Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2018 08:00 Frá COP24-loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. Vísir/EPA Fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Sádi-Arabíu og Kúveit komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Póllandi samþykkti ályktun þar sem nýrri vísindaskýrslu um áhrif 1,5°C hnattrænna hlýnunar hefði verið fagnað. Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kom út í nóvember. Aðildarríkin höfðu óskað eftir að hún yrði tekin saman eftir að samþykkt var í Parísarsamkomulaginu árið 2015 að reyna að halda hlýnun innan við 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Niðurstöður skýrslunnar vöktu mikla athygli, ekki síst að heimsbyggðin sé víðsfjarri því að ná 1,5°C markmiðinu. Miðað við núverandi losun mannkynsins verði hlýnunin nær 3°C fyrir lok aldarinnar. Draga þurfi hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Þegar fulltrúar á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi ætluðu að álykta um að þeir tækju skýrslunni opnum örmum andmæltu fulltrúar ríkjanna fjögurra. Þeir kröfðust þess að í ályktuninni segðist fundurinn veita skýrslunni „eftirtekt“. Kröfurnar leiddu til langdreginna samningaviðræðna um málamiðlun um orðalag ályktunarinnar. Allt kom þó fyrir ekki. Bandaríkjamenn, Rússar, Sádar og Kúveitar sátu fastir við sinn keip og komu í veg fyrir að fundurinn samþykkti nokkuð um vísindaskýrsluna. Enn er þó ekki loku fyrir það skotið að þegar ráðherrar mæta til fundarins nú í vikunni muni þeir aftur reyna að gera skýrsluna að miðpunkti ráðstefnunnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkin voru leiðandi þegar Parísarsamkomulagið var fyrst gert í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta. Eftir að Donald Trump tók við sem Bandaríkjaforseti hefur ríkisstjórn hans tilkynnt um að hún ætli að draga sig úr samkomulaginu og dregið til baka nær allar loftslagsaðgerðir heima fyrir. Bandaríkin senda enga háttsetta embættismenn á loftslagsráðstefnuna að þessu sinni. Bandaríkin Loftslagsmál Mið-Austurlönd Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftlagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. 28. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Sádi-Arabíu og Kúveit komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Póllandi samþykkti ályktun þar sem nýrri vísindaskýrslu um áhrif 1,5°C hnattrænna hlýnunar hefði verið fagnað. Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kom út í nóvember. Aðildarríkin höfðu óskað eftir að hún yrði tekin saman eftir að samþykkt var í Parísarsamkomulaginu árið 2015 að reyna að halda hlýnun innan við 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Niðurstöður skýrslunnar vöktu mikla athygli, ekki síst að heimsbyggðin sé víðsfjarri því að ná 1,5°C markmiðinu. Miðað við núverandi losun mannkynsins verði hlýnunin nær 3°C fyrir lok aldarinnar. Draga þurfi hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Þegar fulltrúar á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi ætluðu að álykta um að þeir tækju skýrslunni opnum örmum andmæltu fulltrúar ríkjanna fjögurra. Þeir kröfðust þess að í ályktuninni segðist fundurinn veita skýrslunni „eftirtekt“. Kröfurnar leiddu til langdreginna samningaviðræðna um málamiðlun um orðalag ályktunarinnar. Allt kom þó fyrir ekki. Bandaríkjamenn, Rússar, Sádar og Kúveitar sátu fastir við sinn keip og komu í veg fyrir að fundurinn samþykkti nokkuð um vísindaskýrsluna. Enn er þó ekki loku fyrir það skotið að þegar ráðherrar mæta til fundarins nú í vikunni muni þeir aftur reyna að gera skýrsluna að miðpunkti ráðstefnunnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkin voru leiðandi þegar Parísarsamkomulagið var fyrst gert í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta. Eftir að Donald Trump tók við sem Bandaríkjaforseti hefur ríkisstjórn hans tilkynnt um að hún ætli að draga sig úr samkomulaginu og dregið til baka nær allar loftslagsaðgerðir heima fyrir. Bandaríkin senda enga háttsetta embættismenn á loftslagsráðstefnuna að þessu sinni.
Bandaríkin Loftslagsmál Mið-Austurlönd Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftlagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. 28. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54
Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34
Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftlagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. 28. nóvember 2018 10:00