"Paradís er horfin“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2018 08:00 Það er ekki mikið eftir af þessu hverfi í Paradís í Kaliforníu. Getty/Justin Sullivan Rex Stewart, íbúi í bænum Paradís í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum, var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa.New York Times ræddi við Stewarten hann starfaði lengst af sem smiður þar sem hann vann við að byggja upp bæinn sem er við rætur Sierra Nevada fjallgarðsins.Stewart komst undan eldunum sem eru með þeim mannskæðustu í sögu ríkisins. Þegar blaðamaður Times ræddi við hann stóð hann fyrir utan neyðarskýli þar sem hann var klæddur aleigu sinni. Vetrarjakka og húfu.„Paradís er horfin,“ sagði Stewart. „Það er ekkert eftir.“Segja má að Kalifornía logi þar sem þrír skógareldar geisa í ríkinu, bæði í norður- og suðurhluta þess en hundruð þúsunda hafa þurft að flýja eldana. Í Paradís hefur Camp-eldurinn, eins og hann er kallaður, eyðilagt 6.700 íbúðar- og atvinnuhúsnæði í bænum. Gjörónýtir bílar í röðum eftir veginum frá Paradís.Getty/Justin SullivanEldurinn nálgaðist Paradís svo hratt að margir íbúanna 26.000 áttu fótum sínum fjör að launa eftir eina veginum sem liggur úr fjallabænum. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna þá skelfingu sem greip um sig er íbúar keyrðu eftir veginum með eldana báðum megin við veginn. Alls hafa 25 fundist látnir, þar af 23 í og við Paradís. Flestir þeirra hafa fundist í eða við bíla sína en auk þeirra sem hafa farist er tugi manna saknað. Í frétt New York Times sjá myndir af bráðnum bílum en í fréttinni er einnig rætt við séra Ron Zimmer sem tók á móti fjölmörgum af þeim sem náði að flýja eldana. „Við vorum að bíla þar sem plastið á ytra byrðinu var bráðnað og stuðararnir voru bara farnir,“ sagði Zimmer. Fæstir þeirra sem hann ræddi við gera ráð fyrir að eitthvað sé eftir af heimilum þeirra.Í frétt BBC segir að gert sé ráð fyrir að ekkert lát verði á eldunum þar sem veðuraðstæður, þurrt loft og hvassviðri, séu hagstæðar eldunum og þannig muni ástandið vera fram í vikuna sem var að hefjast. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05 Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11 Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Rex Stewart, íbúi í bænum Paradís í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum, var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa.New York Times ræddi við Stewarten hann starfaði lengst af sem smiður þar sem hann vann við að byggja upp bæinn sem er við rætur Sierra Nevada fjallgarðsins.Stewart komst undan eldunum sem eru með þeim mannskæðustu í sögu ríkisins. Þegar blaðamaður Times ræddi við hann stóð hann fyrir utan neyðarskýli þar sem hann var klæddur aleigu sinni. Vetrarjakka og húfu.„Paradís er horfin,“ sagði Stewart. „Það er ekkert eftir.“Segja má að Kalifornía logi þar sem þrír skógareldar geisa í ríkinu, bæði í norður- og suðurhluta þess en hundruð þúsunda hafa þurft að flýja eldana. Í Paradís hefur Camp-eldurinn, eins og hann er kallaður, eyðilagt 6.700 íbúðar- og atvinnuhúsnæði í bænum. Gjörónýtir bílar í röðum eftir veginum frá Paradís.Getty/Justin SullivanEldurinn nálgaðist Paradís svo hratt að margir íbúanna 26.000 áttu fótum sínum fjör að launa eftir eina veginum sem liggur úr fjallabænum. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna þá skelfingu sem greip um sig er íbúar keyrðu eftir veginum með eldana báðum megin við veginn. Alls hafa 25 fundist látnir, þar af 23 í og við Paradís. Flestir þeirra hafa fundist í eða við bíla sína en auk þeirra sem hafa farist er tugi manna saknað. Í frétt New York Times sjá myndir af bráðnum bílum en í fréttinni er einnig rætt við séra Ron Zimmer sem tók á móti fjölmörgum af þeim sem náði að flýja eldana. „Við vorum að bíla þar sem plastið á ytra byrðinu var bráðnað og stuðararnir voru bara farnir,“ sagði Zimmer. Fæstir þeirra sem hann ræddi við gera ráð fyrir að eitthvað sé eftir af heimilum þeirra.Í frétt BBC segir að gert sé ráð fyrir að ekkert lát verði á eldunum þar sem veðuraðstæður, þurrt loft og hvassviðri, séu hagstæðar eldunum og þannig muni ástandið vera fram í vikuna sem var að hefjast.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05 Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11 Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05
Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11
Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30