Biðst afsökunar á taktlausri dansspurningu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2018 06:30 Þessa mynd birti Martin Solveig af sér og Ödu Hegerberg skömmu eftir athöfnina. Martin Solveig Plötusnúðurinn Martin Solveig hefur beðið Ödu Hegerberg afsökunar á spurningu sinni um danshæfileika knattspyrnukonunnar. Spurningin var borin upp skömmu eftir að Hegerberg hafði hreppt Gullknöttinn fyrir hæfileika sína á fótboltavellinum, fyrst kvenna, við hátíðlega athöfn í París í gærkvöld. „Kanntu að twerka?“ spurði plötusnúðurinn og fékk eitt stutt „Nei“ til baka, áður en Hegerberg yfirgaf sviðið. Hinn franski Solveig segist í samtali við erlenda fjölmiðla hafa rætt við knattspyrnukonuna eftir athöfnina. Hann kveðst hafa beðið Hegerberg afsökunar og að hans sögn á hún að hafa áttað sig á „gríni“ tónlistarmannsins.Sjá einnig: Bað bestu knattspyrnukonu heims um að „twerka“Hegerberg segist að sama skapi ekki erfa spurninguna við plötusnúðinn. Í samtali við íþróttadeild breska ríkisútvarpsins segist hún ekki líta á spurninguna sem kynferðislega áreitni og það sem skipti mestu máli er hamingjan sem fólgin er í því að vera fyrsti kvenkyns handhafi Gullknattarins. Sem fyrr segir þótti spurning Solveig taktlaus. Samkvæmt Oxford-orðabókinni er hið svokallaða twerk „dans sem dansaður er við vinsæla tónlist á kynferðislega ögrandi hátt og felur í sér þrýstnar mjaðmahreyfingar í djúpri hnébeygjustöðu.“ Því er ekki nema von að margir hafi greint kynferðislega undirtóna í spurningu plötusnúðarins. Eina af fjölmörgum afsökunarbeiðnum Solveig má sjá hér að neðan.Sincere apologies to the one I may have offended. My point was : I don't invite women to twerk but dance on a Sinatra song. Watch the full sequence People who have followed me for 20 years know how respectful I am especially with women pic.twitter.com/pnZX8qvl4R— Martin Solveig (@martinsolveig) December 3, 2018 Fótbolti Tengdar fréttir Bað bestu knattspyrnukonu heims um að „twerka“ Plötusnúðurinn Martin Solveig hefur vakið reiði og hneykslan meðal margs knattspyrnuáhugafólks fyrir að biðja knattspyrnukonuna Ödu Hegerberg um að "twerka“ eftir að hún tók við Gullknettinum og var þar með krýnd besta knattspyrnukona heims. 3. desember 2018 22:13 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Sjá meira
Plötusnúðurinn Martin Solveig hefur beðið Ödu Hegerberg afsökunar á spurningu sinni um danshæfileika knattspyrnukonunnar. Spurningin var borin upp skömmu eftir að Hegerberg hafði hreppt Gullknöttinn fyrir hæfileika sína á fótboltavellinum, fyrst kvenna, við hátíðlega athöfn í París í gærkvöld. „Kanntu að twerka?“ spurði plötusnúðurinn og fékk eitt stutt „Nei“ til baka, áður en Hegerberg yfirgaf sviðið. Hinn franski Solveig segist í samtali við erlenda fjölmiðla hafa rætt við knattspyrnukonuna eftir athöfnina. Hann kveðst hafa beðið Hegerberg afsökunar og að hans sögn á hún að hafa áttað sig á „gríni“ tónlistarmannsins.Sjá einnig: Bað bestu knattspyrnukonu heims um að „twerka“Hegerberg segist að sama skapi ekki erfa spurninguna við plötusnúðinn. Í samtali við íþróttadeild breska ríkisútvarpsins segist hún ekki líta á spurninguna sem kynferðislega áreitni og það sem skipti mestu máli er hamingjan sem fólgin er í því að vera fyrsti kvenkyns handhafi Gullknattarins. Sem fyrr segir þótti spurning Solveig taktlaus. Samkvæmt Oxford-orðabókinni er hið svokallaða twerk „dans sem dansaður er við vinsæla tónlist á kynferðislega ögrandi hátt og felur í sér þrýstnar mjaðmahreyfingar í djúpri hnébeygjustöðu.“ Því er ekki nema von að margir hafi greint kynferðislega undirtóna í spurningu plötusnúðarins. Eina af fjölmörgum afsökunarbeiðnum Solveig má sjá hér að neðan.Sincere apologies to the one I may have offended. My point was : I don't invite women to twerk but dance on a Sinatra song. Watch the full sequence People who have followed me for 20 years know how respectful I am especially with women pic.twitter.com/pnZX8qvl4R— Martin Solveig (@martinsolveig) December 3, 2018
Fótbolti Tengdar fréttir Bað bestu knattspyrnukonu heims um að „twerka“ Plötusnúðurinn Martin Solveig hefur vakið reiði og hneykslan meðal margs knattspyrnuáhugafólks fyrir að biðja knattspyrnukonuna Ödu Hegerberg um að "twerka“ eftir að hún tók við Gullknettinum og var þar með krýnd besta knattspyrnukona heims. 3. desember 2018 22:13 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Sjá meira
Bað bestu knattspyrnukonu heims um að „twerka“ Plötusnúðurinn Martin Solveig hefur vakið reiði og hneykslan meðal margs knattspyrnuáhugafólks fyrir að biðja knattspyrnukonuna Ödu Hegerberg um að "twerka“ eftir að hún tók við Gullknettinum og var þar með krýnd besta knattspyrnukona heims. 3. desember 2018 22:13