Erlent

Helmingur lýkur námi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Frá Nuuk.
Frá Nuuk. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR

Aðeins helmingur nemenda sem hefja nám í framhaldsskóla á Grænlandi útskrifast, að sögn grænlenska útvarpsins. Árið 2016 kláruðu 52 prósent framhaldsskólanema námið og hefur sá fjöldi verið nær óbreyttur frá 2012.

Hins vegar hefur aðsóknin í framhaldskóla aukist um 56 prósent frá 2006. Þannig að þótt helmingur ljúki náminu voru þeir sem settu upp stúdentshúfu árið 2016 181 fleiri en árið 2006.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.