Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. nóvember 2018 19:30 Öll hús í bænum Paradís í Kaliforníu eru annað hvort mikið skemmd eða ónýt og 30.000 manns hafa flúið eldana AP/Ringo H.W. Chiu Allir þrjátíu þúsund íbúar bæjarins Paradís í Kaliforníu yfirgáfu bæinn vegna mikilla skógarelda sem þar geysa. Yfirvöld hafa staðfest að minnst níu séu látnir og þrjátíu og fimm saknað. Eldarnir kviknuðu á fimmtudag og geysa bæði í norðri og suðri í ríkinu. Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt. Hvassir vindar og miklir þurrkar hafa gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. „Nú áætlum við að það séu um þúsund hektarar og fari stækkandi. Mikill fjöldi bygginga hefur tapast. Við getum ekki gefið upp tölur á þessari stundu. Eins og þið sjáið hefur lægt en það gefur slökkviliðinu tækifæri til að hvíla sig í nótt og halda áfram að verja byggingar,“ segir Daryl Osby, slökkviliðsstjóri í Los Angeles. Að minnsta kosti níu eru látnir en allir fundist þeir í eða við bíla sína eftir að hafa reyna að flýja undan eldinum. Þá er að minnsta kosti 35 saknað. Hundrað og fimmtíu þúsund var gert að yfirgefa heimili sín í norðurhluta ríkisins og allt að tvö hundruð þúsund í suðurhlutanum. Meðal annars við strendur Malibú þar sem margar þekkar Hollywood stjörnur eiga heimili.Eldarnir eru með þeim verstu í KaliforníuAP/Ringo H.W. ChiuAð minnsta kostið þrír slökkviliðsmenn hafa slasast við störf en þessa stundina erum um tvö þúsund og þrjú hundruð við störf en hafa verið flestur um þrjú þúsund og tvö hundruð. „Við búumst aftur við roki á sunnudaginn svo það verður ekkert hlé á baráttunni við eldinn. En ég get sagt ykkur að slökkviliðsmennirnir og viðbragðsaðilarnir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verja mannslíf, eignir og umhverfið á þessu svæði,“ segir Daryl. Skógareldarnir sem geysa eru að minnsta kosti fjórtán. Lögreglustjórinn í Norður Kaliforníu segir að eldarnir nú og aðstæðurnar séu þær verstu sem orðið hafa á svæðinu sem ekki sér fyrir endann á. „Þessi atburður varð eins og hann gat orðið verstur. Þetta er atburður sem við höfum óttast lengi og í gegnum tíðina höfum við unnið að því hörðum höndum að þróa áætlun um brottflutning fólks við þessar aðstæður,“ segir Kory L. Honea, lögreglustjóri í Norður Kaliforníu. Bandaríkin Skógareldar Tengdar fréttir Fimm látnir vegna skógarelda í Kaliforníu Að minnsta kosti fimm eru látnir af völdum gríðarlegra skógarelda sem geisað hafa í norðurhluta Kaliforníu. Þúsundir bygginga hafa einnig orðið eldinum að bráð en eldurinn fer hratt yfir. Yfir 150.000 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna eldanna og allt í allt hafa 75 þúsund heimili á svæðinu verið rýmd. 9. nóvember 2018 23:14 Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11 Kim Kardashian og Lady Gaga á meðal þeirra sem þurfa að flýja skógareldana Gríðarlegir skógareldar geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. Í norðurhluta ríkisins hefur heill bær brunnið og í suðurhluta ríkisins hafa Hollywood-sjörnur og þekktir söngvarar- og konur þurft að flýja heimili sín. 10. nóvember 2018 08:31 Þúsundir bygginga hafa orðið eldi að bráð í Kaliforníu Flest húsin sem um ræðir voru í bænum Paradise þar sem öllum 27 þúsund íbúum bæjarins var gert að yfirgefa svæðið. 9. nóvember 2018 15:12 Bachelor-höllin brennur Meðal þess sem hefur orðið miklum skógareldum sem geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna að bráð er Bachelor-höllin svokallaða þar sem hinir vinsælu Bachelor raunveruleikaþættir eru teknir upp að hluta. 10. nóvember 2018 09:04 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Allir þrjátíu þúsund íbúar bæjarins Paradís í Kaliforníu yfirgáfu bæinn vegna mikilla skógarelda sem þar geysa. Yfirvöld hafa staðfest að minnst níu séu látnir og þrjátíu og fimm saknað. Eldarnir kviknuðu á fimmtudag og geysa bæði í norðri og suðri í ríkinu. Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt. Hvassir vindar og miklir þurrkar hafa gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. „Nú áætlum við að það séu um þúsund hektarar og fari stækkandi. Mikill fjöldi bygginga hefur tapast. Við getum ekki gefið upp tölur á þessari stundu. Eins og þið sjáið hefur lægt en það gefur slökkviliðinu tækifæri til að hvíla sig í nótt og halda áfram að verja byggingar,“ segir Daryl Osby, slökkviliðsstjóri í Los Angeles. Að minnsta kosti níu eru látnir en allir fundist þeir í eða við bíla sína eftir að hafa reyna að flýja undan eldinum. Þá er að minnsta kosti 35 saknað. Hundrað og fimmtíu þúsund var gert að yfirgefa heimili sín í norðurhluta ríkisins og allt að tvö hundruð þúsund í suðurhlutanum. Meðal annars við strendur Malibú þar sem margar þekkar Hollywood stjörnur eiga heimili.Eldarnir eru með þeim verstu í KaliforníuAP/Ringo H.W. ChiuAð minnsta kostið þrír slökkviliðsmenn hafa slasast við störf en þessa stundina erum um tvö þúsund og þrjú hundruð við störf en hafa verið flestur um þrjú þúsund og tvö hundruð. „Við búumst aftur við roki á sunnudaginn svo það verður ekkert hlé á baráttunni við eldinn. En ég get sagt ykkur að slökkviliðsmennirnir og viðbragðsaðilarnir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verja mannslíf, eignir og umhverfið á þessu svæði,“ segir Daryl. Skógareldarnir sem geysa eru að minnsta kosti fjórtán. Lögreglustjórinn í Norður Kaliforníu segir að eldarnir nú og aðstæðurnar séu þær verstu sem orðið hafa á svæðinu sem ekki sér fyrir endann á. „Þessi atburður varð eins og hann gat orðið verstur. Þetta er atburður sem við höfum óttast lengi og í gegnum tíðina höfum við unnið að því hörðum höndum að þróa áætlun um brottflutning fólks við þessar aðstæður,“ segir Kory L. Honea, lögreglustjóri í Norður Kaliforníu.
Bandaríkin Skógareldar Tengdar fréttir Fimm látnir vegna skógarelda í Kaliforníu Að minnsta kosti fimm eru látnir af völdum gríðarlegra skógarelda sem geisað hafa í norðurhluta Kaliforníu. Þúsundir bygginga hafa einnig orðið eldinum að bráð en eldurinn fer hratt yfir. Yfir 150.000 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna eldanna og allt í allt hafa 75 þúsund heimili á svæðinu verið rýmd. 9. nóvember 2018 23:14 Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11 Kim Kardashian og Lady Gaga á meðal þeirra sem þurfa að flýja skógareldana Gríðarlegir skógareldar geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. Í norðurhluta ríkisins hefur heill bær brunnið og í suðurhluta ríkisins hafa Hollywood-sjörnur og þekktir söngvarar- og konur þurft að flýja heimili sín. 10. nóvember 2018 08:31 Þúsundir bygginga hafa orðið eldi að bráð í Kaliforníu Flest húsin sem um ræðir voru í bænum Paradise þar sem öllum 27 þúsund íbúum bæjarins var gert að yfirgefa svæðið. 9. nóvember 2018 15:12 Bachelor-höllin brennur Meðal þess sem hefur orðið miklum skógareldum sem geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna að bráð er Bachelor-höllin svokallaða þar sem hinir vinsælu Bachelor raunveruleikaþættir eru teknir upp að hluta. 10. nóvember 2018 09:04 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Fimm látnir vegna skógarelda í Kaliforníu Að minnsta kosti fimm eru látnir af völdum gríðarlegra skógarelda sem geisað hafa í norðurhluta Kaliforníu. Þúsundir bygginga hafa einnig orðið eldinum að bráð en eldurinn fer hratt yfir. Yfir 150.000 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna eldanna og allt í allt hafa 75 þúsund heimili á svæðinu verið rýmd. 9. nóvember 2018 23:14
Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11
Kim Kardashian og Lady Gaga á meðal þeirra sem þurfa að flýja skógareldana Gríðarlegir skógareldar geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. Í norðurhluta ríkisins hefur heill bær brunnið og í suðurhluta ríkisins hafa Hollywood-sjörnur og þekktir söngvarar- og konur þurft að flýja heimili sín. 10. nóvember 2018 08:31
Þúsundir bygginga hafa orðið eldi að bráð í Kaliforníu Flest húsin sem um ræðir voru í bænum Paradise þar sem öllum 27 þúsund íbúum bæjarins var gert að yfirgefa svæðið. 9. nóvember 2018 15:12
Bachelor-höllin brennur Meðal þess sem hefur orðið miklum skógareldum sem geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna að bráð er Bachelor-höllin svokallaða þar sem hinir vinsælu Bachelor raunveruleikaþættir eru teknir upp að hluta. 10. nóvember 2018 09:04