Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 14:28 Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs. EPA/STIAN LYSBERG SOLUM Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. Ludvigsen er sakaður um að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir. Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang kemur fram að meint brot hafi verið framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014. Þá er hann sagður hafa brotið á mönnunum í sumarbústað, á heimili sínu, á hótelum í Ósló og í fylkisstjórnarhúsinu í Tromsö.Notfærði sér þroskaskerðingu hælisleitanda Ludvigsen er sakaður um að hafa herjað á mennina vegna bágrar stöðu þeirra sem hælisleitendur, og þá er einn þeirra jafnframt þroskaskertur. Haft er eftir lögmanni mannsins að Ludvigsen hafi notfært sér þroskaskerðingu skjólstæðings síns til að brjóta á honum kynferðislega á hótelherbergi í Ósló sumarið 2014. Þá hafi Ludvigsen einnig talið manninum trú um að sem fylkisstjóri Troms hefði hann vald til að veita honum norskan ríkisborgararétt, og enn fremur vald til að koma í veg fyrir að maðurinn öðlaðist ríkisborgararétt yfir höfuð. Brotin á hinum mönnunum tveimur eru sögð hafa átt sér stað á sex ára tímabili frá árinu 2011 fram til ársins 2017. Ludvigsen var handtekinn í janúar síðastliðnum í tengslum við viðamikla rannsókn á kynferðisbrotum embættismanna á árunum 2000-2017, en var sleppt úr haldi lögreglu mánuði síðar. „Það fyrirfinnst ekki grófara brot á trausti“ Ludvigsen settist í helgan stein árið 2014 eftir langan og farsælan feril í stjórnmálum fyrir norska Íhaldsflokkinn. Hann gegndi embætti sjávarútvegsráðherra í fyrri ríkisstjórn Kjell Magne Bondevik og var fylkisstjóri Troms frá 2006 til 2014. Hann hefur síðan setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og nefnda. Ludvigsen heimsótti Ísland árið 2012 til að kynna sér reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum í kjölfar jarðhræringa. Viðtal fréttamanns Stöðvar 2 við Ludvigsen má horfa á í í spilaranum hér að neðan.Málið hefur vakið mikinn óhug í Noregi. Leiðarahöfundur VG, Ander Giæver, segir í pistli á vef blaðsins í dag að um sé að ræða grófasta mál sinnar tegundar í manna minnum. Hann segir meint brot Ludvigsen viðbjóðsleg og nefnir einnig hversu vel honum tókst að vinna sér inn traust almennings á ferlinum. „Hvernig hefur fylkisstjóri aðgang að ungum hælisleitendum á þennan hátt?“ spyr Giæver. „Líklega er það mögulegt vegna þess að það er varla hægt að öðlast meira stjórnmálalegt traust í Noregi en Svein Ludvigsen hefur gert á löngum ferli í opinberu embætti. […] Það fyrirfinnst ekki grófara brot á trausti en það sem um ræðir í þessum ásökunum.“ Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Aðstoða Norðmenn vegna hættuástands Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð. 10. mars 2012 11:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira
Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. Ludvigsen er sakaður um að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir. Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang kemur fram að meint brot hafi verið framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014. Þá er hann sagður hafa brotið á mönnunum í sumarbústað, á heimili sínu, á hótelum í Ósló og í fylkisstjórnarhúsinu í Tromsö.Notfærði sér þroskaskerðingu hælisleitanda Ludvigsen er sakaður um að hafa herjað á mennina vegna bágrar stöðu þeirra sem hælisleitendur, og þá er einn þeirra jafnframt þroskaskertur. Haft er eftir lögmanni mannsins að Ludvigsen hafi notfært sér þroskaskerðingu skjólstæðings síns til að brjóta á honum kynferðislega á hótelherbergi í Ósló sumarið 2014. Þá hafi Ludvigsen einnig talið manninum trú um að sem fylkisstjóri Troms hefði hann vald til að veita honum norskan ríkisborgararétt, og enn fremur vald til að koma í veg fyrir að maðurinn öðlaðist ríkisborgararétt yfir höfuð. Brotin á hinum mönnunum tveimur eru sögð hafa átt sér stað á sex ára tímabili frá árinu 2011 fram til ársins 2017. Ludvigsen var handtekinn í janúar síðastliðnum í tengslum við viðamikla rannsókn á kynferðisbrotum embættismanna á árunum 2000-2017, en var sleppt úr haldi lögreglu mánuði síðar. „Það fyrirfinnst ekki grófara brot á trausti“ Ludvigsen settist í helgan stein árið 2014 eftir langan og farsælan feril í stjórnmálum fyrir norska Íhaldsflokkinn. Hann gegndi embætti sjávarútvegsráðherra í fyrri ríkisstjórn Kjell Magne Bondevik og var fylkisstjóri Troms frá 2006 til 2014. Hann hefur síðan setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og nefnda. Ludvigsen heimsótti Ísland árið 2012 til að kynna sér reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum í kjölfar jarðhræringa. Viðtal fréttamanns Stöðvar 2 við Ludvigsen má horfa á í í spilaranum hér að neðan.Málið hefur vakið mikinn óhug í Noregi. Leiðarahöfundur VG, Ander Giæver, segir í pistli á vef blaðsins í dag að um sé að ræða grófasta mál sinnar tegundar í manna minnum. Hann segir meint brot Ludvigsen viðbjóðsleg og nefnir einnig hversu vel honum tókst að vinna sér inn traust almennings á ferlinum. „Hvernig hefur fylkisstjóri aðgang að ungum hælisleitendum á þennan hátt?“ spyr Giæver. „Líklega er það mögulegt vegna þess að það er varla hægt að öðlast meira stjórnmálalegt traust í Noregi en Svein Ludvigsen hefur gert á löngum ferli í opinberu embætti. […] Það fyrirfinnst ekki grófara brot á trausti en það sem um ræðir í þessum ásökunum.“
Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Aðstoða Norðmenn vegna hættuástands Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð. 10. mars 2012 11:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira
Aðstoða Norðmenn vegna hættuástands Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð. 10. mars 2012 11:00