Miklar skemmdir eftir jarðskjálfta í Alaska Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2018 14:00 Ríkisstjóri Alaska segir að það muni taka langan tíma að gera við vegi ríkisins. AP/Marc Lester Yfirvöld Alaska vinna nú hörðum höndum að því að ná utan um hve miklum skaða stórir jarðskjálftar sem skullu á í gær ollu í ríkinu. Skjálftarnir mældust 7,0 og 5,7 stig og urðu skemmdir miklar í Anchorage og nærliggjandi sveitum. Engar fregnir hafa borist af dauðsföllum eða slysum. Í kjölfar skjálftanna var flóðbylgjuviðvörun gefin út en hún var afturkölluð tiltölulega fljótt. Rúður brotnuðu víða, hlutir duttu úr hillum, byggingar urðu fyrir skemmdum og rafmagns- og símastaurar féllu niður. Loka þurfti flugvelli Anchorage um tíma þar sem rýma þurfti flugumferðarturn flugvallarins.Innviðir fóru illa víða.AP/Loren HolmesAP fréttaveitan ræddi við Chris Riekena, sem var að keyra son sinn í skólann þegar fyrsti skjálftinn skall á. Hann hélt í fyrstu að bíllinn væri að bila en áttaði sig þó fljótt. Þá sá hann að vegurinn fyrir framan hann var að sökkva í jörðina. Riekena tók son sinn og hljóp úr bílnum. Þegar jörðin var hætt að skjálfa hafði vegurinn sokkið báðu megin við bílinn, sem sat þá á nokkurskonar malbikseyju. Sheila Bailey, sem starfar í mötuneyti í grunnskóla í Anchorage, segir það hafa verið ómögulegt að standa uppi. Hún og samstarfsmenn hennar hafi fallist í faðm. „Þetta hljómaði og okkur fannst eins og skólinn væri að rifna í tvennt.“ Bill Walker, ríkisstjóri Alaska segir að viðgerðir á vegum ríkisins muni taka langan tíma. Þessir skjálftar hafi valdið meiri skaða en gengur og gerist. Að meðaltali mælast um 40 þúsund jarðskjálftar á ári hverju í Alaska og eru oftar stærri skjálftar í ríkinu en verða samanlagt í öllum hinum 49 ríkjum Bandaríkjanna. Hins vegar er sjaldgæft að skjálftar verði svo nærri byggðum svæðum. Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Norður-Ameríka Tengdar fréttir Stór jarðskjálfti skók stærstu borg Alaska Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en síðar dregin til baka vegna jarðskjálftans sem var af stærðinni sjö. 30. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Yfirvöld Alaska vinna nú hörðum höndum að því að ná utan um hve miklum skaða stórir jarðskjálftar sem skullu á í gær ollu í ríkinu. Skjálftarnir mældust 7,0 og 5,7 stig og urðu skemmdir miklar í Anchorage og nærliggjandi sveitum. Engar fregnir hafa borist af dauðsföllum eða slysum. Í kjölfar skjálftanna var flóðbylgjuviðvörun gefin út en hún var afturkölluð tiltölulega fljótt. Rúður brotnuðu víða, hlutir duttu úr hillum, byggingar urðu fyrir skemmdum og rafmagns- og símastaurar féllu niður. Loka þurfti flugvelli Anchorage um tíma þar sem rýma þurfti flugumferðarturn flugvallarins.Innviðir fóru illa víða.AP/Loren HolmesAP fréttaveitan ræddi við Chris Riekena, sem var að keyra son sinn í skólann þegar fyrsti skjálftinn skall á. Hann hélt í fyrstu að bíllinn væri að bila en áttaði sig þó fljótt. Þá sá hann að vegurinn fyrir framan hann var að sökkva í jörðina. Riekena tók son sinn og hljóp úr bílnum. Þegar jörðin var hætt að skjálfa hafði vegurinn sokkið báðu megin við bílinn, sem sat þá á nokkurskonar malbikseyju. Sheila Bailey, sem starfar í mötuneyti í grunnskóla í Anchorage, segir það hafa verið ómögulegt að standa uppi. Hún og samstarfsmenn hennar hafi fallist í faðm. „Þetta hljómaði og okkur fannst eins og skólinn væri að rifna í tvennt.“ Bill Walker, ríkisstjóri Alaska segir að viðgerðir á vegum ríkisins muni taka langan tíma. Þessir skjálftar hafi valdið meiri skaða en gengur og gerist. Að meðaltali mælast um 40 þúsund jarðskjálftar á ári hverju í Alaska og eru oftar stærri skjálftar í ríkinu en verða samanlagt í öllum hinum 49 ríkjum Bandaríkjanna. Hins vegar er sjaldgæft að skjálftar verði svo nærri byggðum svæðum.
Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Norður-Ameríka Tengdar fréttir Stór jarðskjálfti skók stærstu borg Alaska Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en síðar dregin til baka vegna jarðskjálftans sem var af stærðinni sjö. 30. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Stór jarðskjálfti skók stærstu borg Alaska Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en síðar dregin til baka vegna jarðskjálftans sem var af stærðinni sjö. 30. nóvember 2018 21:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila