Erlent

Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu

Andri Eysteinsson skrifar
Gervihnattamynd af Camp-eldnum í norðurhluta Kaliforníu. Bærinn Paradise er fyrir miðri mynd, þar sem reykurinn er hvað dekkstur.
Gervihnattamynd af Camp-eldnum í norðurhluta Kaliforníu. Bærinn Paradise er fyrir miðri mynd, þar sem reykurinn er hvað dekkstur. NASA
Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu-ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kaliforníu en umfangsmiklir skógareldar hafa verið tíðir þar á árinu. Yfir 6000 eldar hafa brunnið í ríkinu á árinu og hafa 55 þeirra verið alvarlegir, það er valdið dauðsföllum eða eyðileggingu bygginga.

Eyðileggingin er mikil í norðurhluta Kalíforníu vegna Camp-eldsins sem hefur lagt bæinn Paradise, nærri Sacramento, í rúst. Fjölmargir hafa deilt myndum eða myndböndum frá Paradise á samfélagsmiðlum og má sjá nokkrar slíkar færslur hér að neðan.

Blaðamennirnir Ryan Sabalow hjá Sacramento Bee og Andre Byik hjá Chico ER birtu fjölda mynda á Twitter síðum sínum frá Paradise.

Nick Valencia hjá CNN birti myndband sem sýndi ástandið á veginum út úr bænum en fjöldi fólks neyddist til þess að skilja bíla sína eftir á veginum.

Laura Anthony hjá ABC7 var í Paradise í gærnótt og náði mögnuðu myndbandi af eldstróki sem fór um götur bæjarins.

Fréttamaður CBS, David Begnaud var sendur á svæðið og má sjá umfjöllun CBS um eldinn í Paradise hér.



NASA birti á vef sínum gervihnattamyndir af eldinum sem sýnir umfang eldanna og mikla útbreiðslu reyks.

Hægt er að fylgjast með framvindu skógareldanna á vef San Francisco Chronicle. 


Tengdar fréttir

Bachelor-höllin brennur

Meðal þess sem hefur orðið miklum skógareldum sem geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna að bráð er Bachelor-höllin svokallaða þar sem hinir vinsælu Bachelor raunveruleikaþættir eru teknir upp að hluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×