Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2018 08:00 Frá COP24-loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. Vísir/EPA Fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Sádi-Arabíu og Kúveit komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Póllandi samþykkti ályktun þar sem nýrri vísindaskýrslu um áhrif 1,5°C hnattrænna hlýnunar hefði verið fagnað. Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kom út í nóvember. Aðildarríkin höfðu óskað eftir að hún yrði tekin saman eftir að samþykkt var í Parísarsamkomulaginu árið 2015 að reyna að halda hlýnun innan við 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Niðurstöður skýrslunnar vöktu mikla athygli, ekki síst að heimsbyggðin sé víðsfjarri því að ná 1,5°C markmiðinu. Miðað við núverandi losun mannkynsins verði hlýnunin nær 3°C fyrir lok aldarinnar. Draga þurfi hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Þegar fulltrúar á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi ætluðu að álykta um að þeir tækju skýrslunni opnum örmum andmæltu fulltrúar ríkjanna fjögurra. Þeir kröfðust þess að í ályktuninni segðist fundurinn veita skýrslunni „eftirtekt“. Kröfurnar leiddu til langdreginna samningaviðræðna um málamiðlun um orðalag ályktunarinnar. Allt kom þó fyrir ekki. Bandaríkjamenn, Rússar, Sádar og Kúveitar sátu fastir við sinn keip og komu í veg fyrir að fundurinn samþykkti nokkuð um vísindaskýrsluna. Enn er þó ekki loku fyrir það skotið að þegar ráðherrar mæta til fundarins nú í vikunni muni þeir aftur reyna að gera skýrsluna að miðpunkti ráðstefnunnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkin voru leiðandi þegar Parísarsamkomulagið var fyrst gert í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta. Eftir að Donald Trump tók við sem Bandaríkjaforseti hefur ríkisstjórn hans tilkynnt um að hún ætli að draga sig úr samkomulaginu og dregið til baka nær allar loftslagsaðgerðir heima fyrir. Bandaríkin senda enga háttsetta embættismenn á loftslagsráðstefnuna að þessu sinni. Bandaríkin Loftslagsmál Mið-Austurlönd Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftlagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. 28. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira
Fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Sádi-Arabíu og Kúveit komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Póllandi samþykkti ályktun þar sem nýrri vísindaskýrslu um áhrif 1,5°C hnattrænna hlýnunar hefði verið fagnað. Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kom út í nóvember. Aðildarríkin höfðu óskað eftir að hún yrði tekin saman eftir að samþykkt var í Parísarsamkomulaginu árið 2015 að reyna að halda hlýnun innan við 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Niðurstöður skýrslunnar vöktu mikla athygli, ekki síst að heimsbyggðin sé víðsfjarri því að ná 1,5°C markmiðinu. Miðað við núverandi losun mannkynsins verði hlýnunin nær 3°C fyrir lok aldarinnar. Draga þurfi hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Þegar fulltrúar á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi ætluðu að álykta um að þeir tækju skýrslunni opnum örmum andmæltu fulltrúar ríkjanna fjögurra. Þeir kröfðust þess að í ályktuninni segðist fundurinn veita skýrslunni „eftirtekt“. Kröfurnar leiddu til langdreginna samningaviðræðna um málamiðlun um orðalag ályktunarinnar. Allt kom þó fyrir ekki. Bandaríkjamenn, Rússar, Sádar og Kúveitar sátu fastir við sinn keip og komu í veg fyrir að fundurinn samþykkti nokkuð um vísindaskýrsluna. Enn er þó ekki loku fyrir það skotið að þegar ráðherrar mæta til fundarins nú í vikunni muni þeir aftur reyna að gera skýrsluna að miðpunkti ráðstefnunnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkin voru leiðandi þegar Parísarsamkomulagið var fyrst gert í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta. Eftir að Donald Trump tók við sem Bandaríkjaforseti hefur ríkisstjórn hans tilkynnt um að hún ætli að draga sig úr samkomulaginu og dregið til baka nær allar loftslagsaðgerðir heima fyrir. Bandaríkin senda enga háttsetta embættismenn á loftslagsráðstefnuna að þessu sinni.
Bandaríkin Loftslagsmál Mið-Austurlönd Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftlagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. 28. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira
Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54
Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34
Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftlagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. 28. nóvember 2018 10:00