Trump úthúðar fyrrum utanríkisráðherra á Twitter Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. desember 2018 22:11 Trump og Tillerson þegar allt lék í lyndi. Chris Kleponis-Pool/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi í kvöld frá sér tíst þar sem hann fór ófögrum orðum um Rex Tillerson, fyrrum utanríkisráðherra í ríkisstjórn sinni. Trump lét Tillerson, sem var forstjóri olíu- og gasfyrirtækisins ExxonMobil þar til hann tók sæti sem utanríkisráðherra snemma ársins 2017, víkja sæti úr ríkisstjórninni í lok mars á þessu ári. Við embættinu tók Mike Pompeo, sem var forstjóri leyniþjónustunnar CIA. Í tístinu sem um ræðir segir Trump að Pompeo sé að standa sig frábærlega í starfi og segist stoltur af honum. Aðra sögu sé að segja um Tillerson. „[Tillerson] hafði ekki þá vitsmunalegu getu sem til þurfti. Hann var grjótheimskur og ég átti að losa mig við hann fyrr. Hann var fáránlega latur,“ er meðal þess sem segir í tísti frá Trump. Hann bætir svo við að nú horfi allt öðru vísi við í utanríkismálum Bandaríkjanna.Mike Pompeo is doing a great job, I am very proud of him. His predecessor, Rex Tillerson, didn’t have the mental capacity needed. He was dumb as a rock and I couldn’t get rid of him fast enough. He was lazy as hell. Now it is a whole new ballgame, great spirit at State! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 7, 2018 Ætla má að tístið séu viðbrögð Trump við viðtali við CBS sem birtist í gærkvöldi en þar sagði Tillerson forsetann vera agalausan. Þá sakaði hann Trump um að vilja ekki lesa undirbúningsgögn sem væru skrifuð fyrir hann og sagði hann forsetann ekki vilja kynna sér málefni ítarlega. Þá sagði hann forsetann einnig hafa reynt að framkvæma „ólöglega hluti,“ eins og Tillerson orðaði það sjálfur. „Forsetinn sagði oft: Hér er það sem ég vil gera og ég vil gera það svona. Ég sagði þá við hann: Herra forseti, ég skil hvað þú vilt gera en þú getur ekki gert það svona. Það er ólöglegt,“ sagði Tillerson á fjáröflun í gær. Við það yrði Trump pirraður út í Tillerson. Hann sagðist þá hafa sagt Trump að þeir gætu tekið slaginn á þingi og fengið lögunum breytt. Það væri ekkert að því og ef forsetinn vildi það myndi hann reyna. Viðtalið má sjá hér að neðan.WATCH: Former Secretary of State Rex Tillerson is speaking publicly about what led to his firing in March by President Trump. CBS News political contributor @bobschieffer interviewed Tillerson in Houston last night, at a dinner to benefit MD Anderson Cancer Center. pic.twitter.com/47qDqcsrMs — CBS This Morning (@CBSThisMorning) December 7, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi í kvöld frá sér tíst þar sem hann fór ófögrum orðum um Rex Tillerson, fyrrum utanríkisráðherra í ríkisstjórn sinni. Trump lét Tillerson, sem var forstjóri olíu- og gasfyrirtækisins ExxonMobil þar til hann tók sæti sem utanríkisráðherra snemma ársins 2017, víkja sæti úr ríkisstjórninni í lok mars á þessu ári. Við embættinu tók Mike Pompeo, sem var forstjóri leyniþjónustunnar CIA. Í tístinu sem um ræðir segir Trump að Pompeo sé að standa sig frábærlega í starfi og segist stoltur af honum. Aðra sögu sé að segja um Tillerson. „[Tillerson] hafði ekki þá vitsmunalegu getu sem til þurfti. Hann var grjótheimskur og ég átti að losa mig við hann fyrr. Hann var fáránlega latur,“ er meðal þess sem segir í tísti frá Trump. Hann bætir svo við að nú horfi allt öðru vísi við í utanríkismálum Bandaríkjanna.Mike Pompeo is doing a great job, I am very proud of him. His predecessor, Rex Tillerson, didn’t have the mental capacity needed. He was dumb as a rock and I couldn’t get rid of him fast enough. He was lazy as hell. Now it is a whole new ballgame, great spirit at State! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 7, 2018 Ætla má að tístið séu viðbrögð Trump við viðtali við CBS sem birtist í gærkvöldi en þar sagði Tillerson forsetann vera agalausan. Þá sakaði hann Trump um að vilja ekki lesa undirbúningsgögn sem væru skrifuð fyrir hann og sagði hann forsetann ekki vilja kynna sér málefni ítarlega. Þá sagði hann forsetann einnig hafa reynt að framkvæma „ólöglega hluti,“ eins og Tillerson orðaði það sjálfur. „Forsetinn sagði oft: Hér er það sem ég vil gera og ég vil gera það svona. Ég sagði þá við hann: Herra forseti, ég skil hvað þú vilt gera en þú getur ekki gert það svona. Það er ólöglegt,“ sagði Tillerson á fjáröflun í gær. Við það yrði Trump pirraður út í Tillerson. Hann sagðist þá hafa sagt Trump að þeir gætu tekið slaginn á þingi og fengið lögunum breytt. Það væri ekkert að því og ef forsetinn vildi það myndi hann reyna. Viðtalið má sjá hér að neðan.WATCH: Former Secretary of State Rex Tillerson is speaking publicly about what led to his firing in March by President Trump. CBS News political contributor @bobschieffer interviewed Tillerson in Houston last night, at a dinner to benefit MD Anderson Cancer Center. pic.twitter.com/47qDqcsrMs — CBS This Morning (@CBSThisMorning) December 7, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira