Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2018 10:00 Trump á vettvangi eldanna í Kaliforníu, þar sem hann velti vöngum yfir því hvort íbúar ríkisins ættu að raka skóganna eins og hann taldi gert í Finnlandi. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki vera meðal þeirra sem trúa á því að loftslagsbreytingar séu að auka á vandamál Bandaríkjanna. Hann sjái þetta ekki sem vandamál og trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftslagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. Trump hefur fellt niður þó nokkrar reglugerðir sem snúa að umhverfisvernd í Bandaríkjunum og hefur ekki tekið upp neins konar umhverfisstefnu.„Eitt af vandamálunum sem fólk eins og ég, við erum með hátt gáfnastig en trúum þessu ekki endilega þannig,“ sagði Trump í viðtali sem Washington Post birti í gær. Þar var hann spurður út í loftlagsbreytingar. „Varðandi það hvort það er af mannavöldum eða ekki og hvort þessi áhrif sem þú ert að tala um eru þarna eða ekki, ég sé það ekki.“ Í stað þess að ræða það sem vísindamenn segja að sé að keyra loftslagsbreytingar áfram; koltvísýringur sem myndast við brennslu jarðefnaeldsneytis, fór forsetinn að tala um mengun í öðrum löndum og í höfum jarðarinnar og stýringu skógvaxinna svæða. „Þú horfir á loftið okkar og vatnið okkar og núna hefur það aldrei verið hreinna,“ sagði Trump. „En ef þú horfir á Kína og þú horfir á hluta Asíu og þú horfir á Suður-Ameríku og þegar þú horfir á marga aðra staði í heiminum, þar á meðal Rússland, auk margra annarra staða, er loftið ótrúlega óhreint, og þegar þú talar um gufuhvolf, þá eru höfin mjög smá. Þetta blæs hingað yfir og siglir hingað yfir. Ég meina við tökum alltaf þúsundir tonna af rusli af ströndum okkar sem kemur hingað frá Asíu. Það bara flæðir beint niður Kyrrahafið. Það flæðir og við segjum: Hvaðan kemur þetta? og það þarf svo mikið fólk, til að byrja með.“ Eins og bent er á í umfjöllun WP hefur hitastig jarðarinnar hækkað og hafa margar rannsóknir sýnt fram á að verði ekki dregið úr losun koltvísýrings muni hlýnunin halda áfram og á endanum valda óafturkræfum skaða. Sameinuðu þjóðirnar sögðu í gær að ekki hefði gengið nægilega vel að draga úr losun koltvísýrings og að þjóðir heimsins væru langt frá því að standa við loforð sín í þeim efnum. Blaðamenn Washington Post báru ummæli Trump undir loftslagsvísindamenn sem spöruðu ekki stóru orðin. Katharine Hayhoe sagði staðreyndir vera sannar þó fólk trúði þeim ekki. Það að forseti Bandaríkjanna kysi að trúa þeim ekki setti Bandaríkin og hundruð milljónir manna í hættu. Andrew Dessler átti erfitt með að tjá sig um ummæli forsetans. „Hvernig í ósköpunum er hægt að svara þessu?“ sagði Dessler. Hann sagði ummæli Trump vera heimskuleg og að svo virtist sem að hann vildi eingöngu ráðast gegn umhverfisstefnumálum Barack Obama og gagnrýna pólitíska andstæðinga sína. Bandaríkin Donald Trump Finnland Loftslagsmál Norðurlönd Tengdar fréttir Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skóga Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. 18. nóvember 2018 18:58 Ummæli um „Obama dómara“ fóru öfugt ofan í forseta Hæstaréttar Afar sjaldgæft er að forseti Hæstaréttar tali opinberlega gegn sitjandi forseta og er þetta í fyrsta sinn sem Roberts hefur á nokkurn hátt gagnrýnt Trump 21. nóvember 2018 22:59 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Trump dregur niðurstöður loftslagsskýrslunnar í efa Donald Trump svaraði spurningum blaðamanna um nýútgefna loftslagsskýrslu við Hvíta húsið í dag. Trump sagðist ekki trúa því að áhrif loftslagsbreytinga yrði á þá leið sem skýrslan lýsir. 26. nóvember 2018 23:24 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki vera meðal þeirra sem trúa á því að loftslagsbreytingar séu að auka á vandamál Bandaríkjanna. Hann sjái þetta ekki sem vandamál og trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftslagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. Trump hefur fellt niður þó nokkrar reglugerðir sem snúa að umhverfisvernd í Bandaríkjunum og hefur ekki tekið upp neins konar umhverfisstefnu.