Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2018 14:49 Netöryggisráðgjafi forseta Bandaríkjanna, Rudy Giuliani. EPA/MICHAEL REYNOLDS Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. Til sönnunar þess segir Giuliani að Twitter hafi bætt hatursskilaboðum um Trump í tíst sem hann skrifaði þann 30. nóvember. Það er óhætt að segja að borgarstjórinn fyrrverandi hafi rangt fyrir sér. Í það minnsta hefur hann rangt fyrir sér að starfsmenn Twitter hafi bætt við tíst hans. Það má vel vera að starfsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins hati Donald Trump. Í umræddu tísti var Giuliani að skammast út í Rússarannsóknina svokölluðu, sem er starf hans, og sagði Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, vera stjórnlausan. Hann gleymdi þó að gera bil á milli setninga og setti óvart inn vefslóðina G-20.In. Þegar slíkt er gert á Twitter, tengir forritið slóðina við umrætt vefsvæði. Vefsvæði þetta var þó ekki í notkun. Þar til maður að nafni Jason Velazques tók eftir mistökunum og keypti vefsvæðið fyrir nokkur hundruð krónur. Þar setti hann inn einföld skilaboð. „Donald Trump er föðurlandssvikari.“Skilaboðin á vefslóðinni G-20.In.Í samtali við New York Times segir Velazquez að þetta hafi tekið hann um fimmtán mínútur.Tiltölulega fáir tóku eftir hrekknum, þó einhverjir miðlar hefðu fjallað um hann, og hann hefði vafalaust horfið eins og dögg fyrir sólu, ef Giuliani sjálfur hefði ekki vakið athygli á honum í nótt. Velazquez segist gáttaður á því að Giuliani hafi ekki einfaldlega eytt tístinu.Twitter allowed someone to invade my text with a disgusting anti-President message. The same thing-period no space-occurred later and it didn’t happen. Don’t tell me they are not committed cardcarrying anti-Trumpers. Time Magazine also may fit that description. FAIRNESS PLEASE — Rudy Giuliani (@RudyGiuliani) December 5, 2018Giuliani hélt því fram á Twitter í nótt að Twitter hefði gert einhverjum kleift að brjótast inn í tíst hans og koma þar fyrir andstyggilegum skilaboðum um Trump. Til sönnunar þess að ekki hefði verið um slys að ræða benti giuliani á að hann hefði gleymt bili seinna í tístinu og þar hefði Twitter ekki sett tengil. Twitter hefði sum sé ekki sett tengil á hina meintu vefslóð: Helsinki.Either. Það er ekki virkt vefsvæði. Þetta sagði Giuliani, sem meðal annars er titlaður sem ráðgjafi Trump varðandi netöryggi, vera til sönnunar um hatur Twitter gagnvart Trump. Talsmaður Twitter sagði New York Times að ásakanir Giuliani væru algerlega rangar. Fyrirtækið gæti ekki breytt tístum notenda. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum og víðar hafa lengi sakað samfélagsmiðla og tæknifyrirtæki um að vinna gegn sér, án þess þó að hafa mikið fyrir sér í þeim málum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. Til sönnunar þess segir Giuliani að Twitter hafi bætt hatursskilaboðum um Trump í tíst sem hann skrifaði þann 30. nóvember. Það er óhætt að segja að borgarstjórinn fyrrverandi hafi rangt fyrir sér. Í það minnsta hefur hann rangt fyrir sér að starfsmenn Twitter hafi bætt við tíst hans. Það má vel vera að starfsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins hati Donald Trump. Í umræddu tísti var Giuliani að skammast út í Rússarannsóknina svokölluðu, sem er starf hans, og sagði Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, vera stjórnlausan. Hann gleymdi þó að gera bil á milli setninga og setti óvart inn vefslóðina G-20.In. Þegar slíkt er gert á Twitter, tengir forritið slóðina við umrætt vefsvæði. Vefsvæði þetta var þó ekki í notkun. Þar til maður að nafni Jason Velazques tók eftir mistökunum og keypti vefsvæðið fyrir nokkur hundruð krónur. Þar setti hann inn einföld skilaboð. „Donald Trump er föðurlandssvikari.“Skilaboðin á vefslóðinni G-20.In.Í samtali við New York Times segir Velazquez að þetta hafi tekið hann um fimmtán mínútur.Tiltölulega fáir tóku eftir hrekknum, þó einhverjir miðlar hefðu fjallað um hann, og hann hefði vafalaust horfið eins og dögg fyrir sólu, ef Giuliani sjálfur hefði ekki vakið athygli á honum í nótt. Velazquez segist gáttaður á því að Giuliani hafi ekki einfaldlega eytt tístinu.Twitter allowed someone to invade my text with a disgusting anti-President message. The same thing-period no space-occurred later and it didn’t happen. Don’t tell me they are not committed cardcarrying anti-Trumpers. Time Magazine also may fit that description. FAIRNESS PLEASE — Rudy Giuliani (@RudyGiuliani) December 5, 2018Giuliani hélt því fram á Twitter í nótt að Twitter hefði gert einhverjum kleift að brjótast inn í tíst hans og koma þar fyrir andstyggilegum skilaboðum um Trump. Til sönnunar þess að ekki hefði verið um slys að ræða benti giuliani á að hann hefði gleymt bili seinna í tístinu og þar hefði Twitter ekki sett tengil. Twitter hefði sum sé ekki sett tengil á hina meintu vefslóð: Helsinki.Either. Það er ekki virkt vefsvæði. Þetta sagði Giuliani, sem meðal annars er titlaður sem ráðgjafi Trump varðandi netöryggi, vera til sönnunar um hatur Twitter gagnvart Trump. Talsmaður Twitter sagði New York Times að ásakanir Giuliani væru algerlega rangar. Fyrirtækið gæti ekki breytt tístum notenda. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum og víðar hafa lengi sakað samfélagsmiðla og tæknifyrirtæki um að vinna gegn sér, án þess þó að hafa mikið fyrir sér í þeim málum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira