Brjálaður yfir brotinu á Gylfa og býst ekki við að Gylfi spili með íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson og Marco Silva. Vísir/Getty Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, var allt annað en sáttur með meðferðina sem íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fékk á Stamford Bridge í gær. Jorginho, leikmaður Chelsea, fékk þá að halda áfram leik þrátt fyrir að klippa Gylfa gróflega niður. Flestir eru sammála að Jorginho hafi átt að fá rautt spjald en hann fékk bara gult. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik í þessu markalausa jafntefli Chelsea og Everton en Everton liðið hefði verið í allt annarri og betri stöðu ef að Jorginho hefði þarna þurft að yfirgefa völlinn. Í stað þess að vera manni færri í meira en einn hálfleik þá hélt ítalski miðjumaðurinn áfram leik. Silva expects Gylfi Sigurdsson to miss #Iceland upcoming games with Belgium and Qatar. “Did you see the tackle by Jorginho? I hope we don't lose him for the next matches. I think he's not in a condition to play for the national team. Let's see in the next days.” #EFC — The Most GuardioLa (@frankewusi123) November 11, 2018Gylfi lá lengi sárþjáður í grasinu en stóð upp aftur og hélt áfram leik. Gylfi dugði fram í seinni hálfleik en yfirgaf síðan leikvanginn í spelku. Það muna kannski margir eftir því þegar Gylfi meiddist á síðustu leiktíð. Líkt og í gær þá hélt hann áfram leik eftir meiðslin en seinna kom alvarleiki þeirra betur í ljós. Vonandi er harka Gylfa ekki að fela önnur slík slæm meiðsli nú. Marco Silva skammaðist yfir brotinu á Gylfa eftir leik. „Sáuð þið þessa tæklingu hjá Jorginho? Ég vona að ég missi Gylfa ekki fyrir næstu leiki okkar. Ég held að hann sé ekki í ástandi til að geta spilað þessa tvo landsleiki með Íslandi. Við sjáum það betur á næstu dögum,“ sagði Marco Silva. Þetta var líka ekki góð helgi fyrir íslenska landsliðið því Jóhann Berg Guðmundsson meiddist einnig í leik með Burnley og verður því ekki með íslenska landsliðinu á móti Belgíu og Katar.Klippa: Brot Jorginho á Gylfa Þór Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi haltraði af velli í dag - Landsleikirnir í hættu? Gylfi Þór Sigurðsson haltraði af velli í leik Chelsea og Everton í dag en hann varð fyrir ljótri tæklingu frá Jorginho í leiknum í dag. 11. nóvember 2018 18:43 Mark Clattenburg: Átti að fá rautt spjald fyrir brotið á Gylfa Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, skrifar um það í pistli sínum í Daily Mail, að Chelsea-maðurinn Jorginho hefði átt að fara útaf með rautt spjald eftir brotið á Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Chelsea og Everton á Stamford Bridge í gær. 12. nóvember 2018 09:00 Gylfi yfirgaf Brúna í spelku Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf Stamford Bridge í dag í spelku en hann meiddist í leiknum og þurfti að yfirgefa völlinn. 11. nóvember 2018 21:24 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, var allt annað en sáttur með meðferðina sem íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fékk á Stamford Bridge í gær. Jorginho, leikmaður Chelsea, fékk þá að halda áfram leik þrátt fyrir að klippa Gylfa gróflega niður. Flestir eru sammála að Jorginho hafi átt að fá rautt spjald en hann fékk bara gult. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik í þessu markalausa jafntefli Chelsea og Everton en Everton liðið hefði verið í allt annarri og betri stöðu ef að Jorginho hefði þarna þurft að yfirgefa völlinn. Í stað þess að vera manni færri í meira en einn hálfleik þá hélt ítalski miðjumaðurinn áfram leik. Silva expects Gylfi Sigurdsson to miss #Iceland upcoming games with Belgium and Qatar. “Did you see the tackle by Jorginho? I hope we don't lose him for the next matches. I think he's not in a condition to play for the national team. Let's see in the next days.” #EFC — The Most GuardioLa (@frankewusi123) November 11, 2018Gylfi lá lengi sárþjáður í grasinu en stóð upp aftur og hélt áfram leik. Gylfi dugði fram í seinni hálfleik en yfirgaf síðan leikvanginn í spelku. Það muna kannski margir eftir því þegar Gylfi meiddist á síðustu leiktíð. Líkt og í gær þá hélt hann áfram leik eftir meiðslin en seinna kom alvarleiki þeirra betur í ljós. Vonandi er harka Gylfa ekki að fela önnur slík slæm meiðsli nú. Marco Silva skammaðist yfir brotinu á Gylfa eftir leik. „Sáuð þið þessa tæklingu hjá Jorginho? Ég vona að ég missi Gylfa ekki fyrir næstu leiki okkar. Ég held að hann sé ekki í ástandi til að geta spilað þessa tvo landsleiki með Íslandi. Við sjáum það betur á næstu dögum,“ sagði Marco Silva. Þetta var líka ekki góð helgi fyrir íslenska landsliðið því Jóhann Berg Guðmundsson meiddist einnig í leik með Burnley og verður því ekki með íslenska landsliðinu á móti Belgíu og Katar.Klippa: Brot Jorginho á Gylfa Þór
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi haltraði af velli í dag - Landsleikirnir í hættu? Gylfi Þór Sigurðsson haltraði af velli í leik Chelsea og Everton í dag en hann varð fyrir ljótri tæklingu frá Jorginho í leiknum í dag. 11. nóvember 2018 18:43 Mark Clattenburg: Átti að fá rautt spjald fyrir brotið á Gylfa Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, skrifar um það í pistli sínum í Daily Mail, að Chelsea-maðurinn Jorginho hefði átt að fara útaf með rautt spjald eftir brotið á Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Chelsea og Everton á Stamford Bridge í gær. 12. nóvember 2018 09:00 Gylfi yfirgaf Brúna í spelku Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf Stamford Bridge í dag í spelku en hann meiddist í leiknum og þurfti að yfirgefa völlinn. 11. nóvember 2018 21:24 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Gylfi haltraði af velli í dag - Landsleikirnir í hættu? Gylfi Þór Sigurðsson haltraði af velli í leik Chelsea og Everton í dag en hann varð fyrir ljótri tæklingu frá Jorginho í leiknum í dag. 11. nóvember 2018 18:43
Mark Clattenburg: Átti að fá rautt spjald fyrir brotið á Gylfa Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, skrifar um það í pistli sínum í Daily Mail, að Chelsea-maðurinn Jorginho hefði átt að fara útaf með rautt spjald eftir brotið á Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Chelsea og Everton á Stamford Bridge í gær. 12. nóvember 2018 09:00
Gylfi yfirgaf Brúna í spelku Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf Stamford Bridge í dag í spelku en hann meiddist í leiknum og þurfti að yfirgefa völlinn. 11. nóvember 2018 21:24