May reynir nú að reka smiðshöggið á Brexit Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. nóvember 2018 09:00 Theresa May í fyrirspurnatíma á breska þinginu í gær. Nordicphotos/AFP Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ferðaðist til Brussel, höfuðborgar Belgíu, í gær til þess að reyna að klára gerð yfirlýsingar um framtíðarsamband Bretlands og Evrópusambandsins eftir útgöngu Breta. Yfirlýsingin á að vera um tuttugu blaðsíðna pólitískt skjal, samkvæmt Reuters, og hugsað til þess að fylgja með um 600 síðna samningi um framtíðarsambandið. Þá mun May einnig reyna að klára gerð samningsins sjálfs. „Við munum halda áfram samningaviðræðum um þetta framtíðarsamband til að tryggja að við náum samningi sem við teljum sem bestan fyrir Bretland,“ sagði May á þingi áður en hún lagði af stað. Bretar eiga að ganga út úr sambandinu næsta haust en það var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2016. Samkvæmt Reuters leitaðist hún sérstaklega við að tryggja skuldbindingar í von um að lægja öldurnar heima fyrir. Harðir Brexit-sinnar innan Íhaldsflokks May hafa sagst ósáttir við drög að samningi sem birt voru í síðustu viku og reynt að knýja fram vantraustsatkvæðagreiðslu og nýtt leiðtogaval. Þá hafa þingmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) á Norður-Írlandi, sem verja ríkisstjórn May vantrausti, einnig greint frá óánægju sinni. Sú óánægja stafar af því að Norður-Írland þarf áfram að hlýða reglum tollabandalags og innri markaðar ESB til að fyrirbyggja sýnileg landamæri við Norður-Írland, annað en aðrir hlutar Bretlands. Samflokksmenn May á þingi hafa hvatt hana til þess að reyna að semja um nýtt samkomulag vegna þessarar óánægju. Andrew Rosindell, einn harðra Brexit-sinna, spurði í fyrirspurnartíma á þingi í gær hvort May myndi geta hugsað sér að endurskoða afstöðu sína. Manfred Weber, leiðtogi EPP á Evrópuþinginu, sagði á dögunum að samningurinn væri sanngjarn. Þá sagði hann að samningurinn yrði ekki endurskoðaður. Boltinn væri nú hjá Bretlandi og breska þingið ætti næsta leik. Ekki er ljóst hvort breska þingið samþykki samninginn. Stór hluti Íhaldsflokksins, sem er í minnihlutastjórn, er til að mynda andvígur honum. Enn á þó eftir að semja um nokkur atriði. Til að mynda rétt evrópskra skipa til veiða í breskri landhelgi, aðkomu Breta að innri markaði ESB og um stöðu bresku hólmlendunnar Gíbraltar. Þar af leiðir að vafi er um hvort fyrirhugaður fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem fram á að fara á sunnudaginn, fari fram. Samkvæmt Bloomberg hefur Angela Merkel, kanslari Þýskalands, til dæmis lýst því yfir að hún muni ekki sækja fundinn nema hún geti skrifað undir fullkláraðan samning. Belgía Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00 Máttinn dregur úr uppreisn gegn Theresu May Ekki nógu margir vilja að vantrausti verði lýst yfir á Theresu May. 20. nóvember 2018 19:00 Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ferðaðist til Brussel, höfuðborgar Belgíu, í gær til þess að reyna að klára gerð yfirlýsingar um framtíðarsamband Bretlands og Evrópusambandsins eftir útgöngu Breta. Yfirlýsingin á að vera um tuttugu blaðsíðna pólitískt skjal, samkvæmt Reuters, og hugsað til þess að fylgja með um 600 síðna samningi um framtíðarsambandið. Þá mun May einnig reyna að klára gerð samningsins sjálfs. „Við munum halda áfram samningaviðræðum um þetta framtíðarsamband til að tryggja að við náum samningi sem við teljum sem bestan fyrir Bretland,“ sagði May á þingi áður en hún lagði af stað. Bretar eiga að ganga út úr sambandinu næsta haust en það var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2016. Samkvæmt Reuters leitaðist hún sérstaklega við að tryggja skuldbindingar í von um að lægja öldurnar heima fyrir. Harðir Brexit-sinnar innan Íhaldsflokks May hafa sagst ósáttir við drög að samningi sem birt voru í síðustu viku og reynt að knýja fram vantraustsatkvæðagreiðslu og nýtt leiðtogaval. Þá hafa þingmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) á Norður-Írlandi, sem verja ríkisstjórn May vantrausti, einnig greint frá óánægju sinni. Sú óánægja stafar af því að Norður-Írland þarf áfram að hlýða reglum tollabandalags og innri markaðar ESB til að fyrirbyggja sýnileg landamæri við Norður-Írland, annað en aðrir hlutar Bretlands. Samflokksmenn May á þingi hafa hvatt hana til þess að reyna að semja um nýtt samkomulag vegna þessarar óánægju. Andrew Rosindell, einn harðra Brexit-sinna, spurði í fyrirspurnartíma á þingi í gær hvort May myndi geta hugsað sér að endurskoða afstöðu sína. Manfred Weber, leiðtogi EPP á Evrópuþinginu, sagði á dögunum að samningurinn væri sanngjarn. Þá sagði hann að samningurinn yrði ekki endurskoðaður. Boltinn væri nú hjá Bretlandi og breska þingið ætti næsta leik. Ekki er ljóst hvort breska þingið samþykki samninginn. Stór hluti Íhaldsflokksins, sem er í minnihlutastjórn, er til að mynda andvígur honum. Enn á þó eftir að semja um nokkur atriði. Til að mynda rétt evrópskra skipa til veiða í breskri landhelgi, aðkomu Breta að innri markaði ESB og um stöðu bresku hólmlendunnar Gíbraltar. Þar af leiðir að vafi er um hvort fyrirhugaður fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem fram á að fara á sunnudaginn, fari fram. Samkvæmt Bloomberg hefur Angela Merkel, kanslari Þýskalands, til dæmis lýst því yfir að hún muni ekki sækja fundinn nema hún geti skrifað undir fullkláraðan samning.
Belgía Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00 Máttinn dregur úr uppreisn gegn Theresu May Ekki nógu margir vilja að vantrausti verði lýst yfir á Theresu May. 20. nóvember 2018 19:00 Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00
Máttinn dregur úr uppreisn gegn Theresu May Ekki nógu margir vilja að vantrausti verði lýst yfir á Theresu May. 20. nóvember 2018 19:00
Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila