Handtekinn í tengslum við morðið á vinkonunum í Marokkó Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2018 10:48 Frá vettvangi í grennd við Imlil í Atlasfjöllunum. Vísir/AP Norrænu konurnar sem voru myrtar á bakpokaferðalagi í Atlasfjallgarðinum í Marokkó í gær hétu Maren Ueland og Louisa Vesterager Jespersen. Ueland var 28 ára og frá bænum Bryne í suðurhluta Noregs. Jespersen var 24 ára frá Danmörku. Einn hefur verið handtekinn grunaður um aðild að morðinu. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá.Sjá einnig: Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Lík Marenar og Louisu fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakech. Þær stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra en þær höfðu búið sér næturstað við göngustíg á fjallinu Toubkal. Áverkar eftir eggvopn fundust m.a. á hálsi þeirra en norskir fjölmiðlar greina frá því að þær hafi verið myrtar á hrottalegan hátt.Talaði síðast við Maren 9. desember Irene Ueland, móðir Marenar, lýsir því í samtali við NRK að dóttir sín hafi verið hlýleg og opin. Hún segir vinkonurnar hafa gætt fyllsta öryggis í hvívetna á ferðalögum sínum. Irene segist hafa heyrt síðast í dóttur sinni sunnudaginn 9. desember þegar þær voru nýkomnar til Marokkó. Maren sagði móður sinni að hún og Louisa hefðu það gott en gerði ráð fyrir stopulu símasambandi næstu daga. Þá staðfesti Irene andlát dóttur sinnar á Facebook síðu sinni í gær. „Ég brotnaði niður og hágrét“ Helle Jespersen, móðir Louisu, ræðir harmleikinn í samtali við danska dagblaðið BT. Hún segir að norskur vinur Louisu hafi sent henni skilaboð í gærkvöldi þar sem hann spurði hvort hún hefði heyrt í Louisu. Hann lýsti yfir áhyggjum vegna frétta af morði á tveimur norrænum konum í Marokkó en Helle hafði ekkert heyrt – og í augnablik var fjölskyldunni létt. Tíu mínútum síðar bönkuðu lögreglumenn á dyr og fluttu fjölskyldunni sorgarfréttir. „Ég vissi hvað hafði gerst. Ég brotnaði niður og hágrét.“ Helle segir dóttur sína hafa verið lífsglaða og jákvæða. Hún minnist dóttur sinnar einnig á Facebook-síðu sinni og segir hátíðarnar sem framundan eru nú þrungnar sorg. Einn handtekinn og tveggja leitað Á vef NRK er jafnframt greint frá því að karlmaður hafi verið handtekinn grunaður um aðild að morðinu á Maren og Louisu. Maðurinn var handtekinn í Marrakesh, að því er AFP-fréttaveitan hefur eftir marokkóska innanríkisráðuneytinu. Samkvæmt fréttatilkynningu verður maðurinn nú yfirheyrður. Þá hefur VG eftir heimildarmönnum sínum að lögregla leiti tveggja til viðbótar í tengslum við morðið. Samkvæmt upplýsingum blaðsins sáust þrír menn yfirgefa svæðið um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags, nóttina áður en Maren og Louisa fundust myrtar. Yfirvöld staðfestu einnig í dag að norskur lögreglumaður sem starfar í Rabat, höfuðborg Marokkó, væri á leið á vettvang í þeim tilgangi að aðstoða marokkósk lögregluyfirvöld við rannsókn málsins. Afríka Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Norrænu konurnar sem voru myrtar á bakpokaferðalagi í Atlasfjallgarðinum í Marokkó í gær hétu Maren Ueland og Louisa Vesterager Jespersen. Ueland var 28 ára og frá bænum Bryne í suðurhluta Noregs. Jespersen var 24 ára frá Danmörku. Einn hefur verið handtekinn grunaður um aðild að morðinu. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá.Sjá einnig: Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Lík Marenar og Louisu fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakech. Þær stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra en þær höfðu búið sér næturstað við göngustíg á fjallinu Toubkal. Áverkar eftir eggvopn fundust m.a. á hálsi þeirra en norskir fjölmiðlar greina frá því að þær hafi verið myrtar á hrottalegan hátt.Talaði síðast við Maren 9. desember Irene Ueland, móðir Marenar, lýsir því í samtali við NRK að dóttir sín hafi verið hlýleg og opin. Hún segir vinkonurnar hafa gætt fyllsta öryggis í hvívetna á ferðalögum sínum. Irene segist hafa heyrt síðast í dóttur sinni sunnudaginn 9. desember þegar þær voru nýkomnar til Marokkó. Maren sagði móður sinni að hún og Louisa hefðu það gott en gerði ráð fyrir stopulu símasambandi næstu daga. Þá staðfesti Irene andlát dóttur sinnar á Facebook síðu sinni í gær. „Ég brotnaði niður og hágrét“ Helle Jespersen, móðir Louisu, ræðir harmleikinn í samtali við danska dagblaðið BT. Hún segir að norskur vinur Louisu hafi sent henni skilaboð í gærkvöldi þar sem hann spurði hvort hún hefði heyrt í Louisu. Hann lýsti yfir áhyggjum vegna frétta af morði á tveimur norrænum konum í Marokkó en Helle hafði ekkert heyrt – og í augnablik var fjölskyldunni létt. Tíu mínútum síðar bönkuðu lögreglumenn á dyr og fluttu fjölskyldunni sorgarfréttir. „Ég vissi hvað hafði gerst. Ég brotnaði niður og hágrét.“ Helle segir dóttur sína hafa verið lífsglaða og jákvæða. Hún minnist dóttur sinnar einnig á Facebook-síðu sinni og segir hátíðarnar sem framundan eru nú þrungnar sorg. Einn handtekinn og tveggja leitað Á vef NRK er jafnframt greint frá því að karlmaður hafi verið handtekinn grunaður um aðild að morðinu á Maren og Louisu. Maðurinn var handtekinn í Marrakesh, að því er AFP-fréttaveitan hefur eftir marokkóska innanríkisráðuneytinu. Samkvæmt fréttatilkynningu verður maðurinn nú yfirheyrður. Þá hefur VG eftir heimildarmönnum sínum að lögregla leiti tveggja til viðbótar í tengslum við morðið. Samkvæmt upplýsingum blaðsins sáust þrír menn yfirgefa svæðið um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags, nóttina áður en Maren og Louisa fundust myrtar. Yfirvöld staðfestu einnig í dag að norskur lögreglumaður sem starfar í Rabat, höfuðborg Marokkó, væri á leið á vettvang í þeim tilgangi að aðstoða marokkósk lögregluyfirvöld við rannsókn málsins.
Afríka Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40