Erlent

Fékk 48 kíló af kókaíni í veiðarfærin

Andri Eysteinsson skrifar
Þess sending er talsvert stærri en sú sem veiðimaðurinn fann. Efnið á myndinni var gert upptækt á Marshalleyjum  árið 2008.
Þess sending er talsvert stærri en sú sem veiðimaðurinn fann. Efnið á myndinni var gert upptækt á Marshalleyjum árið 2008. EPA/Andina
Veiðimaður sem gerir út frá Marshalleyjum veiddi á dögunum 48 kíló af hvítu dufti, sem talið er vera kókaín, í veiðarfæri sín. Efnið sem var að sögn Japan Times, fagmannlega pakkað í plast er talið vera virði 4 milljóna Bandaríkjadala.

Lögregluyfirvöld í landinu segja að miklar líkur séu á að allt efnið sé nú í fórum lögreglu og að litlar líkur hafi verið á því að efnið sem fannst hafi orðið viðskila við stærri pakka af efninu.

Lögregla segir að veiðimaðurinn hafi haft samband við lögreglu í síðustu viku þegar hann fann efnin 500 km frá höfuðborg landsins Majuro.

Kalla þurfti eftir aðstoð Bandaríkjanna þar sem aðstaða til greiningar efnisins í landinu dugar ekki til. Milli ársins 2002 og 2009 ráku kókaínsendingar upp á strendur Marshalleyja í sex skipti hið minnsta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.