburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×