Íslenski boltinn

Karlar hafa meiri áhuga á kvennaboltanum en konur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik í Pepsi-deild kvenna.
Úr leik í Pepsi-deild kvenna. vísir/stefán

Ýmislegt áhugavert má finna í könnun Maskínu á áhuga landsmanna á Pepsi-deildunum í knattspyrnu.

Í könnuninni kemur fram að 26 prósent hafi fylgst með Pepsi-deild karla síðasta sumar en 17 prósent með Pepsi-deild kvenna. 10-11 prósent fóru á leik í karlaboltanum en aðeins 4 prósent á leik í kvennaboltanum.

Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að karlmenn hafa meiri áhuga á boltanum en það vekur þó nokkra athygli að mun fleiri karlmenn fylgjast með Pepsi-deild kvenna en konur. Eða 23 prósent karla á móti 10 prósent kvenna.

Aftur á móti fylgjast 37 prósent karlmanna með Pepsi-deild karla og 14 prósent kvenna.

Svarendur voru 793 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 28. september til 10. október 2018 segir í frétt Maskínu.

Nánar má lesa um könnunina hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.