Erlent

Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gracie Millane var nýútskrifuð úr háskóla.
Gracie Millane var nýútskrifuð úr háskóla.
26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðs á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. BBC greinir frá.

Millane hafði verið á ferð ein síns liðs um Nýja-Sjáland í tvær vikur er hún týndist. Talið er víst að hún hafi verið myrt en tilkynning um að til stæði að ákæra manninn vegna morðsins var gefin út eftir að lögregla hafði farið yfir gögn málsins.

Þar á meðal eru upptökur úr eftirlitsmyndavélum, nákvæm rannsókn á hótelinu þar sem hún dvaldi sem og rannsókn á bíl sem fannst og lögreglan telur að tengist morðinu á einhvern hátt.

Millane sást síðast í Auckland, stærstu borg Nýja-Sjálands, en á blaðamannafundi sagði faðir hennar að hún hafi sent fjölskyldu sinni stöðug skilaboð og myndir frá ævintýrum hennar á ferðalaginu, allt þangað til er hún hvarf.

Lögregla leitar einnig að ýmsum munum í eigum Millane, svo sem vegabréfs hennar og skartgripu í von um að það hjálpi til við að finna lík hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×