Brjálaður yfir brotinu á Gylfa og býst ekki við að Gylfi spili með íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson og Marco Silva. Vísir/Getty Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, var allt annað en sáttur með meðferðina sem íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fékk á Stamford Bridge í gær. Jorginho, leikmaður Chelsea, fékk þá að halda áfram leik þrátt fyrir að klippa Gylfa gróflega niður. Flestir eru sammála að Jorginho hafi átt að fá rautt spjald en hann fékk bara gult. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik í þessu markalausa jafntefli Chelsea og Everton en Everton liðið hefði verið í allt annarri og betri stöðu ef að Jorginho hefði þarna þurft að yfirgefa völlinn. Í stað þess að vera manni færri í meira en einn hálfleik þá hélt ítalski miðjumaðurinn áfram leik. Silva expects Gylfi Sigurdsson to miss #Iceland upcoming games with Belgium and Qatar. “Did you see the tackle by Jorginho? I hope we don't lose him for the next matches. I think he's not in a condition to play for the national team. Let's see in the next days.” #EFC — The Most GuardioLa (@frankewusi123) November 11, 2018Gylfi lá lengi sárþjáður í grasinu en stóð upp aftur og hélt áfram leik. Gylfi dugði fram í seinni hálfleik en yfirgaf síðan leikvanginn í spelku. Það muna kannski margir eftir því þegar Gylfi meiddist á síðustu leiktíð. Líkt og í gær þá hélt hann áfram leik eftir meiðslin en seinna kom alvarleiki þeirra betur í ljós. Vonandi er harka Gylfa ekki að fela önnur slík slæm meiðsli nú. Marco Silva skammaðist yfir brotinu á Gylfa eftir leik. „Sáuð þið þessa tæklingu hjá Jorginho? Ég vona að ég missi Gylfa ekki fyrir næstu leiki okkar. Ég held að hann sé ekki í ástandi til að geta spilað þessa tvo landsleiki með Íslandi. Við sjáum það betur á næstu dögum,“ sagði Marco Silva. Þetta var líka ekki góð helgi fyrir íslenska landsliðið því Jóhann Berg Guðmundsson meiddist einnig í leik með Burnley og verður því ekki með íslenska landsliðinu á móti Belgíu og Katar.Klippa: Brot Jorginho á Gylfa Þór Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi haltraði af velli í dag - Landsleikirnir í hættu? Gylfi Þór Sigurðsson haltraði af velli í leik Chelsea og Everton í dag en hann varð fyrir ljótri tæklingu frá Jorginho í leiknum í dag. 11. nóvember 2018 18:43 Mark Clattenburg: Átti að fá rautt spjald fyrir brotið á Gylfa Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, skrifar um það í pistli sínum í Daily Mail, að Chelsea-maðurinn Jorginho hefði átt að fara útaf með rautt spjald eftir brotið á Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Chelsea og Everton á Stamford Bridge í gær. 12. nóvember 2018 09:00 Gylfi yfirgaf Brúna í spelku Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf Stamford Bridge í dag í spelku en hann meiddist í leiknum og þurfti að yfirgefa völlinn. 11. nóvember 2018 21:24 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, var allt annað en sáttur með meðferðina sem íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fékk á Stamford Bridge í gær. Jorginho, leikmaður Chelsea, fékk þá að halda áfram leik þrátt fyrir að klippa Gylfa gróflega niður. Flestir eru sammála að Jorginho hafi átt að fá rautt spjald en hann fékk bara gult. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik í þessu markalausa jafntefli Chelsea og Everton en Everton liðið hefði verið í allt annarri og betri stöðu ef að Jorginho hefði þarna þurft að yfirgefa völlinn. Í stað þess að vera manni færri í meira en einn hálfleik þá hélt ítalski miðjumaðurinn áfram leik. Silva expects Gylfi Sigurdsson to miss #Iceland upcoming games with Belgium and Qatar. “Did you see the tackle by Jorginho? I hope we don't lose him for the next matches. I think he's not in a condition to play for the national team. Let's see in the next days.” #EFC — The Most GuardioLa (@frankewusi123) November 11, 2018Gylfi lá lengi sárþjáður í grasinu en stóð upp aftur og hélt áfram leik. Gylfi dugði fram í seinni hálfleik en yfirgaf síðan leikvanginn í spelku. Það muna kannski margir eftir því þegar Gylfi meiddist á síðustu leiktíð. Líkt og í gær þá hélt hann áfram leik eftir meiðslin en seinna kom alvarleiki þeirra betur í ljós. Vonandi er harka Gylfa ekki að fela önnur slík slæm meiðsli nú. Marco Silva skammaðist yfir brotinu á Gylfa eftir leik. „Sáuð þið þessa tæklingu hjá Jorginho? Ég vona að ég missi Gylfa ekki fyrir næstu leiki okkar. Ég held að hann sé ekki í ástandi til að geta spilað þessa tvo landsleiki með Íslandi. Við sjáum það betur á næstu dögum,“ sagði Marco Silva. Þetta var líka ekki góð helgi fyrir íslenska landsliðið því Jóhann Berg Guðmundsson meiddist einnig í leik með Burnley og verður því ekki með íslenska landsliðinu á móti Belgíu og Katar.Klippa: Brot Jorginho á Gylfa Þór
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi haltraði af velli í dag - Landsleikirnir í hættu? Gylfi Þór Sigurðsson haltraði af velli í leik Chelsea og Everton í dag en hann varð fyrir ljótri tæklingu frá Jorginho í leiknum í dag. 11. nóvember 2018 18:43 Mark Clattenburg: Átti að fá rautt spjald fyrir brotið á Gylfa Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, skrifar um það í pistli sínum í Daily Mail, að Chelsea-maðurinn Jorginho hefði átt að fara útaf með rautt spjald eftir brotið á Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Chelsea og Everton á Stamford Bridge í gær. 12. nóvember 2018 09:00 Gylfi yfirgaf Brúna í spelku Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf Stamford Bridge í dag í spelku en hann meiddist í leiknum og þurfti að yfirgefa völlinn. 11. nóvember 2018 21:24 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Gylfi haltraði af velli í dag - Landsleikirnir í hættu? Gylfi Þór Sigurðsson haltraði af velli í leik Chelsea og Everton í dag en hann varð fyrir ljótri tæklingu frá Jorginho í leiknum í dag. 11. nóvember 2018 18:43
Mark Clattenburg: Átti að fá rautt spjald fyrir brotið á Gylfa Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, skrifar um það í pistli sínum í Daily Mail, að Chelsea-maðurinn Jorginho hefði átt að fara útaf með rautt spjald eftir brotið á Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Chelsea og Everton á Stamford Bridge í gær. 12. nóvember 2018 09:00
Gylfi yfirgaf Brúna í spelku Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf Stamford Bridge í dag í spelku en hann meiddist í leiknum og þurfti að yfirgefa völlinn. 11. nóvember 2018 21:24