Pútín segist ekki tilbúinn að sleppa áhöfnum skipanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. desember 2018 21:15 Vladimir Pútín Rússlandsforseti. Ricardo Ceppi/Getty Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa sent fjölda hermanna að landamærum Rússlands og Úkraínu. Heldur hann því fram að Rússar hyggist ráðast inn í Úkraínu eftir átökin í Svartahafi sem hafa átt sér stað milli ríkjanna. „Við þurfum sterk, sameinuð og afgerandi viðbrögð við árásargjörnum aðgerðum Rússa,“ sagði Poroshenko í viðtali við þýska miðilinn Funke. Á mánudaginn sannfærði Poroshenko úkraínska þingið um að lýsa yfir herlögum til 30 daga, til þess að verjast mögulegri árás Rússa.Pútín segir ekki unnt að sleppa föngum Vladimir Pútín Rússlandsforseti tjáði sig við fjölmiðla á G20 leiðtogafundinum í Argentínu þar sem hann sagði „of snemmt“ að sleppa áhöfnum skipanna úr haldi. Fyrst þurfi að fara fram rannsókn á því sem átti sér stað á milli rússnesku og úkarínsku hersveitanna. Aðspurður hvort til greina kæmi að sleppa áhöfnum skipanna í skiptum fyrir Rússa sem eru í haldi Úkraínumanna sagði Pútín það ekki vera ákjósanlegan kost. „Við erum ekki að íhuga fangaskipti og Úkraína hefur ekki stungið upp á því heldur, það er of snemmt að ræða um slíkt strax. Það er enn verið að rannsaka málið.“ Þá sakaði Pútín úkraínsk stjórnvöld um að hafa ögrað rússneska hernum til þess að búa atvikið til og stigmagna átökin í þeim tilgangi að draga athygli frá vandamálum innanlands. „Það verður að vera á hreinu að þetta var klár ögrun að hálfu úkraínsku ríkisstjórnarinnar, það verður að koma fram. [...] Núverandi stjórnvöld í Úkraínu hafa engan áhuga á því að leysa málið. Á meðan þau eru við völd mun stríðið halda áfram. Hvers vegna? Vegna þess að þegar þú ert með ögranir, svona óvinveittar aðgerðir eins og í Svartahafinu, þá getur þú alltaf notað stríð til þess að réttlæta efnahagslegar hörmungar af þínum völdum.“ Rússland Úkraína Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa sent fjölda hermanna að landamærum Rússlands og Úkraínu. Heldur hann því fram að Rússar hyggist ráðast inn í Úkraínu eftir átökin í Svartahafi sem hafa átt sér stað milli ríkjanna. „Við þurfum sterk, sameinuð og afgerandi viðbrögð við árásargjörnum aðgerðum Rússa,“ sagði Poroshenko í viðtali við þýska miðilinn Funke. Á mánudaginn sannfærði Poroshenko úkraínska þingið um að lýsa yfir herlögum til 30 daga, til þess að verjast mögulegri árás Rússa.Pútín segir ekki unnt að sleppa föngum Vladimir Pútín Rússlandsforseti tjáði sig við fjölmiðla á G20 leiðtogafundinum í Argentínu þar sem hann sagði „of snemmt“ að sleppa áhöfnum skipanna úr haldi. Fyrst þurfi að fara fram rannsókn á því sem átti sér stað á milli rússnesku og úkarínsku hersveitanna. Aðspurður hvort til greina kæmi að sleppa áhöfnum skipanna í skiptum fyrir Rússa sem eru í haldi Úkraínumanna sagði Pútín það ekki vera ákjósanlegan kost. „Við erum ekki að íhuga fangaskipti og Úkraína hefur ekki stungið upp á því heldur, það er of snemmt að ræða um slíkt strax. Það er enn verið að rannsaka málið.“ Þá sakaði Pútín úkraínsk stjórnvöld um að hafa ögrað rússneska hernum til þess að búa atvikið til og stigmagna átökin í þeim tilgangi að draga athygli frá vandamálum innanlands. „Það verður að vera á hreinu að þetta var klár ögrun að hálfu úkraínsku ríkisstjórnarinnar, það verður að koma fram. [...] Núverandi stjórnvöld í Úkraínu hafa engan áhuga á því að leysa málið. Á meðan þau eru við völd mun stríðið halda áfram. Hvers vegna? Vegna þess að þegar þú ert með ögranir, svona óvinveittar aðgerðir eins og í Svartahafinu, þá getur þú alltaf notað stríð til þess að réttlæta efnahagslegar hörmungar af þínum völdum.“
Rússland Úkraína Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira