Erlent

Eldflaug SpaceX lenti á sjó vegna bilunar

Samúel Karl Ólason skrifar
Þetta var í fyrsta sinn sem SpaceX notaði sömu eldflaugina í þriðja sinn.
Þetta var í fyrsta sinn sem SpaceX notaði sömu eldflaugina í þriðja sinn. SpaceX
Bilun kom upp í eldflaug SpaceX við geimskot í gær svo eldflaugin lenti á sjó í stað þess að lenda á jörðinni. Þetta var í þriðja sinn sem þessi tiltekna eldflaug var notuð til að koma farmi út í geim og tókst það þó lendingin hafi ekki heppnast. Þetta var í fyrsta sinn sem SpaceX notaði sömu eldflaugina í þriðja sinn. Að þessu sinni var eldflaugin notuð til að koma birgðum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og var jólamáltíð geimfaranna þar á meðal.

Birgðirnar innihalda einnig 40 mýs og 36 þúsund orma, sem nota á við rannsóknir á öldrun og breytingum á vöðvum í þyngdarleysi. Áætlað er að Dragon-geimfari SpaceX nái til geimstöðvarinnar á laugardaginn.

Á leið aftur til jarðar kom þó upp bilun í vökvapumpu jafnvægisbúnaðar eldflaugarinnar svo hún snerist. Samkvæmt Elon Musk, stofnanda SpaceX, jafnað hreyfill eldflaugarinnar hana þó skömmu fyrir lendingu og virtist hún hafa lent í heilu lagi.

Eldflaugin virtist lenda upprétt og hefði hún mögulega náð að lenda á jörðinni.

Hans Koenigsmann, varaforstjóri SpaceX, segir eldflaugina sjálfa hafa greint vandann og það sé innbyggt í þær að lenda í vatni í tilvikum sem þessum. Markmiðið sé að tryggja öryggi fólks.



SpaceX hefur tólf sinnum lent á jörðinni áður og er þetta í fyrsta sinn sem slík lending misheppnast. Þá hafa lendingar á drónaskipum oft misheppnast. Allt í allt segir Koenigsmann að fyrirtækið hafi lent 32 eldflaugum í heilu lagi, sé eldflaugin í gær ekki talin með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×