„Eitt af vandamálunum sem fólk eins og ég, við erum með hátt gáfnastig en trúum þessu ekki endilega þannig,“ sagði Trump í viðtali sem Washington Post birti í gær. Þar var hann spurður út í loftlagsbreytingar. „Varðandi það hvort það er af mannavöldum eða ekki og hvort þessi áhrif sem þú ert að tala um eru þarna eða ekki, ég sé það ekki.“ Í stað þess að ræða það sem vísindamenn segja að sé að keyra loftslagsbreytingar áfram; koltvísýringur sem myndast við brennslu jarðefnaeldsneytis, fór forsetinn að tala um mengun í öðrum löndum og í höfum jarðarinnar og stýringu skógvaxinna svæða. „Þú horfir á loftið okkar og vatnið okkar og núna hefur það aldrei verið hreinna,“ sagði Trump. „En ef þú horfir á Kína og þú horfir á hluta Asíu og þú horfir á Suður-Ameríku og þegar þú horfir á marga aðra staði í heiminum, þar á meðal Rússland, auk margra annarra staða, er loftið ótrúlega óhreint, og þegar þú talar um gufuhvolf, þá eru höfin mjög smá. Þetta blæs hingað yfir og siglir hingað yfir. Ég meina við tökum alltaf þúsundir tonna af rusli af ströndum okkar sem kemur hingað frá Asíu. Það bara flæðir beint niður Kyrrahafið. Það flæðir og við segjum: Hvaðan kemur þetta? og það þarf svo mikið fólk, til að byrja með.“ Eins og bent er á í umfjöllun WP hefur hitastig jarðarinnar hækkað og hafa margar rannsóknir sýnt fram á að verði ekki dregið úr losun koltvísýrings muni hlýnunin halda áfram og á endanum valda óafturkræfum skaða. Sameinuðu þjóðirnar sögðu í gær að ekki hefði gengið nægilega vel að draga úr losun koltvísýrings og að þjóðir heimsins væru langt frá því að standa við loforð sín í þeim efnum. Blaðamenn Washington Post báru ummæli Trump undir loftslagsvísindamenn sem spöruðu ekki stóru orðin. Katharine Hayhoe sagði staðreyndir vera sannar þó fólk trúði þeim ekki. Það að forseti Bandaríkjanna kysi að trúa þeim ekki setti Bandaríkin og hundruð milljónir manna í hættu. Andrew Dessler átti erfitt með að tjá sig um ummæli forsetans. „Hvernig í ósköpunum er hægt að svara þessu?“ sagði Dessler. Hann sagði ummæli Trump vera heimskuleg og að svo virtist sem að hann vildi eingöngu ráðast gegn umhverfisstefnumálum Barack Obama og gagnrýna pólitíska andstæðinga sína.
Bandaríkin Donald Trump Finnland Loftslagsmál Norðurlönd Tengdar fréttir Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skóga Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. 18. nóvember 2018 18:58 Ummæli um „Obama dómara“ fóru öfugt ofan í forseta Hæstaréttar Afar sjaldgæft er að forseti Hæstaréttar tali opinberlega gegn sitjandi forseta og er þetta í fyrsta sinn sem Roberts hefur á nokkurn hátt gagnrýnt Trump 21. nóvember 2018 22:59 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Trump dregur niðurstöður loftslagsskýrslunnar í efa Donald Trump svaraði spurningum blaðamanna um nýútgefna loftslagsskýrslu við Hvíta húsið í dag. Trump sagðist ekki trúa því að áhrif loftslagsbreytinga yrði á þá leið sem skýrslan lýsir. 26. nóvember 2018 23:24 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skóga Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. 18. nóvember 2018 18:58
Ummæli um „Obama dómara“ fóru öfugt ofan í forseta Hæstaréttar Afar sjaldgæft er að forseti Hæstaréttar tali opinberlega gegn sitjandi forseta og er þetta í fyrsta sinn sem Roberts hefur á nokkurn hátt gagnrýnt Trump 21. nóvember 2018 22:59
Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34
Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28
Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45
Trump dregur niðurstöður loftslagsskýrslunnar í efa Donald Trump svaraði spurningum blaðamanna um nýútgefna loftslagsskýrslu við Hvíta húsið í dag. Trump sagðist ekki trúa því að áhrif loftslagsbreytinga yrði á þá leið sem skýrslan lýsir. 26. nóvember 2018 23:24