Íslenski boltinn

Formaður knattspyrnudeildar Vals: „Við erum á 2018 þó að sumir vilji vera í fornöldinni“

Anton Ingi Leifsson skrifar

Verðmæti Vals hefur aukist til mikilla muna eftir að félagið hóf að leika á gervigrasi í fótboltanum árið 2015. Þetta er framtíðin segir formaður knattspyrnudeildar Vals.

Það þótti umdeild ákvörðun er Valsmenn skiptu á gervigras árið 2015 en sú ákvörðun hefur borgað sig margtfalt fyrir félagið og sannað gildið sitt segir Börkur Edvardsson, formaður.

„Fyrir okkur Valsmenn var þetta hárrétt ákvörðun. Þetta hefur gjörbreytt fótbolta aðstöðunni en ekki síður umgjörðinni félagslega; bæði fyrir yngri flokka, handbolta og körfubolta,“ sagði Edvard Börkur.

„Í dag er þetta ein heild, við vorum dálítið sundurtættir. Fótboltastrákarnir og stelpurnar voru að æfa hér og þar um allan bæ. Núna erum við með alla á Hlíðarenda og krakkarnir hitta fyrirmyndirnar.“

„Ég myndi aldrei snúa til baka á nátturulegt gras því þetta er miklu dýpri umræða en bara fótbolti meistaraflokks karla á grasi eða gervigrasi. Þetta er svo miklu meira.“

„Félögin eiga ekki mikið af peningum og að vera með völl sem nýtist öllu félaginu frá morgni til kvölds, ljós, heitt vatn. Þetta er svart og hvítt. Við erum komnir 2018 þó að sumir vilji vera í fornöldinni.“

Innslagið í heild sinni má sjá í glugganum hér efst í fréttinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.