Erlent

Þúsundir bygginga hafa orðið eldi að bráð í Kaliforníu

Samúel Karl Ólason skrifar
Allt í allt hafa 75 þúsund heimili á svæðinu verið rýmd.
Allt í allt hafa 75 þúsund heimili á svæðinu verið rýmd. AP/Noah Berger

Þúsundir bygginga hafa orðið skógareldi sem fer hratt yfir að bráð í norðurhluta Kaliforníu. Flest húsin sem um ræðir voru í bænum Paradise þar sem öllum 27 þúsund íbúum bæjarins var gert að yfirgefa svæðið. Allt í allt hafa 75 þúsund heimili á svæðinu verið rýmd.

Einn íbúi, lögregluþjóninn Mark Bass, hefur lýst aðstæðum þegar hann flutti fjölskyldu sína á brott. Hann segir eldhafið vera verið sitt hvoru megin við veginn úr bænum.

„Við vorum umkringd eldi. Við vorum að keyra í gegnum eldinn sitt hvoru megin við veginn. Það voru eldveggir beggja megin við veginn og við sáum varla veginn fyrir framan okkur,“ sagði hann við blaðamann AP fréttaveitunnar.

Lögreglustjórinn Scott McLean segir Paradise vera rústir einar.

Aðrir íbúar sem sagt hafa frá því hvernig brottflutningurinn fór fram segja umferðarteppu hafa myndast og að eldurinn hafi nálgast bílaröðina. Rafmagns- og símastaurar hrundu og sprengingar heyrðust. Þá yfirgáfu margir bíla sína og hlupu eftir veginum.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kaliforníu en umfangsmiklir skógareldar hafa verið tíðir þar að undanförnu. Ekki er búist við því að ástandið muni skána á næstunni þar sem rakastig er mjög lágt og vindar eru sterkir á svæðinu.

Hér má sjá myndbönd sem tekið var úr bíl sem notaður var til að yfirgefa Paradise. Þar að neðan má svo sjá myndband frá AP af eldunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.